fimmtudagur, október 26, 2006

Asninn ég...

Hélt í alvörunni að hann væri að tala um bát...
Ég kann greinilega minna í sænsku en ég hélt, en ég er greinilega alls ekki nógu mikill nörd til að hafa getað vitað þetta

miðvikudagur, október 25, 2006

Myndir

Ég rakst á ansi skemmtilegar myndir hjá Kollu vinkonu (sem á Ask og Öglu) frá heimsókn Hvuttaklúbbsins upp í Mýrarkoti síðasta vor.


Gyðja litla fékk að fljóta með

Og skemmti sér konunglega









En þarna voru alls konar hundar...


Pommin Sara sem valdi að vera örugg upp á pallinum


Rottweilerinn Helja


Doermann hundurinn Arwen


Egla risaschnauzer






Askur var í essinu sínu, nánast einn um allar þessar stelpur (Birta golden er ekki alveg eins sátt við athyglina)


Auðvitað var Fluga stödd á óðalinu sínu, varð einhver að hafa stjórn á þessum skríl :)


og Ísafold var dugleg við að vera skugginn hennar, enda er Fluga ídolið hennar Ísafoldar


Egla var eitthvað ósátt við að fá ekki að smakka grilluðu pylsurnar


smá kaos í gangi


Ísafold fílaði sig í botn í sveitinni




Og Gyðju þótti þetta ekkert leiðinlegt heldur

miðvikudagur, október 18, 2006

*_*_*_*_*_*

Jæja það er mikið að gera þessa dagana, eiginlega aðeins of mikið að gera. Er allt of mikið sem mann langar að gera, en of lítið sem maður hefur tíma til að gera (nú eða efni á...). Skólinn er alveg á fullu núna og það er allt á haus. Síðustu daga er ég búin að vera að hugsa aðeins of mikið, það er svo mikið sem mig langar til að gera, svo mikið sem mig langar í, en hvorki eru tími né peningar. Það er nú eiginlega helst af því að allt sem mig langar í kostar mikin mikin pening.

Í fyrsta lagi þá langar mig að endurinnrétta íbúðina aftur, en það er alveg verkefni upp á nokkur hundruð þúsund, þ.a. það verður að bíða aðeins. Svo langar mig að fjarlægja runnana í garðinum (það er reyndar kominn tími til þess að klippa þá núna, en maður hefur hreinlega bara ekki tíma), setja upp girðingu, pall, lítið garðhús fyrir slátturvélina og svona. En það kostar náttúrulega líka pening, mikinn pening þ.a. það verður líka að bíða betri tíma. Svo langar mig eiginlega að fá bara sumar aftur, langar að setja einhverja fallega skriðplöntu í garðinn, veit m.a.s. alveg hvar ég vill setja hana, og svo bara blóm, falleg blóm. Annars er ég svo sem ekkert ósátt við veturinn, það eina slæma er kuldinn.

Mig langar reyndar líka alveg ferlega í góða digital myndavél, langar alveg rosalega að geta tekið skemmtilegar myndir, af hundinum, hundum, hestunum okkar og svona. Það er alltaf gaman að eiga fallegar myndir af einhverju sem manni þykir vænt um upp á vegg.

Svo langar mig auðvitað í annan hund, en það mun náttúrulega alltaf vera til staðar. Þeir sem þekkja mig vita það alveg, sú löngun hverfur aldrei. En fjöldinn af tegundum sem eru að heilla mig eykst alltaf. Það er náttúrulega alls ekki gott, ég hef ekki gott af meiri "óákveðni". En það reddast nú bara einhverntíman í framtíðinni :D

Annars erum við Fluga litla bara almennt í góðum gír, við fórum loksins á hundafimiæfingu í vikunni, í fyrsta skiptið eftir að hún slasaði sig. Ég get ekki séð fyrir mitt litla líf að hún sé eitthvað að hægja á sér, alltaf jafn mikill nagli. Hún fékk að vera kennsluhundur hjá ungu sýnendunum, en hún hafði nú samt ekki eins mikið gaman af því að þurfa að liggja kyrr á meðan ég var að aðstoða stelpurnar en það var nú allt í lagi, enda er hún svo hlýðin litla skottan. En mikið rosalega er ég ánægð með þessa hunda sem hafa verið að mæta, margir hundar þarna sem eiga eftir að verða rosalega góðir ef þeir halda áfram á þessari braut. Svo er reyndar ein lítil skotta þarna sem minnir mig soldið á Flugu þegar hún var ung, af tegund sem ég bjóst aldrei við að myndi heilla mig. Litla Border Terrier tíkin hún Rökkurdís er alveg ferlega skemmtileg, algjör nagli og hefur alveg rosalega gaman af því að vinna með mömmu sinni. Svo er Rispa litla (sheltie) líka mjög skemmtileg en ég hef nú lengi verið hrifin af sheltie, þ.a. það eru nú engar "fréttir". Svo eru líka margir Cockerar þarna sem eru yndislegir, og Cavalierar. Svo er reyndar líka ferlega skemmtileg Beagle tík sem er að standa sig rosalega vel og er að koma mér virkilega á óvart. Og svo hafa líka verið að koma skemmtilegir border blendingar og íslendingar, en það kom mér svosem ekkert á óvart ;)


En jæja þangað til næst...

fimmtudagur, október 12, 2006

bloggedí blogg

Já, maður hefur nú ekki alveg verið nógu duglegur við bloggið undanfarið. Það er nú kanski ekki alveg nógu gott, en það eru nú ekki svo margir sem lesa þessar hugleiðingar mínar hvort eð er :Þ

Annars er nú bara gott að frétta, um síðustu helgi var haustsýning HRFÍ, og þeim hundum sem ég fór með gekk nú bara ansi vel. Byrjaði daginn á því að skottast með Púka litla, og viti menn, haldiði að hann hafi ekki fengið fyrstu einkun (gott), íslenskt meistarastig (mjög gott) og alþjóðlegt meistarastig (frábært !!!), hann varð svo þriðji besti rakkinn, en pabbi hans varð besti rakinn. Schaferinn var svo frekar hectik, allir hundarnir fengu fyrstu einkun og framhald, þ.a. þegar komið var í opinn keppnisflokk var orðinn soldill skortur á handlerum :S Það lukkaðist nú allt að lokum.

Annars var ég með ferlegar pælingar í gærkveldi um það hvað ég ætti að skella í bloggið mitt, ýmsar afar háleitar hugsanir í gangi, en svo man maður auðvitað bara ekki neitt...

Anyhow, núna ætti maður að reyna að taka sig á í blogginu !