Hvað ég get verið vitlaus. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér soldið undanfarið hvað Dís er misjafnlega góð í hoppunum. Stundum gerir hún þau 100 % með fullum krafti og á fullri ferð, en svo á hún það til að verða hæg, verða rosalega ringluð á því hvað ég er að byðja um (sérstaklega þegar það kemur að erfiðum beygjum í kringum hopp og stjórnun sem hundar þurfa að vera virkilega mikið þjálfaðir í til að skilja 100% hvað stjórnandinn er að meina). Þegar hún skilur ekki hvað ég er að tala um, þá verður hún hæg, hún verður óörugg og í verstu tilfellunum þá á hún það til að slökkva alveg á sér (hefur gerst örfáum sinnum en ég farin að þekkja merkin þegar hún er farin meira í þá átt og reyni virkilega að koma í veg fyrir það). En þegar ég var að æfa með henni á föstudaginn síðasta þá fékk ég algjöra hugljómun, alveg skólabókar "light bulb moment". Ég er nánast ekki neitt búin að vera að verðlauna fyrir hoppin ein og sér. Hún fær nánast aldrei umbun eða verðlaun fyrir það eitt að hoppa, hoppin hafa í hennar huga frekar lágt skemmtunargildi því það er svo langt síðan hún fékk verðlaun fyrir það eitt að hoppa. Hoppin hafa bara orðið svona millitæki á milli þess að framkvæma einhver af erfiðu tækjunum sem við erum búin að eyða mun meiri tíma í að þjálfa, því þau eru jú erfiðari. Hopp er bara hopp.
Eða hvað, ef við horfum á þetta út frá venjulegri braut, þá eru á bilinu 12-20 hopp í einni braut, en yfirleitt bara einu sinni vef, brú, A, salt og þessi "erfiðari" tæki. Samt hættir manni rosalega til að eyða miklu meiri tíma í að verðlauna erfiðu tækin og miklu meiri tíma í að æfa erfiðu tækin, en þau mynda undir 25% af venjulegri braut. Og þessa gildru féll ég í alveg kylliflöt. Ég hef soldið verið að drífa mig ómeðvitað, já eða kanski meðvitað líka, að ná að komast á "réttan" stað í þjálfun með Dís m.v. hvar hún ætti að vera m.v. aldur. En það virðist oftar en ekki vera að verða til þess að ég er of mikið að hoppa yfir mikilvæga hluti í þjálfuninni þ.a. ég þarf án gríns að einbeita mér að því að æfa grunninn, æfa grunninn og ÆFA GRUNNINN ! Það liggur í alvörunni ekkert á, ég á ekki eftir að skrá hana í mót fyrr en á næsta ári þ.a. við höfum ennþá nógan tíma.
Annað sem ég ætla að bæta við þjálfunina hjá mér líka er að þegar ég er að hlaupa brautir (sem ég geri þegar ég mæti á æfingar hjá klúbbnum sem ég er að æfa hjá) þá ætla ég frekar að hugsa um flæði og að ná upp meiri hraða á þessum erfiðari köflum, því það sem hún gerir núna er að hægja á sér (æfingarnar eru settar upp fyrir fullþjálfaða hunda, með 2 fullum brautum, sem hentar í raun ekki mjög vel ungum og óreyndum hundum en við látum það ekki á okkur fá) þegar kemur að erfiðari stjórnunum á hoppunum og verðlauna fyrir hoppin !
En að öðru óhundatengdu, eða svona að hluta til. Núna er næsta blokk byrjuð og fyrsti alvöru dýralækningarkúrsinn er að byrja núna hjá mér, fyrsti kúrsinn þar sem við fáum að læra um sjúkdóma og lækningar á dýrum og fáum að komast í kynni við lifandi dýr og fara inn á smádýra og stórdýra spítalann. Miðað við það hvað ég horfi fram á að vera að læra núna og það sem eftir er af náminu þá skil ég ekki hvernig ég þraukaði fyrsta árið sem virðist bara engin tengsl hafa við dýralækningar. Þetta verður bara skemmtilegt úr þessu. Ég sé reyndar líka fram á dýrustu bókakaupin í náminu til þessa en þetta eru samt allt bækur sem ég á eftir að eiga og nota það sem eftir er þ.a. ég hugga mig alveg við það (fyrir utan það hvað þær eru geðveikt flottar).
En þá er ég allavegana búin að koma niður á blað svona mínum helstu hugsunum um stöðuna í dag og væntanlegar breytingar í þjálfun, svona þar sem að ég er mest að gera þetta fyrir mig sjálfa.
mánudagur, nóvember 15, 2010
miðvikudagur, nóvember 10, 2010
Og tíminn líður
Þessa stundina nýt ég þess í þaula að vera í viku fríi, reyndar er þetta alveg 11 daga frí ef við tökum tillit til þess að það eru jú tvær helgar inni í þessu fríi mínu líka. En ég er samt að njóta þess í botn að hafa tima fyrir sjálfa mig, tíma fyrir Dís og tíma til að gera bara nákvæmlega ekki neitt. Dís er búin að fá dágóðan skamt af þjálfun þessa vikuna og við erum á leið í tíma í kvöld. Ég er að reyna að halda aftur af mér með að fara út og æfa fyrir æfinguna en ég ætla að láta æfinguna í kvöld vera nóg. Vefið er svona 95% tilbúið. Ég tók nokkrar æfingar með hálflokað vef (s.s. aðeins opið þ.a. væri auðveldara fyrir hana að finna rétta leið í gegnum allt vefið) og svo ákvað ég á einni æfingu að prófa fjóra póla af alveg beinu vefi og það tók nokkrar tilraunir með klikkernum en um leið og hún fattaði að hún ætti líka að ormast í gegnum þessa póla þó þeir væru alveg beinir þá kviknaði ljós í hausnum á henni. Næsta æfing hjá okkur eftir þetta var svo æfing með klúbbnum og ég ákvað að prófa að senda hana í fullt 12 póla vef til að sjá hvað hún myndi gera, en viti menn hún fór í vefið og byrjaði rétt en poppaði svo út úr vefinu eftir nokkra póla. Á fullu vefi vefar hún rétt í svona 70% tilfella en ástæðan fyrir því að hún poppar út úr vefinu er ekki að hún viti ekki hvað hún á að gera, heldur er hún vön að vefa í vefi þar sem hún getur sjálf ýtt pólunum til hliðar. Ef ég nota vefið mitt þá þarf ég alltaf að vera að laga vefið á milli skipta því hún beygjir pólana alltaf aðeins út til hliðar. Stóra vefið er með massívari pólum sem ekki er hægt að beygja og hún þarf að koma sér frekar í hreyfingarmunstur sem inniheldur stærri hreyfingu í gegnum vefið þ.a. hún sé ekki að rekast á pólana og poppa út úr vefinu þess vegna. Ef hún væri að vefa í vefinu okkar heima þá væri þetta ekkert vandamál enda frekar auðvelt fyrir hundana að beygja PVC pólana í því vefi líkt og Skuggi heitinn gerði alltaf svo skemmtilega.
Kontact þjálfunin gengur líka ágætlega, mér hættir reyndar alveg rosalega til að flýta mér mikið í þeim efnum af því að þegar það eru hlaupnar brautir á æfingum þá innihalda þær alltaf brú, A og salt og það er frekar leyðinlegt til lengdar að vera alltaf á sérdíl með að sleppa þeim þ.a. Dís fær að hlaupa brúnna og Aið í fullri hæð á æfingum á milli þess sem ég æfi það betur í "réttri hæð" á mínum eigin æfningum þess á milli. Ég er að vona að það komi ekki í bakið á mér þar sem að á æfingu fer hún brúnna t.d. í mesta lagi tvisvar og ég reyni þá frekar að viðhalda hraða og vera 100% á því að markera þegar hún hittir rétt á kontaktsvæðið. Ef ég fæ þetta í bakið seinna þá má alveg híja á mig !
Annars er ég að prófa soldið nýtt núna, ég ráfaði inn í hráfæðisbúð (fyrir hunda náttúrulega). Ég vissi af þessari búð hérna rétt hjá mér áður en hún flutti sig um set, en svo fann ég hana aftur um daginn rétt hjá staðnum þar sem hún hafði verið þ.a. ég kíkti inn. Ég er mikið búin að vera að láta mig dreyma um að eignast frystiskáp sem kemst inn í innréttinguna hérna, en það hefur ekki gengið vel að finna svona skáp, en það er eiginlega nauðsynlegt að eiga frystikistu eða frystiskáp til að geta fóðrað á hráfæði því annars væri ég í búðinni að versla fyrir hundinn annan hvern dag. En þegar ég kíkti í þessa fyrrnefndu hráfæðisverslun (heitir reyndar Dansk Barf Senter) þá komst ég að því að ekki bara eru þeir með fáranlega breytt úrval af kjöti, beinum og innmat fyrir hunda (af öllum mögulegum og ómögulegum dýrategundum) sem þeir framleiða sjálfir, þá eru þeir líka með það sem þeir kalla "easybarf" sem er þurrkað hráfóður, s.s. þurrkað kjöt, innyfli, bein og fullkomlega samsettur matur, en frostþurrkaður þ.a. maður þarf ekki að eiga frysti heldur skellir maður þessu bara í skál og skellir smá vatni með og voila ! Hráfóður fyrir frystislaust fólk ! Eini gallinn sem ég sé er náttúrulega að einn stærsti kostur hráfæðis er að hundurinn þarf að tyggja almennilega og þ.a.l. uppfyllir fóðrið að hluta til tyggiþörf hundsins og það hreinsar líka tennurnar á meðan hundurinn borðar. Þetta fóður er í áferð eins og mulinn harðfiskur en þar sem að Dís bryður ekki þurrfóðrið sitt heldur gleypir það bara þ.a. það kemur út á það sama hvað þetta varðar. En stærsta breytingin er svo að í staðin fyrir þurrfóður einu sinni á dag alla daga vikunnar fær hún easybarf 5 daga vikunnar, 1 dagur er beinadagur og einn dag í viku fastar hún. Þeirra fóðursamsetning byggir á reynslu dýralækna og líffræðinga sem starfa með úlfa á norðurheimshvelinu og matarvenjum þeirra, þ.a. ég er soldið spennt að sjá hvernig þetta kemur út, en vonandi verð ég búin að eignast frystiskáp bráðum þ.a. ég geti bara fóðrað Dís á hráfæði einu saman. Ég er á þeirri línu að þar sem að hundar eru rándýr og meltingarfærakerfi þeirra er gert til að borða kjöt og innyfli og bein, að það sé ekki eðlilegt að fóðra þá á korni og kornvörum, og mig grunar rosalega sterkt að það sé aukin fylgni á milli t.d. aukinna tannvandamála og ónæmisvandamála sé samsetningin í fóðrinu sem hundum er gefin.
En ég þarf að plata Valda til að taka upp æfingu hjá okkur bráðlega til að aðrir geti séð stöðuna á vefinu til dæmis.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)