mánudagur, október 05, 2009

Og þá kom október

Vá hvað mér finnst tíminn líða hratt, sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara í tvö próf í lok þessa mánaðar og svo aftur í janúar...

En haustið hefur farið vel með okkur hérna, sérstaklega þar sem við erum komin í stóra íbúð, búin að mála, pússa og hreinsa þá gömlu og skila henni. Nú er bara að bíða og sjá hvað ég fæ til baka af depositinu mínu því þeir eiga það alveg til að gera allann andskotann við íbúðirnar til að þurfa ekki að endurgreiða depositin, fjandans peningaplokk !

Við Dís skelltum okkur á Copenhagen Winner nú í mánuðinum og okkur gekk ansi vel saman hringnum í hringnum í fyrsta skiptið.



Hún endaði sem þriðja besta tík með fínan dóm (sem ég nenni ekki að standa upp og ná í til að pikka hérna inn, skal gera það seinna). En þetta var fyrsta sýningin okkar hérna úti og ekkert leiðinlegt að ganga svona fínt (í hausnum á mér var ég samt að fara að ná titli, en ég bý nú líka á bleiku skýi, alltaf soldið gaman á bleika skýinu mínu!). En við ætlum að rúlla til Herning í nóvember á síðustu sýningu ársins hjá DKK og hitta fullt af skemmtilegu fólki ! Sjáum til hvernig það fer.

En við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og VÁ hvað það er mikill munur, ég er komin með matreiðsluæði allt í einu, farin að baka og elda eins og hin besta húsmóðir. Reyndar kemur jólagjöfin frá mömmu núna síðustu jól sér ansi vel sem var stærsta matreiðslubók sem ég hef séð, með yfir 2000 ítölskum uppskriftum. Ég er svona að fletta í gegnum hana þegar ég gef mér tíma í það og ég er bara ekki frá því að hún kenni manni að matreiða ALLT ! Þ.a. núna ætla ég að læra að matreiða ítalskt. Er með nokkur tilraunardýr sem taka vel í þetta plan mitt.

Svo er næst á dagskrá að koma mér í gang í fiminni. Ég bjó mér til einfalt hopp í göngutúrnum okkar Dísar um daginn og er byrjuð að kenna henni Zik/Zak á vel staðsettu tré á túninu og svo enn í grunnþjálfun á öðru.

En jæja, þangað til næst (og við skulum sjá hvort ég afreki meira en eitt blogg í þessum mánuði, ég lofa engu samt... :Þ)

Engin ummæli: