fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Hell Week is over !!!

Já, þá er hrikalegasta prófavika sem ég hef nokkurntíman upplifað búin !!! VÁ hvað ég er fegin að hafa lifað hana af.

Sem smá yfirlit yfir janúar mánuð, svona af því að ég bloggaði hreinlega ekkert í janúar, þá byrjaði hann á því að við upplifðum dönsk áramót, sem ásamt dönskum jólum eru mun minna áramótaleg en íslensk áramót. Við vorum með gesti, íslenska, danska, tvífætta og fjórfætta, og fengum því að prófa dönsk áramót með alvöru dönum. Eina hefðin þeirra, og ég er hreinlega ekki frá því að þetta sé eina hefðin í Danmörku, er að korteri fyrir miðnæti horfa þeir á eldgamla stuttmynd, tekna upp á stríðstímum, um drukkinn brita og hefðafrú. Ég er ekki frá því að hún heiti afmælisveislan eða eitthvað álíka. Þarf að finna hana fyrir ykkur við tækifæri. Flugeldar eru seldir hérna, og eitthvað notaðir, en þögnin hérna úti var slík að ég hefði getað heyrt saumnál falla á snjóinn. Veit ekki hvort það er vegna þess að ég bý ekki alveg þar sem mikið af efnuðu fólki býr (námsmenn og efnamiklir fer sjaldan saman í einni setningu, nema verið sé að grínast eitthvað) eða hvort þetta sé hin almenna stemning dananna, en þeir sem voru hjá mér vildu meina að það sem við upplifðum væri ekki normið.

En allavegana, Valdi fór heim 2 jan og var heima allan mánuðinn. Skólinn hjá honum er aðeins skemmtilegri með þetta en minn, að skólaárið er hjá þeim allt í allt 9 mánuðir en ekki 10 þ.a. hann klárar vorönnina hjá sér einhverntíman í maí, en ég ekki fyrr en í lok júní. Við Dís sátum því hérna og höfðum ofan af fyrir hvor annari, tjah eða hún hafði ofan af fyrir mér á meðan ég sat í massa próflestri. Prófin voru svo núna í síðustu viku, í einni massífustu prófviku sem ég hef á minni námsæfi upplifað, og það er ekkert grín. Það byrjaði s.s. á mánudaginn með smásjársýnaprófi í kúrs sem heitir Histologi og Embryologi, s.s. fóstur og vefjafræði, í prófinu sátum við hver við sína smásjá og skoðuðum 8 sýnahópa og svöruðum spurningum um þau. Það gekk ágætlega hjá mér, held að ég hafi náð nógu mörgum stigum þar (þarf að svara 50% rétt til að ná þeim hluta), svo á þriðjudeginum var bóklega prófið í histo og embryologi. Þar náðu þeir mér alveg hressilega, ég rölti mér inn í það próf kokhraust og bjóst við að fá svipað próf og þeir hafa komið með síðustu 12 árin. En nei. Þeir komu með glænýtt próf melirnir ! En þrátt fyrir það er ég alveg smá bjartsýn á niðurstöðuna, en annars þá veit maður aldrei fyrr en blessuð einkunnin er komin inn.

Svo kom einn dagur í "frí", sem maður eyddi í að svissa sér eins vel yfir í næstu geðveiki og mögulegt var, því á fimmtudeginum var spotprófið í anatómíunni (fyrir þá sem ekki vita hvað spotpróf er þá er það prófafyrirkomulag frá djöflinum þar sem maður labbar milli sýna, sem í þessu prófi voru 20, og svarar spurningum um sýnin, með tvær mínútur til að eyða á hverri stöð) sem mig er búið að hrylla við frá því ég ákvað að fara í þetta nám. Þetta er reyndar alveg 3 sinn sem þeir hafa haldið þetta próf með þessu fyrirkomulagi því í gamla daga var anatomíuprófið munnlegt, en núna eru víst svo margir dýralæknanemar að það tekur bara allt of langan tíma að testa okkur öll munnlega. Prófið var ekki eins hræðilegt og ég var búin að búa mig undir, en hvort ég hafi náð að svara 50% alveg rétt, tjahh, sjáum til þegar einkunnirnar koma. Svo á föstudaginn, þegar maður var gjörsamlega búinn á líkama og sál, komu þeir með skriflega prófið í anatómíu. Prófið sjálft var ekkert helvíti, en þetta fyrirkomulag, fjögur taugatrekkjandi próf í einni viku, er ekki alveg að gera sig. Þó efnin séu skyld, þá var ég t.d. ekki búin að lesa neitt í anatómíunni frá því fyrir jól því ég var of upptekin við að lesa histo og embryologi því það próf var á undan. Ég kvartaði ekkert lítið yfir því að hafa ekki nema einn dag til að "svissa yfir" í anatómíuna við alla sem heyra vildu og er satt best að segja alveg undirbúin undir það að þurfa að taka anatómíuna upp í sumar.

En að öðru öllu skemmtilegra, þá er danmörk að upplifa snjóþyngsta vetur nánast í manna mynnum. Ég kvarta svosem ekki mikið, allavegana á meðan almennings samngöngur ganga, sem þær reyndar gerðu ekki í gær og dag, allavegana ekki almennilega. Dís hefur notið þess í ræmur að hafa allann þennan snjó þar sem að það skiptir ekki miklu máli hvort ég gleymi að taka boltann hennar með í göngutúr eða ekki, jörðin er jú þakin boltagerðarefni. Mig er samt aðeins farið að vanta að losna við þennan snjó þannig að ég geti farið að hjóla með hana að einhverju viti. Við eigum orðið svo fjandi fína línu og ágætis beysli (mig langar þó í betra og stefni ég á að fá mér betra beisli) og þetta er líka fínasta hreyfing fyrir hana og ég er með þennan líka frábæra risastóra skóg hérna við hliðina á mér til að viðra okkur í.

Annars eru að vissu leiti blendnar tilfinningar yfir þeim kúrsum sem ég er að byrja í núna. Ég búin að vera lengi að biða eftir því að vera búin með þessa geðveiki sem var að klárast en núna er ég alveg komin út fyrir allt sem ég hef áður lært, núna er ég komin í eitthvað alveg nýtt. Ég er búin að læra um allan líkamann (í dýrum og mönnum reyndar líka) að öllu leiti, alveg niður í hinar minnstu frumuhluta, hvernig allt er og virkar þegar það allt er í lagi. Núna loksins er ég að byrja að læra um hvað gerist þegar eitthvað fer úrskeiðis, og vá hvað mér finnst þetta spennandi og áhugavert !

En við Dís kíktum aðeins út með myndavélina með okkur, svona svo þið getið séð snjómagnið í baunalandinu og hér er eitthvað af afrakstrinum





2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uff,hljoma svakaleg thessi prof!! "illu er best af lokid" hef audvitad bara tru a thvi ad thu hafir stadist øll profin:)

Eins gott ad thu sert buin med thetta, Orka litla ber nafn med rentu og eg efa thad einhvernveginn ad hun a eftir ad vera orkuminni eftir thvi sem hun stækkar.. tho thu getir kannski latid hana vinna eitthvad og thjalfad hana i eitthvad sem eg kann ekki thvi her er orka bara "ein af iggunum" hahaha

Unknown sagði...

Ég hlakka svo til að sjá ykkur báðar allar, Silja, Margrét, Orka og Dís :)