föstudagur, júní 11, 2010

Raunhæfar og óraunhæfar kröfur

Ég hef undanfarið gripið sjálfa mig við "athæfi" sem ég átti ekki von á. Ekki alveg frá mér svona allavegana. Ég hef að vissu leiti verið með rosalega háar kröfur og rosalega mótaða mynd í hausnum á mér með það hvernig Dís á að vera í hundafimi, hvað hún á að gera og hvernig hún á að gera það, og merkilegt nokk þá hefur það alveg furðulega oft farið saman með því sem gerist þegar við hlaupum brautir. Núna er Dís orðin tveggja ára og einhverra mánaða gömul, hundar á hennar aldri hérna úti eru yfirleitt löngu farnir að keppa og jafnvel farnir að príla upp erfiðleikastigin og komnir á efsta stig þeir sem eru mjög góðir. En mér er alveg sama um það, ég vissi alveg að ég yrði aðeins "eftirá" með músina mína þar sem við töpuðum náttúrulega öllum tímanum sem fór í fyrsta árið í dýralækninum hjá mér. Ég var búin að kíkja með hana með mér á æfingar í hundafimi þegar hún var hvolpur, hún fékk að elta Flugu í gegnum göngin og aðeins að snerta saltið þ.a. hún yrði ekki hrædd við undirlag sem hreyfðist undir henni, en það var ekki meira en það. Núna eftir að við komum út hef ég iðað í skinninu við að komast með hana í hundafimi frá því að ég kom út, ég hafði planað að starta henni eitthvað síðasta sumar en við komum allar þrjár, ég, Dís og Fluga, eftir vinnu og vorum uppgefnar úr þreytu. Þannig að fyrsta skiptið sem Dís fór eitthvað almennilega í tæki var í fyrsta og eina skiptið sem við fórum í Pre-School agility tíma hjá Vallensbæk Agility klúbbnum. Því næst var það ekki fyrr en í apríl þegar við byrjuðum á námskeiðinu sem er núna að ljúka. Allt í allt hefur Dís, í dag, farið af einhverju marki í tæki 9 sinnum á sinni æfi.

Í dag er ég með hund sem hefur farið 9 sinnum á sinni æfi í tæki, og á æfingu í gær hlupum við brautir með frá 10 til 20 tækjum, erfiðum stýringum og stjórnunum á hoppum, hún fer sendingar í göng og poka af löngu færi, er búin að fatta dekkið nánast fullkomlega, fer saltið sem er eina kontakt tækið sem hún er búin að læra. Ég ætla að segja þetta aftur, hún er búin að fara 9 sinnum í tæki. Næsta fimmtudag er 10 skiptið á hennar æfi sem hún fer á hundafimiæfingu, síðasti tíminn af námskeiðinu og svo er komið sumarfrí. Ég verð að plata einhvern til að koma með mér í tímann til að sýna ykkur stöðuna á hundi sem er búinn að fara 10 sinnum á æfinni í tæki. Ég hef ekkert farið leynt með það að ég hef stór plön og miklar væntingar til þessarar litlu skottu, en ég fann það sjálf þegar ég byrjaði loksins að æfa hundafimi með henni, að ég var mjög lituð af því að hafa hlaupið í 10 ár með Flugu mína, hafa tileinkað mér aðferð við að stýra hundi og hlaupa með hund sem virkaði frábærlega fyrir mig og Flugu, en það var soldið skref fyrir mig að fara úr því að hlaupa með fullþjálfaðan hund og yfir í að  æfa með alveg grænann hund, hund sem skildi ekki fullkomlega "mitt kerfi" og hvað ég var að segja þ.a. ég lenti stundum aðeins á vegg þar sem Dís var ekki alveg að skilja hvað ég var að segja þegar mér fannst það þvílíkt augljóst. En núna er námskeiðið að verða búið, núna er ég að fara að geta þjálfað skottuna mína almennilega, alveg keppnis eins og sumir myndu segja, og núna er ég loksins að fara að geta byrjað á að kenna brúnna og A-ið og vefið, svona af því að ég er svo öðruvísi og vildi nota aðra aðferð en þá sem var kennd á námskeiðinu.

En þar sem að ég hafði ekki aðgang að því að æfa sjálf í tækjum þegar mér hentaði þá er það eina sem ég er búin að vera að gera fyrir utan æfingar að koma á kerfi okkar á milli með það hvað mínar handahreyfingar þýða í gegnum leik boltaleik. Þegar ég hugsa til baka þá var Fluga á ekkert ósvipuðum stað eftir svipaðan æfingarfjölda. Fluga skildi eftir "stóra skó" fyrir næsta hunda að fylla upp í, og sveimér þá ef Dís er ekki að fylla bara asskoti vel upp í þá !

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getur ekki einhver tekid sma video af ykkur i hundafimi:) Mig langar gedveikt ad sja hvad Dis er dugleg!!