Kontact þjálfunin gengur líka ágætlega, mér hættir reyndar alveg rosalega til að flýta mér mikið í þeim efnum af því að þegar það eru hlaupnar brautir á æfingum þá innihalda þær alltaf brú, A og salt og það er frekar leyðinlegt til lengdar að vera alltaf á sérdíl með að sleppa þeim þ.a. Dís fær að hlaupa brúnna og Aið í fullri hæð á æfingum á milli þess sem ég æfi það betur í "réttri hæð" á mínum eigin æfningum þess á milli. Ég er að vona að það komi ekki í bakið á mér þar sem að á æfingu fer hún brúnna t.d. í mesta lagi tvisvar og ég reyni þá frekar að viðhalda hraða og vera 100% á því að markera þegar hún hittir rétt á kontaktsvæðið. Ef ég fæ þetta í bakið seinna þá má alveg híja á mig !
Annars er ég að prófa soldið nýtt núna, ég ráfaði inn í hráfæðisbúð (fyrir hunda náttúrulega). Ég vissi af þessari búð hérna rétt hjá mér áður en hún flutti sig um set, en svo fann ég hana aftur um daginn rétt hjá staðnum þar sem hún hafði verið þ.a. ég kíkti inn. Ég er mikið búin að vera að láta mig dreyma um að eignast frystiskáp sem kemst inn í innréttinguna hérna, en það hefur ekki gengið vel að finna svona skáp, en það er eiginlega nauðsynlegt að eiga frystikistu eða frystiskáp til að geta fóðrað á hráfæði því annars væri ég í búðinni að versla fyrir hundinn annan hvern dag. En þegar ég kíkti í þessa fyrrnefndu hráfæðisverslun (heitir reyndar Dansk Barf Senter) þá komst ég að því að ekki bara eru þeir með fáranlega breytt úrval af kjöti, beinum og innmat fyrir hunda (af öllum mögulegum og ómögulegum dýrategundum) sem þeir framleiða sjálfir, þá eru þeir líka með það sem þeir kalla "easybarf" sem er þurrkað hráfóður, s.s. þurrkað kjöt, innyfli, bein og fullkomlega samsettur matur, en frostþurrkaður þ.a. maður þarf ekki að eiga frysti heldur skellir maður þessu bara í skál og skellir smá vatni með og voila ! Hráfóður fyrir frystislaust fólk ! Eini gallinn sem ég sé er náttúrulega að einn stærsti kostur hráfæðis er að hundurinn þarf að tyggja almennilega og þ.a.l. uppfyllir fóðrið að hluta til tyggiþörf hundsins og það hreinsar líka tennurnar á meðan hundurinn borðar. Þetta fóður er í áferð eins og mulinn harðfiskur en þar sem að Dís bryður ekki þurrfóðrið sitt heldur gleypir það bara þ.a. það kemur út á það sama hvað þetta varðar. En stærsta breytingin er svo að í staðin fyrir þurrfóður einu sinni á dag alla daga vikunnar fær hún easybarf 5 daga vikunnar, 1 dagur er beinadagur og einn dag í viku fastar hún. Þeirra fóðursamsetning byggir á reynslu dýralækna og líffræðinga sem starfa með úlfa á norðurheimshvelinu og matarvenjum þeirra, þ.a. ég er soldið spennt að sjá hvernig þetta kemur út, en vonandi verð ég búin að eignast frystiskáp bráðum þ.a. ég geti bara fóðrað Dís á hráfæði einu saman. Ég er á þeirri línu að þar sem að hundar eru rándýr og meltingarfærakerfi þeirra er gert til að borða kjöt og innyfli og bein, að það sé ekki eðlilegt að fóðra þá á korni og kornvörum, og mig grunar rosalega sterkt að það sé aukin fylgni á milli t.d. aukinna tannvandamála og ónæmisvandamála sé samsetningin í fóðrinu sem hundum er gefin.
En ég þarf að plata Valda til að taka upp æfingu hjá okkur bráðlega til að aðrir geti séð stöðuna á vefinu til dæmis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli