fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Good times !

Það hefur verið ansi góður tími hjá mér undanfarið, er búin með 4 próf, ansi gott :D

Og svo þann 25 nóvember síðastliðinn (sama dag og ég tók síðasta prófið mitt í bili) þá var haldið hið nýja (tja eða nýnefnda ) Meistaramót í Hundafimi. Mótið byrjaði á krökkunum í unglingadeildinni og þau stóðu sig svo vel ! Hundarnir fengi reyndar smá "sjokk" þegar aðstæðurnar voru allt aðrar í keppninni heldur en á æfingum, en það skemmtu allir sér vel í kuldanum. Svo kom að byrjendaflokknum, Gerður, Hulda og Anna komu með skotturnar sínar og Gerður var hlutskörpust með Ísafold ! Congratulations !

Smáhundarnir voru ansi margir, frábær mæting hjá þeim, og hin unga Gríma og Amanda stóðu sig lang best og áttu verðskuldaðan sigur.

Svo að lokum kom að okkur í opna flokki stórra hunda, við hentumst út í frostið og kuldan og gerðum hundana okkar tilbúna fyrir átökin, svo þegar kom að Flugu og mér renndum við okkur inn í brautina, stilltum okkur upp og hlupum af stað, allt gekk vel, hún flaug í gegnum brautina á mjög góðum tíma, áhorfendur trylltust þegar við fórum yfir síðasta tækið og það var ekkert lítið gaman !!! Að lokum stóðum við uppi sem sigurvegarar á tímanum 34,6. Mikið gaman og fleiri verðlaun, held að ég þurfi að fara að stækka verðlaunahilluna. En já, ég á besta hund í heimi !

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já til hamingju sömuleiðis, þetta var alveg ótrúlega flott hjá ykkur :) Þú gleymdir að taka það fram að ég vann þrátt fyrir að vera með 39 stiga hita og ælupest hehehe