þriðjudagur, desember 26, 2006
***---- JÓL ----***
Gleðileg jól allir saman :D
Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar, ég hef svo sannarlega allavegana gert það ! Hátíðirnar hafa annars verið ansi hefðbundnar hjá mér, svona líkt og ávalt. Á aðfangadag þá er allt á síðasta snúning, keyra út pakkana til allra ættingja, svo förum við heim til mömmu með fullan bíl af pökkum, og mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég sest við matarborðið klukkan sex með risastóra, skreytta jólatréð. Þá eru komin jól.
Annars eru soldið fyndnar þessar hefðir sem maður hefur skapað sér í gegnum árin. Maður er rosalega fastur í því að vilja hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, mér finnst hann rosalega góður, sérstaklega hryggurinn hennar mömmu, en ég gæti ekki borðað hann einu sinni í mánuði. Þá tapar hann "helgistatusnum" sínum. Sumarið 2004 og 2005 fékk ég hamborgarhrygg í hverri viku og það eyðilagði soldið fyrir mér aðfangadagskvölds máltíðina.
Svo hefur skapast sú hefð að fara á bíó á annan í jólum. Síðastliðin 4 ár hafði maður allar Lord of the Rings myndirnar og svo King Kong, og það var alltaf gaman að sjá svona stórmyndir á hvíta tjaldinu. Þetta árið er maður í svolítilli klemmu því þetta árið er eiginlega ekki nein rosastór mynd sem mann langar að sjá. Við erum búin að vera að íhuga að fara á Eragorn en það er í raun eina svona almennilega stórmyndin sem er sýnd þessi jól. Við erum búin að sjá hina hálfíslensku Flags of our Fathers. Já, mér fynnst það soldil synd að LOTR bækurnar voru ekki fleiri, kanski ætti bara að gera mynd eftir Hobbitanum og Silmarilion líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli