sunnudagur, ágúst 24, 2008

Jæja fréttaþyrsta fólk

Eruð þið búin að bíða lengi eftir Danmerkurfréttum ???

Tjahh ef ekki þá getiði bara kíkt eitthvað annað hehe

En hérna koma samt Danmerkurfréttir (Brace yourself, þetta verður LANGT)

Ferðin hingað gekk fínt, flugið áfallalaust og ég hitti Guðríði á vellinum og við röltum saman út í vél. Ég reyndar keypti nú mjög lítið á vellinum, nema forláta myndavél (ekki veitti af, hræðilegt að geta ekki tekið myndir til að sýna ykkur). Við komum svo af flugvellinum, tókum leigubíl af vellinum til Albertslund Kollegium í Morbærhaven og komum á svona líka réttum tíma því skrifstofan er ekki opin nema á milli tvö og hálffjögur á virkum dögum... Já ég veit, Danir...

Svo fékk ég lyklana, fann íbúðina og hún er bara svona líka sæt, þægileg stærð og með Brandspanking new ísskáp.

Hurðin mín, íbúðin er númer 18-23


Og m.a.s. búið að merkja mér íbúðina híhí


Og svo sést svona inn í hana, afsakið draslið á gólfinu hehe, ekki búið að ganga frá því þarna





Eldhúsið mitt


Og svo baðherbergið - óvenju stórt m.v. danska staðla


Við komumst í Jysk þennan dag og keyptum sæng, kodda, handklæði og eitthvað smotterí. Þá um kvöldið kíktum við aðeins niðrí bæ að hitta vini Guðríðar, og Guðríður lenti í því leiðindaatviki að tapa töskunni sinni með veskinum og símanum og öllu draslinu... Ömurlegt !

Daginn eftir byrjaði prógramið, við mættum í skólann um hálf tíu, hálftíma of seint þar sem að við tókum óvart strætóinn í vitlausa átt. En þegar við loksin mættum fórum við í hópana okkar og það var stanslaust prógramm allan daginn, allskonar team building leikir til að hjálpa fólkinu að kynnast og svona. Þá kom fyrsta alvöru reynslan á dönskukunnáttuna hjá manni en hún var skárri en ég hélt. Við fengum svo svakalegt Welcomeshow, með svakalegum atriðum, nekt og öllum pakkanum.

En þegar þessum degi lauk, kom svo að Rusturnum. Og það var sko SVAÐALEGUR túr !

Það var soldið vesen fyrir okkur að koma öllu draslinu og hjólinu niður í skóla þar sem að ferðin okkar var hjólaferð. En við komumst niður í skólann á endanum, og m.a.s. á réttum tíma. Svo skelltum við farangrinum okkar í hrúguna, hittum Sonju skvísu sem fór í sömu ferð og við, og fórum svo í hjólahópana okkar. Ég var Jernhest og við fórum fyrst af stað. Á leiðinni stoppuðum við á nokkrum stöðvum þar sem við áttum að leysa ýmsar þrautir og fengum stig fyrir, og svo fengum við auka stig fyrir að búa til alskonar lög, gefa eldri nemunum bjór, knús, kossa og ég veit ekki hvað og hvað.





Allt í allt hjóluðum við einhverja 30 kílómetra þennan daginn, og þar sem að þetta er allt flatt þá varð maður nú ekkert svakalega þreyttur.

En, þegar við komum á leiðarenda, þá blasti nú við áhugaverð sjón. Ég vissi að við vorum að fara að gista í tjöldum, og að þetta væri útileiga, en það sem beið okkar hefði ég aldrei látið mér detta í hug !

Sjáiði bara sjálf


Tjaldbúðirnar - matartjaldið og partýtjaldið


Og svo röltum við okkur að fara að tjalda tjaldinu okkar


Grindin átti s.s. að líta svona út (sem hún og svo gerði)


Byggingarefnið fyrir tjaldið okkar


Tjaldið að verða tilbúið (var búið til úr trjábjálkum og segldúk)


Annar hópur að byggja tjaldið sitt


Svo skoðuðum við okkur aðeins um svæðið og biðum eftir hinum hópunum. Við vorum staðsett við stöðuvatn sem var hægt að synda í (og það gerðu það nú flestir). Svo var eldað fyrir allan hópinn og farið að sofa. Ég komst að því að svefnpokinn minn var ekki alveg gerður fyrir að sofa í utan dyra (furðulegur svefnpoki það, en þetta fær maður þegar maður verslar ódýrt í Jysk) og ég hristist og skalf alla nóttina... Ég svaf svo í öllum fötunum allan tímann, innvafinn í svefnpokann, og hristist og skalf allar næturnar.

Næsta dag vorum við vakin með látum klukkan átta um morguninn, en við höfðum s.s. flutt klukkuna fram um tvo tíma m.v. danskan tíma til að nýta sólarljósið sem best, þ.a. klukkan var 6 að dönskum tíma, og 4 að íslenskum tíma. Þær voru mættar nokkrar til að draga fólkið í morgunleikfimi með svaðalega hallærislegum barnalögum. Ótrúleg orka alveg hreint !

Svo var svaka prógram allan daginn með leik sem gekk út á það að við áttum að finna matinn okkar út um allan skóg. Við fórum á ýmsar stöðvar, þar sem við fengum svo stig fyrir frammistöðu, söngva, smeðjuskap, knús, kossa og hvað við náðum að gefa leiðbeinendunum mikið öl. Þennan dag fékk ég að prófa nokkuð sem ég hef ekki enn prófað, en það var að veiða þessa líka fínu laxa, flestir hátt í 10-12 pund, með berum höndum !

Hópurinn kominn saman - ég var blár bavíani - hence the costumes


Svo voru rauðu birnirnir


Og grænu mömburnar


Og svo byrjaði enn eitt leikritið - Danirnir fá allavegana 10 af 10 mögulegum fyrir ímyndunarafl


Og auðvitað fylgjast allir rosalega vel með


Meira skemmtilegt leikrit


Og svo tók ég engar myndir fyrr en við komum að þessari stöð


Og já, ofan í barnasundlauginni voru 5 laxar sem við áttum að veiða - með berum höndum


Og sumir skelltu sér svo bara út í


En ég setti svo bara myndavélina niður og fór að veiða, og tókst að veiða tvo laxa alveg sjálf !!! Alveg ákveðin tækni við það sko !

Svo fórum við á flóðhestaveiðar


Fíni flóðhesturinn


Ágætis vegalengd sem við áttum að kasta


Svo var fiskurinn okkar náttúrulega eldaður og borðaður - smakkaðist líka svona vel


Hafði ekki prófað eldbakað, innbakað ferskan lax áður


Daginn eftir mættu nokkrir dýralæknar til að ræða við okkur um starfsmöguleika fyrir dýralækna að námi loknu og svona, og einn hafði líka svona fínan fylgdarsvein



Á laugardeginum rigndi svo, og rigndi og rigndi og rigndi sem endaði með því að við fórum heim degi fyrr en ætlað var og komum því heim í gær.

Allt á floti í tjaldinu mínu


Og meira á floti


Og það rigndi og rigndi


Tjöldin útbúin fyrir rigninguna


Og eina tjaldið sem stóðst veðrið var tjaldið hjá hópnum hennar Sonju en þau voru svo sniðug að tjalda inn í skjóginum


Svo drösluðum við draslinu okkar og hjólunum með okkur, fundum hótel sem hringdi á leigubíl fyrir okkur og við fórum heim.

Við gerðum s.s. nákvæmlega sömu mistökin og furðulegu útlendingarnir sem koma heim til Íslands og eru hreinlega engan vegin nógu vel útbúnir fyrir íslenska verðáttu. Við vorum engan vegin viðbúnar danskri veðráttu og engan vegin útbúnar fyrir útileigu í danski veðráttu (þar sem rignir reyndar alltaf bara beint niður og aldrei á hlið...

En núna byrjar skólinn í fyrramálið, það verður fjör !!! Munið svo bara að fylgjast vel með.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Híhí svo gerum við grín af útlendingunum í rigningu á Íslandi :P Finnst þetta nú bara vera flott íbúð :D Heldur stærri en fyrsta íbúðin sem hún Silja hans Benna (nú byrjar það :P ) var í, þar sem sturtan var vaskurinn með sturtuhaus :) hehe
Flottir bavíanar þar á ferð ;)
Ekki margir líka sem geta sagst hafa veitt lax með berum höndum, bara orðin algjört náttúrubarn ;) hehe
Vertu svo dugleg að blogga svo maður geti njósnað aðeins um þig :D

Unknown sagði...

Híhí ekki málið, fréttirnar á ekki eftir að vanta :Þ

En já, það er tækni við að veiða lax með berum höndum, er allt í því hvar maður grípur um hann því þeir eru sleipir eins og ég veit ekki hvað og þvílíkt öflugir !!!

En já, við Silja þurfum að gera eitthvað kerfi svo fólk viti hvern er verið að tala um hehe

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa fréttirnar, virðist vera almennileg móttaka á nýnemum hjá þessum skóla! :D

Nafnlaus sagði...

Æðislega gaman að fá svona blogg!
Hún Dís er alger tík!! Hún stjórnar heimilinu með harðri hendi og finnst ókunnugir hundar sem ekki kunna "hunda"siði ljótir! Held hreinlega að hún ætli að verða alveg eins og hún Fluga!

Púki er reyndar ekta stóri bróðir og leyfir henni að gera ýmislegt, en tekur í taumana þegar hún gengur of langt við að naga á honum eyrun or sum.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar