Fluga er fyrsti hundurinn minn sem var algjörlega hundurinn minn. Fyrir átti ég/fjölskyldan litla poodle tík sem hét Kátína. Fluga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum sumarið 1998, þar sem ég vann þegar hún fæddist, og eftir það sumar kom ég heim með hund og hest, sem ég á enn í dag.
Fluga er besti hundur sem hægt er að hugsa sér að eiga, hún er óendanlega hlýðin, þolinmóð, gáfuð og endalaust til í að læra. Hennar afrekaskrá lengist sífellt, hún hefur þrisvar unnið íslandsmót/meistaramót Íþróttadeildarinnar í Hundafimi, og bikarahillan okkar er orðin full af hennar verðlaunum (já og verðlaununum hans Valda líka).
Þessi mynd er tekin á íslandsmeistaramótinu 2002 þar sem við stóðum uppi sem sigurvegarar.
Þessi er frá nýskírða Meistaramóti þar sem við Fluga stóðum líka uppi sem sigurvegarar, mjög skemmtileg stund því húsfylli var í höllinni þrátt fyrir rosalegan kulda...
Þegar hún var 5 ára gömul tókum við upp á því að æfa með BHSÍ og á örstuttum tíma náðum við C-gráðu í víðavangsleit, þetta er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið með mínum hundi, en vegna anna í námi hef ég bara ekki haft tíma til að æfa. En þetta mun koma í framtíðinni, með einhvern annan hund.
Fluga hefur alltaf verið dáldið feimin við aðra hunda, og er ekki vel við "dónalega hunda", hún vill helst að þeir hunsi hana alveg og þá eru þeir rosaelga skemmtilegir. En hún er aftur á móti svo rosalega boltasjúk og einbeitt á boltann að þegar boltinn er í leik þá skiptir ekki máli hvað er að gerast í kringum hana eins og sjá má
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli