fimmtudagur, október 08, 2009

Ég þarf að vera skemmtilegri

Já ég komst að þeirri undarlegu staðreynd í dag að ég þarf að vera skemmtilegri. Jájá ég má svosem alveg vera skemmtilegri í hinu daglega lífi, en ég er samt að tala um að ég þarf að vera skemmtilegri þegar ég er að þjálfa Dís (sorry mamma, annar hundapóstur en það er svosem ekki svo mikið annað sem ég get verið að blogga um). Við áttum smá "break through" í keppnihæls þjálfun í gær sem ég var rosa sátt við og svo kíktum við í göngutúr "með tilgangi" í dag, þar sem ég áttaði mig á þessu. Ég er ekki nógu skemmtileg. Ég er búin að vera að möndlast í þessu núna síðan við komum út því henni finnst skemmtilegra að vera aðeins of langt frá mér og tekur svona smalafjárhunda takta þar sem hún hleypur hringi í kringum mig í stað þess að stökkva á boltann og bíður eftir því að ég kasti.

Í gær tók ég góða gommu af nammi í vasann, klikker og hund og fór í göngutúr. Allan göngutúrinn verðlaunaði ég nákvæmlega rétta staðsetninu og ekkert annað, og bara þegar hún "óvart" lenti þar sjálf. Ég lokkaði hana aldrei á réttan stað. Hún var afar fljót að fatta þetta og ég var rosalega hamingjusöm með það í gær.

Svo fórum við í göngutúr í dag, og hún var aftur komin í sitt venjulega horf. Hún reyndar er farin að skilja og kunna "automatic sit" en er of langt frá og ekki á réttum stað. Ég settist niður og fór að ígrunda hvað væri málið, hún gerir allt sem ég bið hana um að gera, en það vantar drive og kraft og orku. Ég hef séð þessa orku, þetta drive og þennan kraft sem mig langar í hjá henni, ég hef séð hann þegar hún smalar hrossum, þ.a. ég veit að þetta er þarna. Ég er bara ekki búin að vera ná því fram eins og ég vill. Semsagt feillinn liggur hjá mér en ekki hundinum. Þannig er það reyndar alltaf, feillinn liggur hjá þjálfaranum, ekki hundinum/hestinum.

Þ.a. eftir góðan göngutúr ákvað ég að testa þessa kenningu mína, stoppaði seinna í göngutúrnum á góðum stað og tók aðra æfingu. Núna tók ég upp boltann og hagaði mér eins og meiri bjáni. Þeir sem þekkja til mín þegar ég þjálfa mína hunda vita að ég haga mér nú alveg nógu mikið eins og bjáni þegar ég þjálfa, þ.a. það hefði alveg verið þess virði fyrir fólk að sjá til mín þarna. En viti menn, Dís umturnaðist svona þetta líka að allt í einu var ég kominn með annan hund. Hún kom með miklu betra drive og svaka orku og kom með "behavior" sem ég gat verðlaunað og verðlaunað og verðlaunað. Snilld !

Ég þarf greinilega að fara að "æfa mig í þjálfun" aðeins, Fluga var svo ótrúlega þægilegur hundur í þjálfun að ég þurfti lítið að ýta undir áhuga hjá henni þegar hún var orðin fullorðin. Ég þarf klárlega að leggja mig meira fram við að þjálfa Dís en ég þurfti til að þjálfa Flugu undir hið síðasta, því þegar ég hugsa til baka þá var ég miklu orkumeiri og fíflaðist mun meira í gamla daga þegar Fluga var ung. Þ.a. núna þarf ég að haga mér meira eins og ég gerði í gamla daga ef ég ætla að ná eins miklu út úr múslunni minni og ég get.

Engin ummæli: