Já, helvítis sniglarnir eru víst komnir aftur. Það er fátt eins ógeðslegt eins og að ganga um í sakleysi sínu, horfandi á stjörnurnar í að kvöldi til, og stíga á stórann og stæðilegan snigill. Með kuðungi og öllu. Ógleðistilfinningin sem hleypur upp og niður hrigginn á mér þegar ég stíg á eitt svona kvikindi.... ojjjj
*hljóp fram á klósett til að kúgast*
En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.
En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".
Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.
Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.
En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.
Sól ferðbúinn, búin að pakka
Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana
Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"
Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn
Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)
Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum
Göngugata Ålaborgar
En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.
Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli