sunnudagur, nóvember 12, 2006
Er í einhverju myndastuði...
Já það er ekki gott að hafa of mikinn tíma aflögu...
Tja aflögu eða ekki aflögu, get ekki alveg sagt að ég hafi endalausan tíma sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Það rétta er að ég hef of mikinn tíma til að hugsa. Próflestur fer oft þannig með mann, þegar maður er með nefið ofan í bók, einbeitir sér þvílíkt, þá vill hugurinn oft reika...
Mig er eiginlega soldið farið að langa bara í almennilegan snjó, ég er reyndar almennt ekki hrifin af snjó, aðalega vegna þess að manni verður ansi kalt á tánum á veturna, sérstaklega þegar maður er að ríða út. En ég aftur á móti þoli ekki svona hálfkák, ekki svona kanski snjó, kanski ekki snjó. Endalausa slyddu, kulda, rok og svoleiðis rugl er náttúrulega bara ekki sniðugt. Það hafa náttúrulega liðið nokkuð mörg ár hérna í borginni síðan það hefur komið almennilegur vetur. Undanfarna daga hefur fryst almennilega hérna, og á leið minni heim úr skólanum (um miðja nótt eftir hörkulestur og háfleigar hugsanir) sá ég stóran hóp ungra drengja (get ég mér til um) á bílastæðinu við Húsgagnahöllina, að nýta sér stórt gott bílastæði til þess að leika sér að því að renna sér ...
Á bílunum sínum...
Ég veit ekki hvaðan þessi hvöt kemur, að renna sér á ís í bíl. Reyndar mættu ansi margir útlendingar stunda þetta, tja eða taka nokkra tíma við þetta þegar þeir koma til landsins á sumrin. Það kemur alltaf fyrir á hverju sumri að einhver aumingjans útlendingur keyrir á malarvegi og ræður ekki við aðstæður á bílaleigubílnum sínum. Við íslendingar erum náttúrulega mun vanari þessu þar sem að ísakstur er greinilega að verða þjóðarsportið okkar.
En ef ykkur vantar eitthvað til að eyða smá stund kíkið endilega hérna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli