Við nýttum góða veðrið til að skella okkur austur og eyða helginni í sveitasælunni. Það var reyndar stór ástæða fyrir því að við fórum austur, en á 17 júní skelltum við okkur nefnilega í sveitina til að athuga hvort það væri komið folald. Viti menn, okkar beið lítill drengur, frekar nýlega fæddur. við tókum nokkrar myndir af honum um helgina, og hérna fáið þið að sjá í fyrsta sinn - Þorra frá Reykjavík.
Við völdum vandlega hestinn á þessa meri, þar sem að hún er að mörgu leyti rosalega góð, en hennar helsti löstur er slakur háls og að hún á rosalega erfitt með að kverka sig. Fyrir valinu varð Þokki frá Kýrholti, en hann hefur akkúrat hálsinn (hæfileikana og ýmislegt annað) sem við vorum að leita eftir. Ég reyndar þóttist vera nokkuð viss um að fá brúnt folald, þar sem móðirin er brún og undan brúnskjóttu og jörpu, faðirinn er brún, foreldrar hans eru brúnir... og það kom rauður hestur. Tvístjörnóttur meira að segja !
En við nánari skoðun get ég ekki sagt annað en að ég er rosalega hrifin af honum. En þið skuluð bara meta það sjálf hvaðan hann fékk hálsinn sinn ;)
Eigum við að ræða þennan háls eitthvað !
Skotturnar fengu náttúrulega að koma með í sveitina, og læddust inn á nokkrar myndir eða svo
Daddara, nú skal smalað !
Uppáhalds myndin mín af Flugu þennan daginn
Og svo var tækifærið gripið og leikið sé við Stubb
Eiginlega eina myndin af henni "standandi" 12 vikna
Og svo gerðust undur og stórmerki. Fluga samþykkti að leika sér við Dís, og fannst það bara nokkuð gaman að draga þetta hvolpaskott um grasflötinn.
En það eru fullt af fleiri myndum í myndaalbúminu ef þið viljið kíkja
þriðjudagur, júní 24, 2008
mánudagur, júní 16, 2008
fimmtudagur, júní 12, 2008
miðvikudagur, júní 11, 2008
föstudagur, júní 06, 2008
-*-*-*-
Vá hvað maður er stundum andlaus þegar kemur að því að skýra bloggin sín eitthvað...
Í dag fór ég í fyrsta skiptið í langan, langan, laaangan tíma, í strætó í vinnuna. Og ég get ekki sagt annað en það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var ánægjuleg ferð. Vagnarnir hafa verið hressilega endurnýjaðir, og svo er m.a.s. boðið upp á frítt dagblað og allt.
Annars er allt gott að frétta úr Árbænum, litla Dís er algjör pissudúkka og Fluga er búin að taka hana í sátt. Við höldum samt okkar striki í húsþjálfuninni, enda ekki alveg hægt að ætlast til þess að 10 vikna hvolpur sé orðinn húshreinn ;) Annars er Magga systir svo yndisleg, að hún kíkir á skotturnar mínar á daginn á meðan að ég er í vinnunni. Munar sko alveg helling um það ! (Takk takk skvís :D)
Þessa vikuna hef ég tvisvar náð að hjóla í og úr vinnu. Já, ég sagði satt, ég hjólaði. Þetta er alls ekki eins langt og það lítur út fyrir að vera, og er satt best að segja nokkuð fljótfarið. Á leiðinni í vinnuna allavegana. Ég er svona sirka helmingi lengur á leiðinni heim samt...
En þetta er samt bara snilld, skil ekki af hverju maður var ekki löngu byrjaður á þessu, en núna var það líka þetta fáránlega bensínverð sem ýtti manni út í að leita annara leiða til að komast á milli staða. Annars þarf maður nú að fara að venjast þessu hjóleríi ef maður stefnir á að flytjast í baunalandið í haust. Um að gera að byrja sem fyrst ;)
Jæja, þangað til næst
Í dag fór ég í fyrsta skiptið í langan, langan, laaangan tíma, í strætó í vinnuna. Og ég get ekki sagt annað en það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var ánægjuleg ferð. Vagnarnir hafa verið hressilega endurnýjaðir, og svo er m.a.s. boðið upp á frítt dagblað og allt.
Annars er allt gott að frétta úr Árbænum, litla Dís er algjör pissudúkka og Fluga er búin að taka hana í sátt. Við höldum samt okkar striki í húsþjálfuninni, enda ekki alveg hægt að ætlast til þess að 10 vikna hvolpur sé orðinn húshreinn ;) Annars er Magga systir svo yndisleg, að hún kíkir á skotturnar mínar á daginn á meðan að ég er í vinnunni. Munar sko alveg helling um það ! (Takk takk skvís :D)
Þessa vikuna hef ég tvisvar náð að hjóla í og úr vinnu. Já, ég sagði satt, ég hjólaði. Þetta er alls ekki eins langt og það lítur út fyrir að vera, og er satt best að segja nokkuð fljótfarið. Á leiðinni í vinnuna allavegana. Ég er svona sirka helmingi lengur á leiðinni heim samt...
En þetta er samt bara snilld, skil ekki af hverju maður var ekki löngu byrjaður á þessu, en núna var það líka þetta fáránlega bensínverð sem ýtti manni út í að leita annara leiða til að komast á milli staða. Annars þarf maður nú að fara að venjast þessu hjóleríi ef maður stefnir á að flytjast í baunalandið í haust. Um að gera að byrja sem fyrst ;)
Jæja, þangað til næst
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)