sunnudagur, desember 14, 2008

Komin á klakan

Og það fyrsta sem ég gerði var að leggjast í rúmið og fara að sofa...

Tjahh reyndar ekki alveg það fyrsta, það fyrsta sem ég gerði var að komast af flugvellinum og heim og svona, en tjahh, þið skiljið hvað ég á við. Ég gerðist s.s. svo gáfuð að kíkja á föstudagskvöldið í heimsókn til Ebbu og planið var að við Ebba og Guðríður ætluðum að kíkja á Hanann, sem er barinn á Kollegíinu sem við búum á. Við skemmtum okkur svo vel að við hreinleg gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað klukkan var fyrr en um sex um morguninn...

Og ég átti eftir að pakka.

Þ.a. í staðinn fyrir að fara heim og leggja sig fyrir flug skellti ég mér í að pakka og hélt mér vakandi þangað til að við Guðríður ætluðum að fara á völlinn, og svo fengum við leigubíl (alveg óvænt... en það er nú önnur saga sem er ekki birtingarhæf svona opinberlega...) og komum á flugvöllinn - fjórum tímum fyrir flugið mitt... (leigubíllinn sko, hann var talsvert mikið fljótari en almennings samgöngur í DK :P). Ég náði eitthvað pínu að dotta í fluginu en það var nú varla mikið, en það sem ég sofnaði hratt og vært um kvöldið, fílahjörð hefði ekki getað vakið mig !!!

Engin ummæli: