sunnudagur, apríl 26, 2009

Já fínt já sæll !!

Eigum við eitthvað að ræða veðrið hérna ! Ég fór út að skokka áðan og gerði þau drastísku mistök að fara alveg svartklædd, og ég kafnaði næstum því á leiðinni. Það er klárlega enginn smá munur á loftslagi hérna í baunalandinu og heima. Sól trítlaði með mér móð og másandi og var fljót að stökkva á vatnsdallinn þegar við komum heim, svo heitt var úti, og algjört logn og ekki ský á himni. Ég held allavegana að maður geti ekki mikið kvartað yfir verunni hérna og þetta á bara eftir að batna.

Annars er heimþráin aðeins farin að kikka inn, og ég hef sagt það áður, að það eru furðulegustu hlutir sem ég sakna. Ég var t.d. að horfa á Top Gear í sjónvarpinu, þar sem þeir félagar voru að reynsluaka tveggjasæta sportbílum á söndum og malarvegum og hlykkjóttum malbikuðum vegum hér og þar á klakanum, og ég sver það að það kikkaði inn smá heimþrá. Ég sakna þess að keyra á þessum vegum sjálf, ég sakna þess að hafa útsýni og ekki bara stanslaus tré og tré og tré alls staðar ! Já, komið á listann yfir það sem ég sakna að heima er s.s. bíllinn minn. Það sem þetta tæki veitir manni einhvern veginn mikið frelsi, það er bara ótrúlegt. Ekki það að ég veit ekkert hvort við eigum eftir að taka hann út eða ekki, það kemur bara í ljós, því það er sko ekki ódýrt að reka einkabíl hérna í baunalandinu, því dananum finnst það ótrúlega skemmtilegt að hafa vit fyrir fólki með því að gera hluti sem eru óhollir fyrir umhverfið (s.s. rekstur einkabíla) dýra og gera hluti sem eru góðir fyrir umhverfið (s.s. að fara með allar flöskur í endurvinnslu) ábótasama.

Ein af ástæðunum fyrir því að mig er farið að lengja í bílinn minn núna er sú að ég er að fara með litlu músina til Ålaborgar um næstu helgi á sýningu, og lestarferðin þangað tekur næstum því 5 tíma. Ég er lengur að taka lest til Ålaborgar en ég er að fljúga heim. Þetta er mjög spennandi en ég veit bara ekkert hvað ég á að gera af mér svona lengi í lest. Þær eru reyndar svo tæknivæddar hérna úti að það er internet samband í þeim og rafmagnstengi þ.a. ég ætti að geta verið í netsambandi á leiðinni og jafnvel náð að læra. Annars erum við Sól að reyna að vera duglegar að æfa okkur fyrir sýninguna, skoða tennur og standa upp á borði og ganga í taum, sem er það sem hún er best í í augnablikinu. Hitt er allt að koma og verður örugglega orðið flott fyrir næstu helgi, við höfum ennþá alveg nægan tíma.

Annars er ég búin að eiga alveg ótrúlega skemmtilega helgi, Guðríður er búin að vera með vinkonur sínar í heimsókn hjá sér um helgina og Ebba og Indriði fóru til Århus þ.a. við erum búnar að vera duglegar í "heimsókn" hjá Ebbu í LIPS og Party og Co. Við kíktum líka á hanann og skemmtum okkur stórvel, allavegana á föstudagskvöldinu, laugardagskvöldið var uhm, ehm... eiginlega bara lame. En föstudagskvöldið bætti það sko samt alveg, við komum ekki heim fyrr en um morguninn, eftir drykkju, dans og skemmtun. Já og ég átti frumraun mína í að snyrta hár á strák. Vinur hans Kaspers, nágranna Ebbu og Indriða, hafði s.s. gert tilraun til að raka á sig mohawk, en rakvélin dó í miðjum klíðum og hann leit vægast sagt asnalega út, þ.a. Siljan litla kom til bjargar og vippaði upp hundarakvélinni minni og bara rakaði hann. Er enn hissa á því hvað það kom vel út. Það er sko alltaf að fjölga í "einu sinni þegar ég bjó í Danmörku" sagnasarpinum.

3 ummæli:

Margret I. sagði...

Frænka min fluttist til Noregs timabundid og hun gat tekid bilinn sinn med ser og haft hann a islenskum numerum og greitt af honum a Islandi i 1 ar a medan hun var i Noregi, tetta er eitthvad samkomulag milli nordurlandanna held eg, myndi ath hvort tetta gildi lika um Dk.. eg gæti ekki lifad an bils! Eg man samt tegar eg bjo i Dk og ta var verid ad tala um ad hækka øll bilagjøld svo folk tæki frekar stræto. Mer finnst tad faranlegt, sumir VERDA ad eiga bil, og tad er ekki endilega rikt folk!

Margret I. sagði...

setti vitlausa adressu hja mer.. tad er blogspot.com ekki is...

Unknown sagði...

Já það virkar eins hérna líka, get farið með bílin út og haft hann í ár án þess að umskrá hann. En það er samt ekkert svo ódýrt að reka hann hérna því miður. En þetta kemur allt í ljós. Mig langar samt bara í bíl :(