sunnudagur, ágúst 22, 2010

Sumarið búið ?

Nei kanski ekki alveg, en ég er komin aftur út til baunalandsins þ.a. segja má að sumarið mitt sé búið, en þar sem að sumarið endist nú töluvert lengur hérna þá má kanski segja sem svo að ég sé búin að lengja sumarið. Ég átti annars rosalega gott sumar, hefði reyndar alveg viljað hafa haft möguleika á að komast í eins og eina hestaferð, þar sem að þetta ár er fyrsta árið í ansi ansi mörg ár sem ég hef ekki farið í neina ferð. Ég verð að bæta það upp seinna meir, þegar hestarnir eru allir 100% frískir og í góðu standi.

Það var nú samt eitthvað um markverða hluti sem gerðust í sumar, t.d. þegar tilvonandi framtíðar ræktunarhryssan mín fæddist, nánast eins og eftir pöntun. Hún hefur hlotið nafnið Þoka, sem ég fæ örugglega einhverjar blammeringar fyrir þar sem að við eigum gráa læðu sem heitir Þoka líka, en Þokunafnið á merina kom aá undan Þoku, læðunni, sem var búið að skýra þegar hún kom til mín fullorðin. Nafnið á líka svo vel við litinn á henni þar sem að hún er móálótt.

En þar sem að ég var atvinnulaus námsmaður í sumar þá notaði ég tækifærið og fékk að vera í praktík í Grafarholtinu, eins og það er kallað, og vá hvað ég fékk mikla reynslu, fékk að sjá allskonar áhugavert með hunda. ketti, kanínur og nagrísi. Ég var virkilega ánægð með dýralæknana þarna og, þær voru alveg yndislegar, fagmannlegar og bara æðislegar allar með tölu.

En núna er ég komin aftur í baunalandið, er andlega að undirbúa mig undir og plana þjálfun á Dís. Það er soldið kjánalegt að eiga tvo hunda í sitthvoru landinu, því þegar ég fór til Íslands í júlí þá hlakkaði mig mikið til að fara heim og hitta fjölskylduna og Flugu, en var samt leið yfir því að skilja Dís eftir, en svo aftur þegar ég kom út þá var ég leið yfir því að skilja Flugu eftir en samt hlakkaði mig til að koma út og hitta Dís. Þetta er alveg til að rugla í hausnum á manni, en ég er enn að reyna að standa við þá ákvörðun að hafa Flugu heima á Íslandi en trúið mér, það er sko ekki auðvelt. Mig langar án gríns á hverjum degi að senda hana til doksa í rabies bólusetningu og svo skella henni í flug til mín. En ég er samt sannfærð um að ég sé að gera rétt, hún bíður bara eftir mér heima þangað til að ég er búin í námi og kem aftur til hennar.

En núna er planið mitt að nota þenna tíma þangað til skólinn byrjar í vefþjálfun með Dís. Ég skellti mér út áðan og keypti fullt 12 póla vefsett og er núna að horfa yfir 2 X 2 diskinn frá Susann Garett aftur, en þetta er akkúrat aðferðin sem ég ætla að nota hjá Dís, en það var ein af ástæðunum fyrir því að ég var erfiði nemandinn á hundafiminámskeiðinu í vor. Þau nota svokallaða "wire methode" þar sem vefið er alltaf beint en það er net sem sér til þess að það er bara ein leið inn og ein leið út. Persónulega er ég aldrei hrifin af því að vera að nota hjálpartæki í hundafimiþjálfun sem hundurinn á aldrei eftir að sjá í braut. Hundurinn getur orðið háður því að þurfa að hafa þetta til að gera tækið 100% rétt í 100% skipta, en svo þegar það er hægt og rólega fjarlægt þá á hegðunin oft til að brotna niður og  allt í einu lítur ekki út fyrir að hundurinn kunni hegðunina almennilega og fólk fylgir því ekki eins vel í keppni eins og í þjálfun því þá sjást hjálpartækin ekki.

Ég ætla í þetta skiptið að taka upp þjálfunina á video, svo ég geti séð eftir æfingarnar hvernig okkur gekk og hvernig þetta þróast hjá henni. Samkvæmt þessu ferli þá ætti ég að vera komin með hund sem vefar 6 póla á viku þ.a. það er ákveðið challange fyrir mig að vera komin með hana þangað fyrir næstu helgi ;)

Engin ummæli: