Jahá
Það er ekkert lítið sem er að gerast hjá manni þessa dagana ! En við skulum byrja á byrjuninni og viðhalda þessum “dagbókarfíling” sem virðist vera kominn á blogghefðina hjá mér.
Við Fluga skelltum okkur í vinnupróf DÍ um daginn. Prófið, framkvæmd þess og dómstörf voru líkt og maður á von á hjá svona góðum klúbb, og vonandi heldur þetta áfram með þessu móti. En við byrjuðum s.s. um morguninn á hlýðni I prófinu, við Fluga mættum tímanlega (Dís var reyndar með líka en hún var í bílnum á meðan). Þegar búið var að merkja út svæðið og hundar og dómari voru tilbúnir hófst prófið á “að skoða tennur”, Fluga stóð sig mjög vel og reisti sig ekki upp heldur sat sem fastast eins og þaulvanur sýningarhundur :Þ Við fengum allavegana 10 fyrir þann hluta, sem varð reyndar eina tían þennan daginn hjá okkur. Í atriðinu að liggja kyrr í hóp þá var Fluga komin í rétta stöðu, en ég var ekki nógu skýr þ.a. þegar ég lagði af stað frá henni þá fylgdi hún mér eitt skref. Hún lá samt sem fastast allan tíman, haggaðist ekki hænufet og leit ekki af mömmu sinni. 9 fengum við fyrir þetta atriði. Aðrar einkunnir er ég ekki alveg með í handraðanum en ég skelli inn einkunnarblaðinu þegar það kemur þ.a. ef ég bulla eitthvað með hinar einkunnirnar þá verðiði bara að fyrigefa mér það. Hælganga í taum gekk vel, nema hvað að það er alltaf sama “problemið”, þ.e. hún heldur sig alltaf 30 cm frá fætinum á mér. En kontaktinn var fínn og “automatic sitt” því sem næst fullkominn. Við fengum 8,5 fyrir þennan þátt. Hælganga laus gekk svo alveg glimrandi, flottur kontakt og við bara smullum saman þarna, enda fengum við 9 fyrir hælgöngu laus og ég var alveg himinlifandi því þetta er það atriði sem hún var slökust á í síðasta prófi. “Liggið” í liggja á skipun er ekki nógu hratt þ.a. við fengum ekki fullt hús stiga þar og að stoppa á göngu var greinilega eitthvað ryðgað líka (ekki búin að æfa það mikið undanfarna daga... vikur.... mánuði... ) þ.a. ekki var fullt hús stiga þar heldur. Svo kom að síðasta atriðinu, hoppa yfir hindrun, sem reynist henni gífurlega auðvelt eftir að hafa stundað hundafimi alla æfi. En nei, Silja litla klúðraði aðeins þarna og var ekki með nógu skýra hælskipun áður en ég lagði af stað þ.a. Fluga sá hoppið og ætlaði af stað (enda vissi hún sko alveg hvað hún átti að gera !!) þ.a. þar fengum við bara 9,5. En hey, þetta var nánast fullkomið. Svo var ég líka rosalega ánægð með einkunina fyrir samstarfsvilja en þar skoruðum við 9 !! Bara sátt ! En þrátt fyrir að við höfum “misst niður” þrjár tíur þá lækkuðum við einkunina okkar frá síðasta prófi bara um 0,5 stig og við stóðum uppi með 181 stig og meira að segja fyrsta sæti ! Ef við værum úti þá myndi okkar vanta eina fyrstu einkun í viðbót til að verða LP I :D
En Fluga er s.s. komin með smá forskot á að verða “dobermann hundur ársins” hjá DÍ hehe
En já að öðru, ég fékk afar skemmtilegt email í vikunni þar sem að mér bauðst íbúð á Kollegie í Albertslund, sem ég stökk á með látum !!! Íbúðin er reyndar lítil, soldið mikið lítil, alveg 25 fermetra lítil, en ég þarf svosem ekki svo mikið í rauninni. Svo kom bréfið frá skólanum heim í gær þ.a. það er orðið fullkomlega formlegt að ég er komin inn í dýralæknanámið. Þannig að núna er ég búin að skrifa undir leigusamninginn, búin að kaupa flugmiða og allt að verða ready. En ég fer s.s. út 18 ágúst.....
Eftir 17 daga
Scheize !
föstudagur, ágúst 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli