Og er þá ekki bara ákjósanlegt að rita nokkur orð. Leynigesturinn er búinn að vera hérna hjá mér í góðu yfirlæti og reyndist alveg frábær félagsskapur fyrir litla námsmanninn. Ég er reyndar aðeins búin að breyta til hjá mér hérna í litlu íbúðinni minni. Við Guðríður skelltum okkur í IKEA stuttu eftir komuna aftur út og versluðum aðeins inn. Ég keypti mér skrifborð, snilldar stól og svo.... daddara - Gardínur !!!
Þ.a. núna er ég ekki lengur með "bráðabirgðargardínurnar" og komin með almennilegar fínar gardínur. Það er smá breyting á íbúðinni, en hún er bara til hins betra þar sem að ég er loksins komin með almennilega lærdómsaðstöðu hérna heima og hún hefur sko verið vægast sagt mikið notuð.
Hérna er nýja skrifborðið
Og auðvitað gardínurnar - bætti svo við veggskrautinu sem ég er lúmskt ánægð með :D
Leynigesturinn var ekki lengi að koma sér fyrir á borðinu þegar það var komið upp - takiði eftir bráðabyrgðagardínunni :P
Og hann er stórgóður lærdómsfélagi
Kisi litli ætlar svo með flugi á klakann á miðvikudaginn þ.a. þá verð ég aftur ein, en það er svosem í lagi því að Kata kemur á fimmtudaginn og planið er að eyða helginni í að leika sér bara ! Er extra dugleg að læra núna þ.a. ég fái minna samviskubit í yfir að taka mér frí yfir helgina. En ég er s.s. að fara í "helgarferð til Köben" um helgina og fæ að njóta þess aðeins að túristast í jólafílíngnum í miðbænum og jóla-Tivolí.
En já, eftir nokkra mánuði hérna í Köben er maður alveg búinn að komast að því að það eru kostir og gallar við að búa hérna. Stærsti gallinn náttúrulega er sá að allir vinir og ættingjar eru heima á klakanum, þ.a. þegar maður er í klemmu, eða t.d. fastur um miðja nótt einhversstaðar þá hefur maður engann sem maður getur fengið til að bjarga sér. Allavegana, ástæða þessara pælinga er s.s. sú að á laugardaginn var spilakvöld heima hjá hinni Siljunni. Við skemmtum okkur langt fram eftir kvöldi, og greinilega aðeins of langt frameftir, því þegar við ætluðum heim þá var næturstrætóinn sem stoppaði þarna fyrir utan hættur að ganga þ.a. við þurftum að rölta aðeins til að finna aðra stoppistöð þar sem að síðasti næturstrætóinn var ekki farinn. Við biðum eftir honum og komumst niður á Ráðhústorg til að taka strætóinn okkar heim. Eeeeeen, þegar við komum þangað var klukkan 5:20 og síðasti strætóinn okkar var farinn...
Þá var ekkert annað að gera en að rölta niður á lestarstöðina og sjá hvenær fyrsta lest færi. Þar hinkruðum við eftir fyrstu lestinni, sem fór klukkan tíu mínútur yfir sex. Eeeeeen, þegar við komumst svo upp í Glostrup og ætluðum að taka strætó þaðan, líkt og venjulega, þá voru næstum því tveir tímar í fyrsta strætó. Þ.a. við enduðum á að taka taxa síðasta spottann. Við vorum ekki komin heim fyrr en rétt fyrir sjö um morguninn, og höfðum verið nánast tvo tíma á leiðinni...
Þetta hefði ekki gerst ef maður hefði haft bíl. Stundum sakna ég þess alveg ferlega að vera ekki bíllaus og hafa bara hjólið og danska samgöngukerfið til að komast á milli. Það er alveg ótrúlegt miðað við það hvað danirnir hreykja sér af fullkomnum almenningssamgöngum, hvað það tekur alltaf hræðilega langan tíma að komast á milli staða! Það er algjörlega fyrir ofan minn skilning af hverju þetta þarf að vera svona, því það mætti t.d. alveg klakklaust fækka strætóskýlum um helming, því blessaður strætóinn er ALLTAF að stoppa.
En jæja, ég er örugglega búin að röfla nóg um þetta :P
Já og svona að lokum, þá fékk ég yndislegan pakka í dag. Valdi sendi mér litla sjónvarpið mitt sem ég fékk í fermingargjöf, þ.a. núna er ég loksins komin með sjónvarp í baunalandinu og aumingjans tölvan mín þarf ekki lengur að vera sjónvarpið mitt ásamt öllu öðru. Hefur mætt töluvert á henni hingað til :) En núna er planið að nota blessaðann imbakassann aðeins til að bæta dönskukunnáttuna, horfa á danskar fréttir og hlusta á danskt mál. Svona lærði ég enskuna þ.a. vonandi hjálpar þetta líka til við dönskuna mína.
Annars er þetta orðið ágætlega langt þetta skiptið, og ég sem ætlaði eiginlega bara að sýna ykkur breytingarnar á íbúðinni :) Ég er farin að kúra með kúrisjúka köttinn mér við hlið og sjá hvor ég sofni ekki hvað og hverju
Þangað til næst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hlakka til að hitta þig :D
OOOO ég líka !!!
SAMMÁLA SAMMÁLA SAMMÁLA með danskar samgöngur!!! Það eru um 6km fyrir mig í skólann og það tekur mig 30mín í strætó þar sem hann er ALLTAF að stoppa! En hefuru tekið eftir því hvað það eru margir í strætó sem fara bara EINA stoppistöð??
Bíða kannski í 10mín eftir strætó til að fara út á NÆSTU stöð sem hefði kannski tekið 3mín að labba!!!
Furðulegt :O
Flott nýju húsgögnin og gardínurnar ;)
Ooooo ég veit, danir eru stórfurðulegir. Annars held ég að ég viti ástæðuna fyrir þessu... Danir eru algjörlega ófærir um að labba, fæturnir á þeim virka ekki eins og á öðru fólki. Er líklega tilkomið vegna þessa svakalega flatlendis, en þeir nota alltaf eitthvað farartæki til að komast á milli staða, jafnvel bara nokkur hundruð metra. En það er í alvöruni fáránlegt að það sé hægt að standa á einni stoppustöð og sjá þrjár aðrar á sömu leið bara með því að kíkja í kringum sig...
Annars hafa þeir líka þetta furðulega mottó - að það séu alltaf mest 500 metrar í næsta strætó, lest eða metro. Þ.a. allt draslið stoppar alltaf á kílómeters fresti...
Já og fyrir þá sem búa ekki í DK og skilja ekki þetta raus í okkur íslendingunum í baunalandinu, þá er þetta gremja sem er búin að krauma í soldinn tíma...
Úff já kannast við þessar samgöngur, held að lífið í DK hefði verið mun auðveldara ef maður hefði átt bíl, eða bara vespu það hefði alveg hjálpað heilmikið! En góða skemmtun til ykkar Kötu, tívolíið er æði í jólabúningnum :) Mæli líka með að kíkja á Ripley's og draugadæmið þarna hinum megin við Ráðhústorgið. (það var líklega sama safnið, man það bara ekki alveg).
Skrifa ummæli