miðvikudagur, desember 03, 2008

Það er ekkert betra í köldu veðri -

En heitur grjónagrautur. Hann er reyndar ekki eins góður ef það vantar lifrarpylsuna, en tjahh, ég lifi. Annars er farið að snjóa aftur í Köben og það er sko kalt eftir því.

En ég er enn að jafna mig eftir síðustu helgi, Kata kom í heimsókn í baunalandið og við áttum svona "Helgarferð í Köben" helgi. Það var mikið skemmtilegt gert, fórum í dýragarðinn, jólatívolí, Strikið, Kristjaníu, Nyhavn, Kongens Nytorv og kíktum örlítið á nýja hótelið okkar Íslendinga, D'anglaterre. Ég fór og gisti hjá þeim í íbúðinni sem þau voru með út á Amager, þ.a. ég bara sparaði og sparaði og sparaði í ferðakostnað :P

En þetta var svo ótrúlega gaman að ég er næstum ennþá eftir mig :D Kata, við þurfum að endurtaka þetta aftur einhvern daginn, hvort sem það verðum bara við tvær eða ekki !

Núna er það svo bara skólabækurnar sem kalla... hátt.

Já og það eru 10 dagar þangað til ég kem heim aftur !!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha já.

Er ekki ennþá búin að taka upp úr töskunum (leti i know) og þegar það gerist þá endi ég inn video af okkur í fallinum ;)