mánudagur, mars 27, 2006

Kvennatölt og helgin á hvolfi

Jæja, það er orðið aðeins of langt síðan ég hef eitthvað látið heyra í mér. Helgin er búin að vera vægast sagt á hvolfi hjá mér, allt of mikið að gera þessa dagana. Um daginn lét ég Jónu draga mig í mótanefnd Andvara, og við vorum að halda fyrsta mótið síðasta föstudag, þ.e. kvennatölt Andvara. *note to self* muna að vera með hitaofn næst þegar ég er að sjá um tölvukerfið! Mér var orðið svo kalt á tímabili að ég var hætt að geta pikkað á tölvuna einkunnir hestanna sem voru að keppa, ekki gott mál ! Ég var lengi lengi lengi að ná í mig hitanum almennilega aftur, en það bætti nú úr skák að hafa stóran hitabangsa með mér í rúminu :Þ

Laugardagurinn var undarlegur, það var brjálað að gera í vinnunni, ég vann lengi og fór svo upp í hesthús á eftir og var ekki komin heim fyrr en um 10 leitið alveg úrvinda, dagurinn í dag var svipaður, mikið að gera í vinnunni, fór svo í fermingarveislu og át næstum því á mig gat en náði þó sem betur fer að hafa aðeins smá stjórn á mér...

anyhow, later, og já endilega kommenta, er svona búin að reyna að vera duglegri við það hjá öðrum líka. Það er alltaf gaman að sjá hverjir eru að stoppa við :D

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrst þú biður svona fallega ætla ég að kommenta, ég er samt alveg sármóðguð að mér hafi ekki verið boðið með í hesthúsið á laugardaginn... Sat ein heima að láta mér leiðast og beið og beið eftir að þú hringdir í mig :´(

Unknown sagði...

Sorry, var bara ekki komin upp í hesthús fyrr en svo rosalega seint og fór ekkert á bak, það var m.a.s. löngu búið að gefa þegar ég kom uppeftir ;) þú færð að koma með seinna :D

Nafnlaus sagði...

Allt í góða, var bara að djóka... Sat sko ekkert heima ein, fór í afmæli og allt :)

Nafnlaus sagði...

Gaman ad sjá blogg frá thér aftur :)

Ég stoppa alltaf reglulega hér vid =)