þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskarnir búnir

og lífið byrjað aftur. Ég átti góða páska, búin að gera helling og bara gaman. Var að vinna á Skírdag, og allt brjálað að gera ! Svo fórum við í bíltúr á föstudaginn, kíktum upp í Mýrarkot á hestana okkar, allir í góðum gír. Svo héldum við áfram smá hring og enduðum á því að kíkja á Blesastaði, og þar hitti Fluga mömmu sína sem hún hefur ekki séð í mörg ár. En ég fer ekki af því að hún vissi að Svala væri mamma sín, því ég hef aldrei séð hana lúffa svona fyrir öðrum hundi, en það er alveg á hreinu hvaðan gribban í Flugu litlu kemur, mamma hennar er eins :Þ
Ég ákvað að taka nokkrar myndir af Svölu litlu, sem er að verða 10 ára (og það sést sko ekki á henni, eldist greinilega jafn vel og Fluga mín) því ég átti aldrei neinar almennilegar, en þar sem ég hafði bara símann minn sem hefur eiginlega ekkert zoom þá varð ég alltaf að fara nær henni með símann til að ná almennilegri mynd og þá hennti hún sér á bakið til að snýkja klór.


Þetta var eina almennilega myndin sem ég náði af henni sem sýnir hana alla, hinar komu svona út...


Svo hitti ég reyndar ferlega sæta kisu þarna líka


Anyhow, þá átti ég s.s. afmæli síðasta laugardag, orðin alveg 24 ára gömul :S en í tilefni dagsins ákváðum við að nota gjafabréfið sem við fengum af karlakvöldi fáks. Við s.s. fórum á hótel Selfoss þar sem við áttum gistingu og þriggja rétta málsverð, geðveikt góður matur og læti ! Svo gerðumst við svo fræg að fara í Selfossbíó, örugglega minnsta bíósal landsins að sjá myndina Matador með Pierc Brosnan (man ekki alveg hvernig það er skrifað), ferlega góð mynd, mæli með henni :)
Svo gengu páskarnir sinn vanagang, kíktum í bíltúr, fórum á hestbak og fórum svo í mat til pabba og bara gaman. Í gær fórum við svo með Artemis hans Valda líka austur til Söru frænku hans í þjálfun og sjá hvort það gangi upp að koma henni í sýningu, hún er mjög lofandi og spennandi. Svo kíktum við aðeins á Blesa og hann er bara í góðum gír, ferlega spennandi sumar í vændum ! En jæja núna er það próflestur og meiri próflestur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá bara rosa blogg ;)
Ferlega er hún Svala sæt, sé hvaðan hún Fluga hefur fegurðina....
Annars takk fyrir reiðtúrinn í dag, ég fer bara ekki ofan af því að þetta er LÍFIÐ!!!! Ekkert eins gaman og að fara á hestbak :D

Nafnlaus sagði...

hæhæ langaði bara að kasta smá kveðju á þig, nú þegar ég hef fundið bloggið þitt :)http://spaces.msn.com/arnylara/