Ég veit, ófáir sem segja þetta, en ég elska þetta litla skott mitt alveg ferlega.
Við tókum okkur til í dag og prófuðum okkur áfram í "nýrri íþrótt" þ.e. CaniCross. Þá er s.s. hundur í beisli fyrir framan mann í taum. Ég með belti um mig miðja og hundinn bundinn við beltið, og svo skokkum við. Fluga stóð sig svona líka glimmrandi vel og dró mömmu sína alveg eins og hershöfðingi. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona CaniCross dót að utan, en svo leit ég ofan í skúffu hjá mér og sá fann líka þessa fínu lausn á því hvaða græjur ég gæti notað. Mittistaskan frá SBK og langur þunnur leðurtaumur voru það eina sem við þurftum. Mjög svo tæknilegt, en eins og maðurinn sagði: if your dog is overweight, you aren't getting enough excersize !
Á leiðinni tókum við Fluga nokkrar hlýðniæfingar, hælgangan er mjög góð, innkall á hæl er líka en við þurfum að bæta innkomuna á hæl. Stoppa á göngu er greinilega orðið eitthvað ryðgað en batnar hratt. Annars er ég með það sem við þurfum að snurfusa í hausnum, þarf bara að muna að finna mér reglulega tíma til að æfa þetta líka svo við getum farið í hlýðnipróf :D
Annars kemur meira seinna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
eigum við ekki að skella þessu á í sumar ??
Þú manst ég skal vera í markinu og grila ; )
aðrir sjá um hlaupinn takk fyrir takk..
Hehe það stendur nú til sko ! :D
Skrifa ummæli