Um kæruleysi. Já, Silja litla var kærulaus !
Eins og sumir vita þá hef ég hægt og rólega farið að taka upp danska siði, til að undirbúa mig betur undir flutninginn og svona. Einn af siðunum sem ég hef byrjað á er að hjóla út um allt, hjóla í vinnuna og út í búð ef þarf og svona. Nema hvað, að þegar Silja litla fór og keypti sér hjól, þá lét hún nú setja ýmislegt á það sem hún taldi þurfa (bretti og svona) en hún gleymdi að kaupa einn hlut.
Hjálm.
Svo fór Silja litla að hjóla í vinnuna í morgun. Alveg grandalaus brunaði hún um stígana, og brunaði víst aðeins of hratt, lennti fyrir utan veg og á steinum. Og FLAUG af hjólinu. Já það er víst rétt. Ég datt !
Og hafði auðvitað engann hjálm (og ég sem fer ekki á bak hjálmlaus). En það fór nú betur en á horfðist. Ég stóð upp, með smá skrámur hér og þar, ekkert alvarlegt. En síðan þegar ég var komin á ferð aftur er mér litið niður, og mig hryggir að tilkynna að fallið náði víst einu fórnarlambi.
Forláta Adidas stakkur sem ég var í, var rifinn í tætlur !
Þannig að ef þið þekktuð stakkinn, og þótti jafnvel vænt um hann, þá þykir mér leitt að þurfa að tilkynna ykkur fráfall hans. Hvíl í friði, blái stakkur.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli