sunnudagur, desember 31, 2006
laugardagur, desember 30, 2006
Fluga
Fluga er fyrsti hundurinn minn sem var algjörlega hundurinn minn. Fyrir átti ég/fjölskyldan litla poodle tík sem hét Kátína. Fluga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum sumarið 1998, þar sem ég vann þegar hún fæddist, og eftir það sumar kom ég heim með hund og hest, sem ég á enn í dag.
Fluga er besti hundur sem hægt er að hugsa sér að eiga, hún er óendanlega hlýðin, þolinmóð, gáfuð og endalaust til í að læra. Hennar afrekaskrá lengist sífellt, hún hefur þrisvar unnið íslandsmót/meistaramót Íþróttadeildarinnar í Hundafimi, og bikarahillan okkar er orðin full af hennar verðlaunum (já og verðlaununum hans Valda líka).
Þessi mynd er tekin á íslandsmeistaramótinu 2002 þar sem við stóðum uppi sem sigurvegarar.
Þessi er frá nýskírða Meistaramóti þar sem við Fluga stóðum líka uppi sem sigurvegarar, mjög skemmtileg stund því húsfylli var í höllinni þrátt fyrir rosalegan kulda...
Þegar hún var 5 ára gömul tókum við upp á því að æfa með BHSÍ og á örstuttum tíma náðum við C-gráðu í víðavangsleit, þetta er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið með mínum hundi, en vegna anna í námi hef ég bara ekki haft tíma til að æfa. En þetta mun koma í framtíðinni, með einhvern annan hund.
Fluga hefur alltaf verið dáldið feimin við aðra hunda, og er ekki vel við "dónalega hunda", hún vill helst að þeir hunsi hana alveg og þá eru þeir rosaelga skemmtilegir. En hún er aftur á móti svo rosalega boltasjúk og einbeitt á boltann að þegar boltinn er í leik þá skiptir ekki máli hvað er að gerast í kringum hana eins og sjá má
Fluga er besti hundur sem hægt er að hugsa sér að eiga, hún er óendanlega hlýðin, þolinmóð, gáfuð og endalaust til í að læra. Hennar afrekaskrá lengist sífellt, hún hefur þrisvar unnið íslandsmót/meistaramót Íþróttadeildarinnar í Hundafimi, og bikarahillan okkar er orðin full af hennar verðlaunum (já og verðlaununum hans Valda líka).
Þessi mynd er tekin á íslandsmeistaramótinu 2002 þar sem við stóðum uppi sem sigurvegarar.
Þessi er frá nýskírða Meistaramóti þar sem við Fluga stóðum líka uppi sem sigurvegarar, mjög skemmtileg stund því húsfylli var í höllinni þrátt fyrir rosalegan kulda...
Þegar hún var 5 ára gömul tókum við upp á því að æfa með BHSÍ og á örstuttum tíma náðum við C-gráðu í víðavangsleit, þetta er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið með mínum hundi, en vegna anna í námi hef ég bara ekki haft tíma til að æfa. En þetta mun koma í framtíðinni, með einhvern annan hund.
Fluga hefur alltaf verið dáldið feimin við aðra hunda, og er ekki vel við "dónalega hunda", hún vill helst að þeir hunsi hana alveg og þá eru þeir rosaelga skemmtilegir. En hún er aftur á móti svo rosalega boltasjúk og einbeitt á boltann að þegar boltinn er í leik þá skiptir ekki máli hvað er að gerast í kringum hana eins og sjá má
þriðjudagur, desember 26, 2006
***---- JÓL ----***
Gleðileg jól allir saman :D
Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar, ég hef svo sannarlega allavegana gert það ! Hátíðirnar hafa annars verið ansi hefðbundnar hjá mér, svona líkt og ávalt. Á aðfangadag þá er allt á síðasta snúning, keyra út pakkana til allra ættingja, svo förum við heim til mömmu með fullan bíl af pökkum, og mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég sest við matarborðið klukkan sex með risastóra, skreytta jólatréð. Þá eru komin jól.
Annars eru soldið fyndnar þessar hefðir sem maður hefur skapað sér í gegnum árin. Maður er rosalega fastur í því að vilja hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, mér finnst hann rosalega góður, sérstaklega hryggurinn hennar mömmu, en ég gæti ekki borðað hann einu sinni í mánuði. Þá tapar hann "helgistatusnum" sínum. Sumarið 2004 og 2005 fékk ég hamborgarhrygg í hverri viku og það eyðilagði soldið fyrir mér aðfangadagskvölds máltíðina.
Svo hefur skapast sú hefð að fara á bíó á annan í jólum. Síðastliðin 4 ár hafði maður allar Lord of the Rings myndirnar og svo King Kong, og það var alltaf gaman að sjá svona stórmyndir á hvíta tjaldinu. Þetta árið er maður í svolítilli klemmu því þetta árið er eiginlega ekki nein rosastór mynd sem mann langar að sjá. Við erum búin að vera að íhuga að fara á Eragorn en það er í raun eina svona almennilega stórmyndin sem er sýnd þessi jól. Við erum búin að sjá hina hálfíslensku Flags of our Fathers. Já, mér fynnst það soldil synd að LOTR bækurnar voru ekki fleiri, kanski ætti bara að gera mynd eftir Hobbitanum og Silmarilion líka.
laugardagur, desember 02, 2006
Rockstar tónleikar
Kíkti á rockstartónleikana í gær með Gerði (hún hálfdróg mig en takk fyrir það :S) og við skemmtum okkur brjálæðislega vel ! Rockstar liðið var frábært, fannst reyndar aðeins of mikið af krökkum í höllinni, en stemmingin náði sér alveg á strik að lokum. Svo er það bara lærdómur núna, og mig er líka farið að klæja í fingurnar að fara að taka inn. Það er orðið aðeins of langt síðan maður hefur komist í reiðtúr...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)