miðvikudagur, september 20, 2006

Nú er það svart !

Ég er búin að sjá það að ég er háð hundinum mínum.

Það er ekki eins að fara einn út að sprikla og hreyfa sig eins og að hafa hundinn með sér í för. Þetta sér maður ekki fyrr en einn partur af jöfnunni ég+hundur+útiver = hamingjusöm Silja hverfur. Núna er Fluga litla slösuð, henni tókst að skera á sér þófann í göngutúr í gær. Við kíktum svo til doktorsins í dag og létum lappa upp á hana, hún var svæfð, hreinsuð, saumuð og búið um, fékk svo óteljandi sprautur, vaknaði, var vönkuð og asnaleg og við fórum svo heim. Núna er hún með mjög stílhreinar grænar umbúðir á hægri afturfæti, sem hafa allavegana fengið að vera í frið enn sem komið er. Svo liggjum við núna saman upp í sófa, undir teppi að kúra, hún slösuð og ég kvefuð...

Góðar saman mæðgurnar !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð náttúrulega bara alltaf flottastar :)

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Látiði ykkur batna báðar tvær!!

Hlakka til að sjá ykkur næstu helgi á sýningunni :)