fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Good times !

Það hefur verið ansi góður tími hjá mér undanfarið, er búin með 4 próf, ansi gott :D

Og svo þann 25 nóvember síðastliðinn (sama dag og ég tók síðasta prófið mitt í bili) þá var haldið hið nýja (tja eða nýnefnda ) Meistaramót í Hundafimi. Mótið byrjaði á krökkunum í unglingadeildinni og þau stóðu sig svo vel ! Hundarnir fengi reyndar smá "sjokk" þegar aðstæðurnar voru allt aðrar í keppninni heldur en á æfingum, en það skemmtu allir sér vel í kuldanum. Svo kom að byrjendaflokknum, Gerður, Hulda og Anna komu með skotturnar sínar og Gerður var hlutskörpust með Ísafold ! Congratulations !

Smáhundarnir voru ansi margir, frábær mæting hjá þeim, og hin unga Gríma og Amanda stóðu sig lang best og áttu verðskuldaðan sigur.

Svo að lokum kom að okkur í opna flokki stórra hunda, við hentumst út í frostið og kuldan og gerðum hundana okkar tilbúna fyrir átökin, svo þegar kom að Flugu og mér renndum við okkur inn í brautina, stilltum okkur upp og hlupum af stað, allt gekk vel, hún flaug í gegnum brautina á mjög góðum tíma, áhorfendur trylltust þegar við fórum yfir síðasta tækið og það var ekkert lítið gaman !!! Að lokum stóðum við uppi sem sigurvegarar á tímanum 34,6. Mikið gaman og fleiri verðlaun, held að ég þurfi að fara að stækka verðlaunahilluna. En já, ég á besta hund í heimi !

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Váááááá !

Helvíti flott, en soldið löng, þ.a. take your time !





sunnudagur, nóvember 12, 2006

Er í einhverju myndastuði...



Já það er ekki gott að hafa of mikinn tíma aflögu...

Tja aflögu eða ekki aflögu, get ekki alveg sagt að ég hafi endalausan tíma sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Það rétta er að ég hef of mikinn tíma til að hugsa. Próflestur fer oft þannig með mann, þegar maður er með nefið ofan í bók, einbeitir sér þvílíkt, þá vill hugurinn oft reika...

Mig er eiginlega soldið farið að langa bara í almennilegan snjó, ég er reyndar almennt ekki hrifin af snjó, aðalega vegna þess að manni verður ansi kalt á tánum á veturna, sérstaklega þegar maður er að ríða út. En ég aftur á móti þoli ekki svona hálfkák, ekki svona kanski snjó, kanski ekki snjó. Endalausa slyddu, kulda, rok og svoleiðis rugl er náttúrulega bara ekki sniðugt. Það hafa náttúrulega liðið nokkuð mörg ár hérna í borginni síðan það hefur komið almennilegur vetur. Undanfarna daga hefur fryst almennilega hérna, og á leið minni heim úr skólanum (um miðja nótt eftir hörkulestur og háfleigar hugsanir) sá ég stóran hóp ungra drengja (get ég mér til um) á bílastæðinu við Húsgagnahöllina, að nýta sér stórt gott bílastæði til þess að leika sér að því að renna sér ...

Á bílunum sínum...

Ég veit ekki hvaðan þessi hvöt kemur, að renna sér á ís í bíl. Reyndar mættu ansi margir útlendingar stunda þetta, tja eða taka nokkra tíma við þetta þegar þeir koma til landsins á sumrin. Það kemur alltaf fyrir á hverju sumri að einhver aumingjans útlendingur keyrir á malarvegi og ræður ekki við aðstæður á bílaleigubílnum sínum. Við íslendingar erum náttúrulega mun vanari þessu þar sem að ísakstur er greinilega að verða þjóðarsportið okkar.

En ef ykkur vantar eitthvað til að eyða smá stund kíkið endilega hérna

laugardagur, nóvember 11, 2006

Göngutúr í fyrsta vetrarsnjónum

Það var mikið fjör hjá okkur hundunum í göngutúrnum í gær eins og sjá má :D





























Mig langar samt í almennilega myndavél...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ert þú gæðablóð ?

Ekki ég...

Eða allavegana vill blóðbankinn ekki meina það, ég skellti mér í blóðbílinn þegar hann kom fyrir utan skólann hjá mér um daginn, var alveg þvílíkt hugrökk þar sem ég er nú með smá nálafóbíu eins og svo margir aðrir. Ég steig inn í bílinn, fyllti út einhvern spurningarlista eftir bestu samvisku og fór svo og talaði við einhvern hjúkrunafræðing. Hún fer yfir listann og spyr mig svo um yfirliðin sem ég hafði merkt við og vegna þess að það líður stundum yfir mig þá vildi hún ekki blóðið mitt...

Núna er stormviðvörun í gangi, veðrið er ógeðslegt og ég ætla að fara í göngutúr með hundana. Stubbur er í pössun og hundarnir þurfa að komast í göngu, nú verð ég dugleg, skelli mér út í snjógalla og hlý föt.

Lateeeer

laugardagur, nóvember 04, 2006

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Martha Stewart...

Eat your heart out !




Það getur sko enginn sagt að maður hugsi ekki almennilega um kallinn ;)

Mamma, til hamingju með afmælið í dag !!!!!