fimmtudagur, október 12, 2006

bloggedí blogg

Já, maður hefur nú ekki alveg verið nógu duglegur við bloggið undanfarið. Það er nú kanski ekki alveg nógu gott, en það eru nú ekki svo margir sem lesa þessar hugleiðingar mínar hvort eð er :Þ

Annars er nú bara gott að frétta, um síðustu helgi var haustsýning HRFÍ, og þeim hundum sem ég fór með gekk nú bara ansi vel. Byrjaði daginn á því að skottast með Púka litla, og viti menn, haldiði að hann hafi ekki fengið fyrstu einkun (gott), íslenskt meistarastig (mjög gott) og alþjóðlegt meistarastig (frábært !!!), hann varð svo þriðji besti rakkinn, en pabbi hans varð besti rakinn. Schaferinn var svo frekar hectik, allir hundarnir fengu fyrstu einkun og framhald, þ.a. þegar komið var í opinn keppnisflokk var orðinn soldill skortur á handlerum :S Það lukkaðist nú allt að lokum.

Annars var ég með ferlegar pælingar í gærkveldi um það hvað ég ætti að skella í bloggið mitt, ýmsar afar háleitar hugsanir í gangi, en svo man maður auðvitað bara ekki neitt...

Anyhow, núna ætti maður að reyna að taka sig á í blogginu !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er náttúrulega sármóðguð að ekki skuli vera minnst á frábæran árangur okkar Ísafoldar!!!

Unknown sagði...

Sorry sorry, að ógleymdum stórkostlegum árangri Gerðar og Ísafoldar, sem fengu fyrstu einkun í opnum flokki :D:D:D

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.