Við völdum vandlega hestinn á þessa meri, þar sem að hún er að mörgu leyti rosalega góð, en hennar helsti löstur er slakur háls og að hún á rosalega erfitt með að kverka sig. Fyrir valinu varð Þokki frá Kýrholti, en hann hefur akkúrat hálsinn (hæfileikana og ýmislegt annað) sem við vorum að leita eftir. Ég reyndar þóttist vera nokkuð viss um að fá brúnt folald, þar sem móðirin er brún og undan brúnskjóttu og jörpu, faðirinn er brún, foreldrar hans eru brúnir... og það kom rauður hestur. Tvístjörnóttur meira að segja !
En við nánari skoðun get ég ekki sagt annað en að ég er rosalega hrifin af honum. En þið skuluð bara meta það sjálf hvaðan hann fékk hálsinn sinn ;)



Eigum við að ræða þennan háls eitthvað !

Skotturnar fengu náttúrulega að koma með í sveitina, og læddust inn á nokkrar myndir eða svo
Daddara, nú skal smalað !
Uppáhalds myndin mín af Flugu þennan daginn
Og svo var tækifærið gripið og leikið sé við Stubb

Eiginlega eina myndin af henni "standandi" 12 vikna


Og svo gerðust undur og stórmerki. Fluga samþykkti að leika sér við Dís, og fannst það bara nokkuð gaman að draga þetta hvolpaskott um grasflötinn.

En það eru fullt af fleiri myndum í myndaalbúminu ef þið viljið kíkja