Eiga að vera mannréttindi. Þegar manni er kallt og maður er slappur og ómögulegur, þá er það ekkert eins að fara í einhverja bésvítans sturtu. Það bara lagar ekki mikið, allavegana ekki eins mikið og bað myndi gera ! Ég hef ávalt heitið mér því að næsti staður sem ég bý á skuli hafa baðkar, en nei, ég flakka á milli íbúða sem hafa því miður bara sturtu. Svindl.
En svona að öðru, það er farið að styttast allhressilega í fyrstu prófin á þessu ári, og það eru sko ekkert lítið próf, annar kúrsinn er 21 ESCT eining þ.a. það liggur mikið undir að ég standist hann. Annars hef ég ágætis tilfinningu fyrir honum og hef mikinn áhuga á þessu námsefni (reyndar báðum námsefnunum sem við erum að lesa þar sem að hinn kúrsinn er genatík) þ.a. mér leiðist sko ekki að liggja yfir bókunum.
Dísiskvís er á hálóðaríi núna og er ástleitin og athyglissjúk eftir því. Hún reyndar sýnir það yfirleitt ansi vel að henni finnast hundarnir sem við mætum í göngutúrunum bara ljótir og leiðinlegir þ.a. ég þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af því að það hoppi einhver óvart á bak og ég sitji uppi með einhverja kokteila. Annars erum við rosa duglegar að fara út og viðra okkur í skógjinum á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Það virðist svo vera að hafa einhver góð áhrif á vigtina á heimilinu, sem ég skil ekki alveg því þetta er það eina sem ég geri, en hey, ég er sko EKKI að kvarta !
Svo fékk ég alveg netta heimþrá á laugardaginn (eða reyndar pínu meira svona ég sakna Flugu minnar ógeðslega mikið þrá) þ.a. ég eyddi kvöldinu í að setja saman smá myndband af þeim tveimur saman, svona ef ykkur langar að kíkja.
þriðjudagur, október 13, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Thetta er svo sætt video:)Eg sakna thess ad hafa ekki neinn skog herna, mer fannst alltaf svo gaman ad taka hundana ut ad labba i skoginum:)
Skrifa ummæli