mánudagur, maí 10, 2010

Greddupöddur...

Ég er á þeim merkilega furðulega stað að geta fylgst með hegðun hjá hundum sem ég hef ekki séð áður. Ekki allavegana svona mikið af. Dís byrjaði að lóða í lok apríl, og ég get vægast sagt að hennar lóðarí eru töluvert öðruvísi en þau hafa verið hjá Flugu og Kátínu. Ég hef áður verið með tvær tíkur saman en ekki séð þetta áður. Nú er Orka að nálgast það að verða 6 mánaða og Dís er vægast sagt að kafna úr lóðaríi þ.a. núna er aðal leikurinn hjá þeim að vera í "læknisleik". Það virðist allavegana ekki ætla að verða mikið vesen ef kemur að því einn daginn að Dísin mín verði pöruð.

En ef það kemur að því seinna meir að hún verði pöruð, ég tala hérna hreinlega á "hypothetical" nótum þar sem að ég er ekki enn búin að klára þau heilsufars próf sem vantar að gera, mjaðmamynda og olnbogamynda, DNA testa og augnskoða, þ.a. ég veit ekki hvort hún sé nokkurn tíman að fara að eignast hvolpa, en ef það kemur til þess þá verður allavegana voða lítið mál að para hana. Það lítur út fyrir að ekki hafi öll skapgerðareinkenni Flugu hafi yfirfærst á Dís þó sum hafi gert það.

En við stöllurnar erum búnar að vera núna mánuð í hundafimi, og ég verð eiginlega að segja að hún verður betri og betri í risastórum skrefum ! Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð með hana, hún er farin að iða í skininu af gleði þegar við nálgumst svæðið og á ekki nema 4 tímum er hún komin með góðan grunnskilning á stýringum og er farin að bæta í hraða. En ég er samt litli erfiði nemandinn, því ég nota ekki sömu aðferð við kontakt tækin og við vefið og þau eru að nota, þ.a. ég get yfirleitt ekki notað eina af þremur uppsetningum sem þær setja upp í hverjum tíma og ég er því ennþá á alveg punkti núll með vefið og kontakt tækin ennþá. En það er líka í góðu lagi því ég er helst að sækjast í handling þjálfun á þessu námskeiði og að geta mætt á framhaldsæfingarnar.

Annars eru námskeiðin þarna soldið öðruvísi uppbyggð en ég er vön að gera þetta, þær fara fyrr í að taka nokkur tæki í röð, hafa 3 uppstiltar brautir þar sem ein er sjálfsþjálfunarbraut án leiðbeinanda (sem hentar mér náttúrulega mjög vel).

En til þess að æfa þessa hinu skemmtilegu hluti, sem ég ætla að gera öðruvísi en aðrir, þá er ég líklega komin með þjálfunarpartner fyrir þá skemmtilegu vinnu sem ég á fyrir höndum með vefið og kontakt tækin og jafnvel komin inn í aðra þjálfunaraðstöðu sem ég get farið og æft mig sjálf þegar ég vill. Hlakka mikið til að byrja á þessari vinnu og ég gæti alveg átt það til að taka eitthvað af henni up á video.

En sem smá svona "side note" þá er ég að íhuga ræktunarnafn (sem er soldið skondið því ég veit ekki hvort ég ætli að verða einhver ræktandi) en þá er allavegana fallegra að hafa eitthvað sameiginlegt til að kenna hundana sem gætu komið frá mér við. Ég er með nokkra möguleika í hausnum, og er eitt nafn orðið líklegast, en ég ætla ekki að upplýsa það fyrr en ég er búin að fá það staðfest ef ég einhverntíman sæki um það hahahaha

En sem hluta af því þá er ég að pæla að byrja að blogga á ensku, og hugsa að ég geri það ekki hérna, þ.a. núna vantar mig nafn á það líka.... vesen smesen


Með kveðju úr Baunalandinu, frá dömunni sem er ekki alltaf svo dömuleg :P

2 ummæli:

Unknown sagði...

Híhí, þær hafa ábyggilega verið eins og Ronja og Soul hérna um daginn þegar Ronja var að lóða. Hún var svoooo skotin í Soul að hún var aaalveg að deyja. Hehe.

Ohhhh. ég iða í skinninu því ég hlakka svoooo til að fá Orkuna mína heim!!!

Anna Birna sagði...

Endilega taka upp og sýna okkur ; )
hvaða aðferð eru þær að nota ??