föstudagur, nóvember 10, 2006

Ert þú gæðablóð ?

Ekki ég...

Eða allavegana vill blóðbankinn ekki meina það, ég skellti mér í blóðbílinn þegar hann kom fyrir utan skólann hjá mér um daginn, var alveg þvílíkt hugrökk þar sem ég er nú með smá nálafóbíu eins og svo margir aðrir. Ég steig inn í bílinn, fyllti út einhvern spurningarlista eftir bestu samvisku og fór svo og talaði við einhvern hjúkrunafræðing. Hún fer yfir listann og spyr mig svo um yfirliðin sem ég hafði merkt við og vegna þess að það líður stundum yfir mig þá vildi hún ekki blóðið mitt...

Núna er stormviðvörun í gangi, veðrið er ógeðslegt og ég ætla að fara í göngutúr með hundana. Stubbur er í pössun og hundarnir þurfa að komast í göngu, nú verð ég dugleg, skelli mér út í snjógalla og hlý föt.

Lateeeer

Engin ummæli: