miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Foreldrarnir farnir heim

Já, mamma og Unnar eru farin aftur heim. Þau komu síðasta laugardag í heimsókn í fyrsta skiptið til mín í baunalandið. Það er nú skiljanlegt þar sem að ég var ekki beint með aðstæður til þess að taka á móti fullt af gestum í litlu íbúðinni minni en það er vægast sagt auðveldara að taka á móti fólki núna. Svefnsófinn fékk loksins aftur notkun, hefur örugglega verið orðinn soldið einmanna þar sem að ég nánast bjó í honum í 10 mánuði...

En það var vægast sagt æðislegt að hafa þau hérna, fékk smá fjölskylduvítamínsprautu :) Þau komu reyndar færandi hendi með "jól í tösku" fyrir okkur Valda, hangikjöt, laufabrauð, Nóa konfekt og allskonar gúmmelaði. Ég fékk reyndar smá svona "sjokk", ákvörðunin um að vera í baunalandinu um jólin varð öll einhvern vegin raunverulegri. Fyrstu jólin okkar Valda alveg alein. Ég hef hingað til eitt öllum mínum jólum með fjölskyldunni, og finnst skrítið að breyta því, en þetta er kanski partur af því að fullorðnast og verða "stór". Ekki það að ég hef alveg fjandi nóg að gera í lærdómnum um jólin og það stefnir í lærdóms mestu jól fyrr eða síðar. En það hefði nú verið fjandi gott samt að vera heima um jólin, komast í hesthúsið og svona.

En það koma jól eftir þessi jól og við Valdi fáum þá tækifæri til að búa til okkar eigin hefðir. Ég er reyndar soldið föst í því að vilja hafa mínar hefðir, t.d. þegar kemur að matseðlinum á aðfangadag, sjáum til hversu umburðarlyndur Valdi minn verður við mig, ekki það að eina krafan sem hann hefur sett fram hingað er að við höfum truffle-ið hennar tengdó um jólin og ég er sko alveg sátt við það !

Annars var ég að kíkja í svaka góða bók sem ég fékk í jólagjöf einu sinni, Jólahefðir eftir Nönnu Ragnvalds, þ.a. ég á allar helstu jólauppskriftir sem mig vantar. En næst er þá höfuðverkurinn að ákveða hvað verður í jólamatinn, forrétt, aðalrétt og eftirrétt yfir hátíðirnar. Eldamennskuhæfileikar mínir fá aldeilis að finna fyrir því. En núna eru hátíðirnar "á mína ábyrgð" þ.a. það er eins gott að standa undir því :P

Lærdómurinn stendur enn á svipuðu skriði og áður, tók reyndar pásu þessa þrjá daga sem heimsóknin stóð yfir, en ég hef hafist handa við lesturinn aftur. Dagarnir munu því snúast um lestur og útivist með Dís. Við skvísurnar skelltum okkur í hjólatúr í gær og fórum troðnar slóðir, sem við höfum ekki áður farið og dunduðum okkur aðeins við að reyna að villast í skógjinum. Það gekk ekki betur en svo að við römbuðum fram á sérstakt svæði í skógjinum sem er skipulagt sem og ætlað fyrir sporaþjálfun, hvort sem er fyrir einstaklinga eða námskeið.

Ég var klárlega himin lifandi með þetta, en "svekkelsið" kom svo stuttu seinna þegar ég áttaði mig á því að nú hef ég nákvæmlega enga afsökun fyrir því að láta sporaþjálfun liggja á hakanum eins og ég hafði ætlað mér. Þ.a. nú förum við Dís að hafa okkur til við að læra grunninn í spori, hlýðni og hundafimi, allt á nánast sama tíma. En svona ef þið munið það ekki þá ætlum við að kíkja í "pre-school" agility tíma á laugardaginn að öllu eðlilegu.

En svona til að skreyta aðeins þessi myndarlausu blogg mín undanfarið (hef verið hressilega lög við að fara út með myndarvélina með mér, enda kanski ekki alveg fótógeníska umhverfið svona blautt og drullugt), þá er kjörið að skella með mynd sem náðist óvænt af mér og Flugu að spora á Gaddastaðaflötum á Hellu hérna fyrir einhverju síðan.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg atti min fyrstu jol an fjølskyldunnar sidustu jol, thad var mjøg skritid, vid forum ut ad borda thannig ad engin eldamennska hvildi a herdum mer, eg fann ekki hamborgarahrygg herna thannig ad eg neitadi ad elda.. (fann svo hamborgarahrygg eftir jol audvitad!).
Eg fer heim thessi jol, enda jolin eini timinn sem eg fer og heimsæki familiuna.. ef eg get valid um ad fara heim yfir sumarid eda vetur tha kys eg jolin:)

ekki amarlegt ad villast inn a sporasvædi!!

Alexandra sagði...

langt síðan ég las bloggið þitt.. núna verðið þið Dís geðveikt duglegar í sporunum :D