mánudagur, september 13, 2010

Sögur af vampýrumosquito og þjálfun

Ég sver það, það hefur gerst einhver stökkbreiting á eiginleikum almennra mosquito flugna í baunalandinu (reyndar á fleiri stöðum, hef heyrt sögur sjáiði til). Ég veit ekki hvað kom til en það er gjörsamlega búið að ÉTA mig lifandi af þessum ógeðum ! Ég er ekki ein um þetta, og ég er ekki vön þessu því ég lendi aldrei í því að vera bitin heima á klakanum, en þær eru séstaklega agressífar og aktífar allan sólarhringinn. Held að ég sé komin með yfir 30 ný bit, bara eftir helgina !

En ég ætlaði nú ekki bara að svekkja eða hræða ykkur með þessum pósti, heldur að skrásetja þjálfunina hjá okkur Dís. Þegar ég kom út aftur skellti ég mér í dýrabúðina og keypti mér vef. Ég hefði svosem átt að vera löngu búin að því en ég hafði ekki tíma eða aðstöðu í vor til að starta þessari þjálfun vegna skóla og almennra anna. Ekki það að hún taki mikinn tíma, eiginlega bara alls ekki, því lengsta "session" hjá okkur var 10 mínútur og það var of langt fyrir Dis, ég sá á henni að hún væri orðin þreytt, og þegar hún verður þreytt þá hættir hún að hugsa og hættir eiginlega að læra. Hún er soldið spes með þetta að hitinn hefur meiri áhrif á hana en ég átti von á í þjálfun, en það er kanski líka bara hitinn hérna úti.

Þannig að við höfum einbeitt okkur að því að hafa æfingarnar stuttar, yfirleitt eru þær um 2-3 mínútur, en ég hef nokkrum sinnum gert það að við tökum pásu, hvílum okkur aðeins og tökum svo annað session. Það tekur mig nefninlega soldin tíma að rölta mér yfir á svæði þar sem ég get æft þ.a. ég er ekki endilega að kíkja þangað út 2-3 yfir daginn, sem hefði samt verið mest ideal, s.s. að ég gæti skilið vefið eftir uppi og stokkið út 2-3 yfir daginn og tekið 2-3 mínútu leik"session" með vefþjálfun. Ég er búin að taka upp eiginlega allar æfingarnar, til að geta séð hjá sjálfri mér hvað þarf að laga og til að sjá hvernig henni gengur. Ég er að nota 2X2 aðferðina hennar Susan Garett við vefþjálfun, og hún byggir á því að láta hana sjálfa finna út úr því hvernig maður vefar og hvaða inngangur er réttur. Fyrsta skrefið er að móta það að hún fari í gegnum tvo póla, sem eru hornréttir á "the reward line" en það er línan sem vísar í þá átt sem dótið/nammið fer. Þessi lína breytist ekki en pólarnir róterast þ.a. hundurinn lærir að fara í gegnum vefið í rétta átt því verðlaunin eru/fara alltaf á sama stað.

Allavegana hérna er fyrsta sessionið, bara að móta það að fara í gegnum pólana, með klikker og nammi.


Þegar ég horfi á þetta þá finnst mér soldið fyndið að sjá hvað hún er merkilega dugleg við að bjóða mér upp á hegðun þó svo að ég hafi svosem ekki verið að æfa hana neitt mikið með klikker og frjálsri mótun, en það hefur eiginlega alltaf verið innandyra og hlýðni eða "tricks" tengt. Þannig að þið sjáið hana koma inn á hæl, bakka, hoppa og ýmislegt til að koma mér í gang. Hún fattaði reyndar pólana miklu betur þegar ég færði mig yfir í að nota boltann frekar en nammi þá urðu pólarnir miklu skemmtilegri.

Næst sjáiði samankurl af næstu æfingum, ennþá með 2 póla


Þegar ég horfði á æfingarnar eftirá þá sá ég að mig vantað að "work the arch better" þ.a. ég væri að æfa líka erfiðu inngangana strax og það sést betur í næsta videoi að mig vantaði að gera það betur. Þess vegna vantar 2 eða 3 skipti inn i videoröðina því ég gleymdi að taka vélina með. Það sem ég aftur á móti gerði var að ég tók nokkur skref afturábak í þjálfun, æfði grunninn betur og hélt svo áfram. Hérna getiði séð afraksturinn af því.


Ég er reyndar svo búin að taka 2 æfingar eftir þetta sem ég aftur gleymdi að taka video af, önnur þar sem ég fór á nýjan stað og gerði æfinguna aðeins auðveldari (4 pólar), en ég er að lenda í veseni með það að það gengur hægt að rétta pólana af þ.a. þeir séu í beinni línu. Hún á það rosalega til að hlaupa bara framhjá, hlaupa í gegnum vefið og fara út úr og inn í vefið á vitlausum stað. Á videoinu þar sem við erum komin með 6 póla þá er hún að vefa flott og fara vel í gegnum vefið (svona yfirleitt) en pólarnir eru ekki orðnir beinir, og ef ég þrengi vefið meira þá fer henni að mistakast.

Hún er reyndar líka soldið fyndin með það að hún á mjög erfitt með að mistakast. Ég veit ekki hvaðan það kemur, en hún fer óþarflega hratt í að "slökkva á sér" ef hún feilar of oft. Ég verð rosalega að passa mig að pirrast aldrei því ef ég fell í það að vera slæmur þjálfari og verð hörð við hana (hef gert það alveg tvisvar held ég) þá slekkur hún bara alveg á sér, verður stressuð og það fer allt inn um annað og út um hitt. Hún er öðruvísi en Fluga að þessu leiti, að Fluga er miklu frekar til í að vinna sig út úr málunum með því að testa og feila, en með Dís þá er það eins og hún sé smeik við að mistakast. Hún er reyndar líka þannig á heimili að maður þarf ALDREI að skamma hana. Eina sem hún gerir af sér er að vera solítill "counter surfer" þegar við erum ekki heima, en það gerir það að verkum að maður gengur bara frá eftir matinn (sem er hvort eð er góð venja), en hún hefur enga aðra ókosti eða leiðinlegan ávana, ekki einn einasta.

En ég tek eftir því að því meira sem ég hef verið að vinna í því að nota mótun og klikker í hundafimiþjálfuninni, þá er hún mikið að skána með þetta, hún kemur frekar aftur til baka með betra hugarfari, en hún er ekki enn orðin þ.a. hún komi aftur til baka og sé 100% tilbúin að reyna aftur og gera betur, en hún þó allavegan reynir og það er fyrir öllu.

En það er svosem líka ágætt að skrásetja að ég er byrjuð á að þjálfa contact tækin. Aðferðin sem ég ætla að nota þar er svokallaður "running contact" og ég hef eiginlega verið að bíða svipað lengi með að nota þá aðferð eins og með vefið, ef ekki lengur. Þetta er aðferð sem ég held að passi vel minni "handling" aðferð og er án efa hraða aðferðin við að fara tækin. Fyrsta sessionið er ekki til á video, en þá tók ég plankann af brúnni og lagði hann á jörðina og kenndi Dis að hlaupa eftir plankanum á jörðinni. Næsta session á ég að hluta til á video, en þá setti ég annan hluta plankann upp á smá hæð þ.a. hún átti að hlaupa niður plankann með örlitlum halla. Þetta gekk eiginlega bara fáránlega vel og held ég að "success rate" hafi verið því sem næst 98%, hún bara feilaði eiginlega aldrei. Svo er bara að halda áfram með þetta og hækka plankann hægt og rólega. Ég ætla að videoa þetta líka meira þ.a. ég geti séð hvernig það gengur :)

En núna er ég að plana í hausnum á mér næstu vefæfingu, og ég er að pæla í hvort að ef ég set tæki sem hún elskar (t.d. göngin) í beinni línu fyrir aftan vefið, hvort það verði til þess að hún vefi betur (ef hún vefar þá fær hún að fara í göngin og svo leika) og vefi meira "consistant". Svo held ég áfram hægt og rólega að þrengja vefið. Susan segir reyndar á disknum hennar að hún mæli ekki með því að fólk setji nafn á þessa hegðun, og ef fólk ætlar að gera það þá alls ekki sama nafn og þú ætlar að nota á tækið framtíðinni. Ég var á 6 póla staðnum farin að pæla hvort það myndi hjálpa henni að fara tækið (í staðinn fyrir að hlaupa framhjá því) ef ég myndi setja eitthvað nafn á það, þ.a. ég ætla aðeins að halda áfram með það (það heitir að núðla hjá mér hahaha) og sjá hvort það hjálpi til við að auka "success rate" hjá henni.

Þangað til næst ;)

Engin ummæli: