þriðjudagur, september 28, 2010

Að hlusta á sjálfa mig

Ég er búin að vera mikið að velta því fyrir mér, nei eiginlega að velta mér upp úr því, hvers vegna vefið hjá Dís hefur verið svona spes síðustu 2 æfingar. Ég var að reyna að færa pólana þannig að vefið væri beint, en um leið og ég gerði það þá var bara eins og Dís skildi ekkert hvað ég væri að tala um, skildi ekkert út á hvað vefið gengur eða hvað þessir pólar væru að gera þarna. Ég fór því út með vefið í gær með 2 breytingar í huga. Ég ætlaði ekki að vera að flýta mér við að gera vefið alveg beint, og ég ætlaði að halda mér við að setja skipun á tækið. Sú sem kom upp með þessa aðferð mælir reyndar ekki með því að setja nafn á hegðunina fyrr en hegðunin er orðin tilbúin, en ég lít á þetta þannig að ég er í rauninni hætt að láta hana bjóða mér upp á hegðunina að vefa og farin yfir í að hún vefar "á skipun", og þá er gott að hafa eitthvað nafn á það hvað hún á að gera, því hvernig sem á það er litið þá yrði ég annað hvort að setja nafn á tækið, eða setja hreyfiskipun á tækið, hvernig sem á það er litið þá er það skipun.

En þegar kemur að því að hlusta á sjálfa mig, þá hef ég ALLTAF sagt að hluti af því að það tekur tíma að kenna vefið, er sá að það tekur hundinn tíma að festa inni í vöðvaminninu á sér að fara í gegnum vefið. Inngangurinn í vefið er alveg annar kapítuli, sem 2X2 aðferðin gengur rosalega mikið út á að byggja góðann grunn í. En að fljúga í gegnum vefið á fullri ferð er allt annað "ferli" í þjálfun en bara að finna réttan inngang. Þetta er nákvæmlega sama  og ástæðan fyri því að það tekur okkur tíma sem krakka að læra að skrifa. Það tekur tíma og endurtekningar að festa hreyfinguna inni í vöðvaminninu. Við trítluðum okkur út með vefið og eitt hopp í gær og skelltum því upp á littla æfingarsvæðinu sem við "stelumst" inn á hérna rétt hjá. Ég setti upp 6 póla vef, örlítið opið, og hopp sem gerði innganninn erfiðari. Munurinn sem ég sá á hundinum mínum var stórkostlegur, hún var hreint út sagt frábær !!! Ég var ekki lítið ánægð með þessa niðurstöðu, og tek því alveg til mín að ég á að hlusta á sjálfa mig.

Engin ummæli: