En byrjum á byrjuninni, Dóra vinkona var s.s. á leiðinni að fara að sækja hvolpinn sinn sem hún ætlaði að koma með til Dk í pössun þangað til hún má fara heim til Íslands. Þegar hún lenti í Kastrup og ætlaði að taka lestina til Amsterdam, þá var bara fullt, og það svona hressilega því það var ekki laust sæti í nokkra daga. Þá var Dóra litla í smá veseni enda soldið langt að labba, flugmiðar voru fjandi dýrir og hún gat ekki fengið bílaleigubíl. Því kom ég til bjarga á nýja litla bílnum og við gerðum okkur þetta líka legendary road trip úr því. Á föstudagsmorgni klukkan korter í níu lögðum við af stað með Dís í skottinu.
Við keyrðum og keyrðum og keyrðum, með Gibbs okkur við hönd, en þegar við komum yfir í Þýskaland þá gerðist soldið furðulegt, Gibbs neitaði því að það væri eitthvað land til sem var ekki Danmörk og við keyrðumað hans mati bara í vatni.
Við reyndar náðum að finna út úr þessum með blessaðan Gibbs en honum tókst allavegana að gera ferðina okkar ansi áhugaverða !
Við brunuðum á þýsku autobönunum yfir til Hollands og stoppuðum stutt hjá ræktandanum að hvolpinum og héldum svo áfram alla leiðina til Belgíu til Möggu. Ferðalagið tók ekki nema tæpa 14 tíma, en við lentum hjá Möggu á miðnæti, en þar biðu okkar ansi góðar móttökur, hundaknús og stórgóðar veitingar. Við áttum góðar stundir og nutum landsins, hundanna hennar Möggu og átum svo hressilega yfir okkur að annað eins verður seint toppað !
Ég var reyndar ekkert hrikalega dugleg að taka myndir, en hérna er allavegana eitthvað smotterí. Já og Dís skvís er víst líklega orðinn víðförlasti íslenskt fæddur Border Collie í heimi, hefur komið til fimm landa allt í allt.
En ég henti inn nokkrum myndum í myndaalbúmið ef þið viljið kíkja en hérna eru smá sýnishorn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli