Vá hvað maður er stundum andlaus þegar kemur að því að skýra bloggin sín eitthvað...
Í dag fór ég í fyrsta skiptið í langan, langan, laaangan tíma, í strætó í vinnuna. Og ég get ekki sagt annað en það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var ánægjuleg ferð. Vagnarnir hafa verið hressilega endurnýjaðir, og svo er m.a.s. boðið upp á frítt dagblað og allt.
Annars er allt gott að frétta úr Árbænum, litla Dís er algjör pissudúkka og Fluga er búin að taka hana í sátt. Við höldum samt okkar striki í húsþjálfuninni, enda ekki alveg hægt að ætlast til þess að 10 vikna hvolpur sé orðinn húshreinn ;) Annars er Magga systir svo yndisleg, að hún kíkir á skotturnar mínar á daginn á meðan að ég er í vinnunni. Munar sko alveg helling um það ! (Takk takk skvís :D)
Þessa vikuna hef ég tvisvar náð að hjóla í og úr vinnu. Já, ég sagði satt, ég hjólaði. Þetta er alls ekki eins langt og það lítur út fyrir að vera, og er satt best að segja nokkuð fljótfarið. Á leiðinni í vinnuna allavegana. Ég er svona sirka helmingi lengur á leiðinni heim samt...
En þetta er samt bara snilld, skil ekki af hverju maður var ekki löngu byrjaður á þessu, en núna var það líka þetta fáránlega bensínverð sem ýtti manni út í að leita annara leiða til að komast á milli staða. Annars þarf maður nú að fara að venjast þessu hjóleríi ef maður stefnir á að flytjast í baunalandið í haust. Um að gera að byrja sem fyrst ;)
Jæja, þangað til næst
föstudagur, júní 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli