Þjálfunarandinn er algjörlega kominn yfir mig, og ég er að rótast í að finna mér agility klúbb og svona á svæðinu. Það er einn hérna ekki mjög langt frá mér, en ef ég skil síðuna hjá þeim rétt þá get ég ekki byrjað með "grænann" hund fyrr en í apríl, og fyrir mig er það bara allt of langt þangað til !!!
Við Dís erum samt aðeins að grautast í því að læra nýja hluti, við erum búnar að taka fram sýningarólina og erum að undirbúa okkur undir Kobenhagen Winner sem er eftir eina og hálfa viku, það verður spennandi. Í fyrsta skiptið í langan langan tíma sem ég sýni minn eigin hund !!
Svo erum við að leggja grunn að ýmsum hlýðniæfingum, erum að vinna í hæl, stoppa á göngu, kontakt. En ég er samt að rekast á allt aðra veggi við þjálfun á henni en á Flugu og Sófusi. Kanski er það hitinn hérna úti sem er að spila inn í en hún er mikið fljótari að verða þreytt en t.d. Fluga er. Þetta lagast kanski þegar við erum komin í stærri íbúð og ég get farið að bæta við svona smá trix kennslu innan dyra líka.
En allavegana, smá svona yfirlit, meira bara fyrir mig en fyrir ykkur :
* Hælganga - erum að vinna í réttri staðsetningu, er komin með hugmynd um það hvernig ég bæti hana. Hún er treg að setjast og vill frekar standa, en það er miklu betra þegar við erum með nammi en ekki dót. Innkoma á hæl er hæg og við þurfum að bæta hraðann.
* Stopp - lærði það hrikalega hratt, miklu hraðar en ég átti von á. Er að útfæra það á tvo vegu, annars vegar sem grunn að stopp á göngu, og hins vegar sem grunn að annari æfingu sem er á hæsta level í keppnis hlýðni (innkall með stopp, sitt, og ligg á leiðinni)
* upp á - fara með framfætur upp á hluti, grunnur að trikki sem heitir fíllinn (elephant), þetta var hún búin að læra sem hvolpur, en þetta er þarna enn meira en ári seinna. Ég er að bæta við snúningnum, líka til að kenna henni að hún er með afturfætur sem er hægt að nota og búa til góðan "body awareness"
* hraði - næsta verk mitt er að bæta við responce hraða í stöðu ques, s.s. standa, sitja og liggja. Ætla að gera æfingarnar mjög einfaldar og bara verðlauna hraða. Núna horfir hún á mig eins og hún sé að spyrja "í alvörunni, viltu í alvörunni að ég leggist... ertu ekki að djóka, ég er alveg viss um að þegar þú baðst um þetta síðast varstu bara að djóka". Sit er reyndar orðið miklu betra hjá henni eftir hælæfingar, en ligg þarf að lagast og hún þarf að læra að fara í standa úr sit og ligg.
Þetta er s.s. planið hjá mér í bili. Já og svo að finna mér klúbb, er komin með bunch af síðum sem ég ætla að kíkja á, fann ræktanda að border collie og íslenskum fjárhundi sem titlar hundana sína í hlýðni og fimi og býr hérna rétt hjá mér (ætla að hafa samband við og sjá hvort hún geti bent mér á eitthvað sniðugt á svæðinu) og fleira skemmtilegt.
Annað sem hefur gerst síðan síðast...
Valdi er kominn út, ásamt öllu dótinu okkar, það er allt hérna inn í litlu íbúðinni, í kössum og meðfram veggjum og við bíðum spennt eftir því að fá leyfi til að fara inn í nýju íbúðina, en það er víst enn verið að vinna í henni. Hún verður þá klárlega extra fín þegar við komumst inn, er reyndar verið að setja nýjar skápahurðar þar inni sem er fínt því ég get ekki alveg sagt að þær sem eru núna séu eitthvað sérstaklega fallegar sko. Við getum allavegana með sanni sagt að íbúðin er svakalega troðin !
Svo er skólinn auðvitað byrjaður, ég komin á fullu í lesturinn og lít varla upp úr bókunum nema til að fara út með hundinn að leika. Ég pantaði mér svo anatomiubiblíuna um daginn af netinu, og er enn að bíða eftir því að hún komi hingað heim. Finnst hún reyndar taka soldið langan tíma, en hún er fokk stór og fokk þung og inniheldur ALLT !! Með því að kaupa hana af amazon er ég líklega að spara mér hátt í 800 DKK sem er sko vel þegið því hún er svakalega dýr !!! Allt í allt kostar hún 2500 DKK út í skólabókabúð, sem fer yfir 60 þúsund íslenskar. SEXTÍU ÞÚSUND fyrir bók ! En mér er sagt að þetta sér bara að byrja í bókakostnaði ... fjör !
En það er ýmislegt á prjónunum, þ.a. fylgist með ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Thu ert svo dugleg!! Vildi ad eg kynni ad kenna minum svona almennar æfingar!
-Hættu svo ad reikna yfir i islenskar kronur, thad er svo nidurdrepandi hehehe:)
hahaha já reyndar er ég alveg löngu hætt því, ég lifi í dönskum krónum í dag og er ekkert ósátt við það :P En þetta var svona smá til að sjokkera lesandann að sjá þetta svona "svart á hvítu" í íslenskum krónum hihi
Annars eru þessar æfingar auðveldari en þær virðast vera, og með aðstoð klikkers þá er þetta enn skemmtilegra :)
Já úff ég er í endalausum vandræðum með svona þjálfunarhópa. Byrjaði að æfa með Dobermann klúbbnum en svo þurfti að laga völlinn og því er öll starfsemi búin að liggja niðri í næstum ár. Schaferklúbburinn svara mér ekki, greinilega ekki kúl að vera með lítinn Pinscher :P
Svo fann ég Hundafimi hóp, en það er einmitt bara fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og ég hef ekki hugmynd um hvar ég kemst á byrjendarnámskeið... :-/
Algjört bras að byrja svona upp á nýtt í úglöndum...
haha vilja þeir ekki hafa Tecklupíslina með :P iss piss leiðinda schaferar !
En það er ekkert auðvelt að finna út úr þessum hlutum þegar maður er svona alveg út úr öllu. Maður þarf klárlega að finna einhvern sem veit þetta sem getur bent manni á það hvert maður á að fara !
Skrifa ummæli