miðvikudagur, mars 26, 2008

Sjáið hvað ég fann

Þegar ég var að skoða á netinu.

Inn á IMDB fann ég upplýsingar um þáttarröð sem ég vann við þegar ég var stelpa. Þættirnir voru teknir upp sumarið '94 og við sáum um hrossin í þáttunum. Serían kom svo út '95 og greinilega aftur '97. Og hún er inn á IMDB, sjáiði bara hérna

Annars er bara allt gott að frétta af mér. Páskarnir búnir og prófin framundan. Ég fór með DÍ á Krók á föstudaginn langa í dagsæfingu, og það var ekkert smá gaman. Við renndum í gegnum bronspróf og náðum að taka upp nokkra hunda. Fluga sýndi mér að henni finnast hælæfingar ekki skemmtilegar (tja, ekki eins skemmtilegt eins og henni finnst að hlaupa í hundafimi eða smala hrossum) sérstaklega þar sem að henni finnast fætur ekki skemmtilegir. Ég var að vinna aðeins í því inn í reiðhöllinni og það sást hvað henni fannst það leiðinlegt þegar ég kom út. Hún heldur sig alltaf c.a. 30 cm frá mér. Aðrar æfingar voru mjög góðar, standa á göngu er nánast tilbúin (ég þarf bara að venja mig af því að vera með tvöfaldar skipanir, hún er að gera sinn hlut fullkomlega).

Að myndatökum loknum fórum við inn á Hellu og tókum sporaæfingu, og litla skottið mitt kom mér heldur betur á óvart, því hún vissi sko NÁKVÆMLEGA hvað hún átti að gera þó sporið hefði fengið að eldast aðeins og dró mig nánast alla leið. Síðan fór Anna og lagðist út fyrir hana og við tókum eina víðavangsleit, og hún hafði sko engu gleymt þar heldur !

En já, hælgönguna þurfum við að laga eitthvað aðeins...

Hestamennskan gengur líka vel (komin tími til að tala aðeins um hana líka). Skjóna lærir meira með hverjum reiðtúrnum og Gosi greyið var rakaður um páskana og finnst það ekkert mjög sniðugt. Ég var reyndar að vonast eftir því að veðrið færi að lagast en hann er þá bara með teppi svo honum verði ekki kalt.

En allavegana, þangað til næst :D

föstudagur, mars 14, 2008

Bara svona svo þið vitið það

Þá af því að ég er í einhverjum hlýðnikeppnispælingum, þá vill ég að ég og Fluga náum að framkvæma æfingarnar svona

Hlýðni I í Svíþjóð


Hlýðni II


Hlýðni III


Þetta er ekki fullkomið en gefur fólki kanski hugmynd um það hversu mikinn kontakt ég vill að hundurinn hafi, hvernig hann gangi hæl og þar fram eftir götunum

Þar hafið þið það ! =)

Híhí

fimmtudagur, mars 13, 2008

Ég á besta hundinn :D

Ég veit, ófáir sem segja þetta, en ég elska þetta litla skott mitt alveg ferlega.

Við tókum okkur til í dag og prófuðum okkur áfram í "nýrri íþrótt" þ.e. CaniCross. Þá er s.s. hundur í beisli fyrir framan mann í taum. Ég með belti um mig miðja og hundinn bundinn við beltið, og svo skokkum við. Fluga stóð sig svona líka glimmrandi vel og dró mömmu sína alveg eins og hershöfðingi. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona CaniCross dót að utan, en svo leit ég ofan í skúffu hjá mér og sá fann líka þessa fínu lausn á því hvaða græjur ég gæti notað. Mittistaskan frá SBK og langur þunnur leðurtaumur voru það eina sem við þurftum. Mjög svo tæknilegt, en eins og maðurinn sagði: if your dog is overweight, you aren't getting enough excersize !

Á leiðinni tókum við Fluga nokkrar hlýðniæfingar, hælgangan er mjög góð, innkall á hæl er líka en við þurfum að bæta innkomuna á hæl. Stoppa á göngu er greinilega orðið eitthvað ryðgað en batnar hratt. Annars er ég með það sem við þurfum að snurfusa í hausnum, þarf bara að muna að finna mér reglulega tíma til að æfa þetta líka svo við getum farið í hlýðnipróf :D

Annars kemur meira seinna