fimmtudagur, september 23, 2010

Hlaupa hlaupa hlaupa

Það er tómstundargamanið þessa dagana. Ég er að reyna eftir bestu getu að fylgja hlaupaplani sem heitir "Couch to 5 K" sem gengur á að byggja upp hlaupaþol þ.a. maður sé 9 vikur að vinna sig upp í að geta hlaupið 5 kílómetra, eða í 30 mínútur, ef maður hleypur mjög hægt. Ég var byrjuð með þetta prógram á klakanum áður en ég fór út aftur og svo hélt ég því áfram hérna úti. Valdi hefur yfirleitt komið með mér, sem er soldið merkilegt, því hingað til hef ég aldrei þolað að fara út að skokka með honum og ég verð mega skapvond.... veit ekkert hvaðan það kemur. En ég er komin á viku 4 í þessu prógrammi, fór út með Dís áðan, Valdalaus, og ég hélt ég myndi deyja. Dís er reyndar fínasti hlaupafélagi, sérstaklega eftir að ég græjaði hana upp með dráttarbeisli úr Líflandi, svo er hún fest við mig með línu þ.a. hún getur alveg dregið mig, ef hún vill. Hún er reyndar svo pen á því að hún er ekkert að draga mig neitt mikið, en þetta virkar ansi vel fyrir okkur því ég þarf ekki að halda í hana og hún fær smá meiri orkulosun með því að draga mömmu sína aðeins.

Aumingja Valdi nær ekki að koma með okkur núna í smá tíma þar sem að hann fór í smá hnéaðgerð og verður smá tíma að jafna sig. Hann segist reyndar ekki geta borðað kjúklingavængi eða kjúklingaleggi aftur í nánustu framtíð, þar sem hljóðið minni hann aðeins of mikið á aðgerðina. Ekki skemmtilegt það !

Annars gengur skólinn sinn vanagang bara, allt fallið í þetta venjulega far alveg þangað til að maður rankar við sér næsta vor þar sem ég verð vonandi komin með BSc í dýralækningum og Valdi minn mastersgráðu... shit hvað tíminn líður hratt !!! Mer finnst ennþá að það sé svona mánuður síðan ég flutti hingað út, og ég er núna komin á 3. árið í náminu og alveg að verða orðin hálfnuð með að verða dýralæknir... scheize !

Svo er ég farin að setja saman plön í hausnum á mér með Dísiskvís, núna í október og fram í apríl færast hundafimi æfingarnar inn í húsnæði þar sem tækin fá að standa bara alltaf og við þurfum ekki að ganga frá þeim eftir æfingu eða setja þau upp í upphafi æfingar. Ekki það að mér finnist það eitthvað leiðinlegt, en það er skemmtilegra að setja upp brautir þegar þær koma úr hausnum á mér sjálfri, og ekki blaði (sem ég gleymi eiginlega alltaf að prenta út og taka með mér á æfingar) því það tekur bara of oft svo fjandi langan tíma að setja allt upp eftir kúnstarinnar reglum, útmælt og útpælt. Mér finnst reyndar ansi þægilegt að hafa fyrirfram skipulagðar brautir sem eru settar upp með ákveðnu markmiði til að æfa eitthvað ákveðið, en það hjálpar mér samt ekkert svo mikið að geta ekki notið æfinganna að fullu því ég er ekki með vefið tilbúið og ekki með contact tækin tilbúin, eins og ég vill hafa þau, áður en ég fer að hlaupa þau í brautum.

Vefþjálfunina getiði reyndar séð í síðasta pósti, en hún gengur soldið furðulega svona þegar erfiðleikastigið hækkar. Veit ekki alveg hvort ég sé að fara of hratt áfram, er svosem ekki að halda mig nógu vel við 80% regluna, en hún gengur út á að þegar hundurinn (nú eða reyndar dýrið bara) nær árangri á því erfiðleikastigi sem þú ert í 80% tilfella, þá máttu gera æfinguna erfiðari. En hún hefur verið með vel hátt "success rate" á öllum fyrri stigum (sérstaklega eftir að ég tók nokkur skref afturábak og vann grunninn aðeins betur) en svo þegar vefið verður því sem næst beint þá er hún mjög gjörn á að vera nánast blanco með það hvað maður gerir með svona vefpóla. Ég er mikið að halda mig frá því að setja nafn á hegðunina því það er í raun ekki fyrr en vefið er orðið alveg lokað þar sem þetta líkist almennilega fullu vefi, en þetta er soldið spes með að þegar vefið lokast þá hrynur hegðunin niður mikið meira en ég hefði búist við. Mikið hefði ég þörf fyrir að geta skellt upp vefi í garðinum og tekið 2-3 session yfir daginn, í örfáar mínútur í senn. Ég er alveg sannfærð um að þetta gengi mikið hraðar þannig. Annars ef ég horfi á þetta aðeins utan frá þá gengur þetta alls ekki hægt, eiginlega bara alls ekki, og t.d. er enginn af hundunum sem voru á námskeiðinu með okkur farinn að geta vefað að nánast neinu leiti sjálfir, og þeir byrjuðu að læra vefið í apríl. Þannig að ég er hvorki fúl, né er Dís að valda mér vonbrigðum, við erum bara saman að lenda á soldið spes vegg, og þurfum bara að vinna okkur út úr þessu, og helst á meðan jörðin er enn ófrosin svo ég geti skellt vefpólunum niður og æft sjálf.

Svo erum við líka byrjaðar að æfa brúnna, og það gengur alveg eins og í sögu, ég var eiginlega mjög hissa á því hvað ég gat aukið erfiðleikastigið þar hratt án þess að hún feilaði. Núna erum við komnar með brúnna upp á borð og þá fyrst fór hún að stökkva af án þess að hlaupa. Og við erum bara búnar að fara og æfa þetta þrisvar. Ég ætla reyndar að halda mér aðeins á "borðstiginu" í smá tíma í viðbót og setja upp "gildrur" fyrir hana og gera þetta erfiðara strax í stað þess að klára brúnna og fara svo að bæta inn beygjum og göngum undir brúnna og þessu sem lokkar hundinn til að stökkva af botninum. Hlaupa hlaupa hlaupa, það er það sem við ætlum að gera !

En að öðrum pælingum líka, þá var það alltaf planið mitt að fara með hana í hlýðni próf líka, og vantar okkur nú án gríns BARA að geta næsepröve æfinguna, því allar aðrar æfingar eru komnar. Ég er búin að fá leiðbeiningar með hana frá nokkrum aðilum og er svona að prófa mig áfram, en ég er ennþá í því að kenna henni að sækja og skila kubbinum og er ekki búin að bæta við öðrum kubbi þar sem eini munurinn er að annar kubburinn er með mína lykt. Ég var að kíkja á video af æfingunum sem eru í LP I hérna, og LP II reyndar líka, og það er sama sagan þar, okkur vantar bara þessa einu æfingu ! Þ.a. þegar ég er búin að klára að kenna henni næsepröve æfinguna þá gæti Dís allt í einu heitið LP I LP II Morastaða Korka... hversu gaman væri það ! Já og svo kanski LP I LP II DKLPCH Morastaða Korka, og svo seinna meir LP I LPII DKLPCH DKAGCH DKJUCH Morastaða Korka, það hljómar ennþá betur !

En ef þið viljið sjá hvaða æfingar um er að ræða þá er þetta LP I próf með dönsku reglunum



Og þetta er LP II, sami hundur


Spennandi :)

Engin ummæli: