Já, þó svo að maður sitji fyrir framan tölvuna allan daginn alla daga, þá gefst ekki alltaf mikill tími til að blogga.
Anyhow
Það er nú sitthvað búið að gerast “síðan síðast”. Við fórum á Landsmót, mótið var skemmtilegt, aðstaðan á tjaldsvæðum ÖMURLEG !!! En það bætti þó aðeins úr skák að Gosi minn kom heim með gullverðlaun af Landsmóti, og flokkast því sem “landsmótsvinner”. En mamma og Brynja tóku þátt í fyrstu Þolreið Landsmóts hestamanna, þar sem að riði var annars vegar frá Selfossi og að Þjórsjárbrú, og hins vegar frá Þjórsárbrú og inn á mótssvæðið (svona boðhlaupsþolreið). Þær stöllur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þolreiðina, fengu svaka dollu og flugmiða í verðlaun. Ekki amalegt hjá þeim, en núna get ég með sanni sagt að ég á Landsmótsvinner !
En eins og ég sagði þá var mótið skemmtilegt, náði að hitta Drífu og litla yndið hennar, sem er bara æðisleg !
Við horfðum svo á hestinn sem við áttum pantað undir með Artemis vinna A flokkinn, hann Aris frá Akureyri. Það vildi reyndar svo skemmtilega til að þegar við sátum í brekkunni sest maður við hliðina á okkur. Svo þegar A flokkurinn byrjar þá byður hann Valda um að benda sér á Aris, sem Valdi gerir, og svo kom það upp úr pottinum að þetta var semsagt rætkandi Arisar, og við náðum að kjafta hressilega við hann. Alltaf gaman að fá “insider info” um hestinn, þ.e.a.s. hvernig hann var í uppvexti, tamningu og svona. Það skiptir líka máli, og jafnvel meira máli heldur en það sem þú sérð beint fyrir framan þig þegar hesturinn mætir “tilbúinn” á völlinn í dóm eða í keppni. En svo þurfum við soldið að pæla hvað afkvæmið á að heita, því ég var búin að heita því að fyrsta hesturinn sem myndi fæðast undan Artemis myndi heita Ares (bróðir Artemisar í grísku goðafræðinni – nafnahefð í gangi sko) en það er varla hægt að vera með Ares, undan Aris. Þ.a. það gæti alveg farið þannig að ef það fæðist hestur að hann myndi heita Appolo, en það er auðveldara ef það kemur meri því þá höfum við Aþenu og Afródítu. En reyndar eigum við ekki allt folaldið heldur verður það í sameign með tengdó, þ.a. hún gæti alveg viljað hafa eitthvað um málið að segja. Þetta kemur allt saman í ljós.
En svo var Landsmótið búið, er búin að röfla aðeins yfir því á öðrum stöðum þ.a. ég nenni ekki að gera það hérna.
En um síðustu helgi skelltum við okkur í íþróttadeildinni í göngu, við ætluðum að ganga Leggjabrjót, og komumst alveg vel áleiðis en snérum við vegna veðurs. Frásögnina af ferðinni má finna á blogginu hjá Kötu ef þið viljið kíkja, en af gefnu tilefni ætla ég að ræna einni mynd frá henni til að sýna ykkur uppáhalds ferðamátann hennar Dísar.
Anyhow
Það er nú sitthvað búið að gerast “síðan síðast”. Við fórum á Landsmót, mótið var skemmtilegt, aðstaðan á tjaldsvæðum ÖMURLEG !!! En það bætti þó aðeins úr skák að Gosi minn kom heim með gullverðlaun af Landsmóti, og flokkast því sem “landsmótsvinner”. En mamma og Brynja tóku þátt í fyrstu Þolreið Landsmóts hestamanna, þar sem að riði var annars vegar frá Selfossi og að Þjórsjárbrú, og hins vegar frá Þjórsárbrú og inn á mótssvæðið (svona boðhlaupsþolreið). Þær stöllur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þolreiðina, fengu svaka dollu og flugmiða í verðlaun. Ekki amalegt hjá þeim, en núna get ég með sanni sagt að ég á Landsmótsvinner !
En eins og ég sagði þá var mótið skemmtilegt, náði að hitta Drífu og litla yndið hennar, sem er bara æðisleg !
Við horfðum svo á hestinn sem við áttum pantað undir með Artemis vinna A flokkinn, hann Aris frá Akureyri. Það vildi reyndar svo skemmtilega til að þegar við sátum í brekkunni sest maður við hliðina á okkur. Svo þegar A flokkurinn byrjar þá byður hann Valda um að benda sér á Aris, sem Valdi gerir, og svo kom það upp úr pottinum að þetta var semsagt rætkandi Arisar, og við náðum að kjafta hressilega við hann. Alltaf gaman að fá “insider info” um hestinn, þ.e.a.s. hvernig hann var í uppvexti, tamningu og svona. Það skiptir líka máli, og jafnvel meira máli heldur en það sem þú sérð beint fyrir framan þig þegar hesturinn mætir “tilbúinn” á völlinn í dóm eða í keppni. En svo þurfum við soldið að pæla hvað afkvæmið á að heita, því ég var búin að heita því að fyrsta hesturinn sem myndi fæðast undan Artemis myndi heita Ares (bróðir Artemisar í grísku goðafræðinni – nafnahefð í gangi sko) en það er varla hægt að vera með Ares, undan Aris. Þ.a. það gæti alveg farið þannig að ef það fæðist hestur að hann myndi heita Appolo, en það er auðveldara ef það kemur meri því þá höfum við Aþenu og Afródítu. En reyndar eigum við ekki allt folaldið heldur verður það í sameign með tengdó, þ.a. hún gæti alveg viljað hafa eitthvað um málið að segja. Þetta kemur allt saman í ljós.
En svo var Landsmótið búið, er búin að röfla aðeins yfir því á öðrum stöðum þ.a. ég nenni ekki að gera það hérna.
En um síðustu helgi skelltum við okkur í íþróttadeildinni í göngu, við ætluðum að ganga Leggjabrjót, og komumst alveg vel áleiðis en snérum við vegna veðurs. Frásögnina af ferðinni má finna á blogginu hjá Kötu ef þið viljið kíkja, en af gefnu tilefni ætla ég að ræna einni mynd frá henni til að sýna ykkur uppáhalds ferðamátann hennar Dísar.
En við erum búnar að plana að endurtaka leikinn seinna, áður en ég fer út. Það er sko alveg á hreinu ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli