Og ég fékk - Staðist :)
Ekki meiri veterinary videnskapstheory fyrir mig.
miðvikudagur, október 29, 2008
mánudagur, október 27, 2008
CSI Silja
Já þið lásuð rétt, ég upplifði mig sem alvöru CSI rannsóknarstelpu á föstudaginn. Ég var í verklegri efnafræði, tilraunin gekk út á að hreinsa lífrænt efni (tilraunin hjá mér og félaganum mínum gekk eiginlega ekkert rosalega vel einhverra hluta vegna en við skulum ekkert fara nánar út í það). Allavegana, þá notuðum við svokallaða TLC plötu til að greina efnið og þegar TLC taflan var tilbúin þurftum við að fara með hana undir útfjólublátt ljós. Og þar kom CSI momentið híhí, gaman að vera í hvítum sloppum með verndargleraugu og hanska í dimmu herbergi að skoða TLC plötuna okkar með "handheld" UV ljósi, alveg eins og rannsóknarmennirnir sem eru að leita að líkamsvessum á morðstað ;)
Annars er Valdi aðeins búinn að benda mér á að það gæti verið gaman að taka myndir af skólanum mínum fyrir fólkið heima. Og ég hef tekið myndavélina með mér í skólann nokkrum sinnum til þessa en gleymt því, eða þá að það rigni eldi og brennisteini eins og á föstudaginn. En allavegana, svona ef þið hafið áhuga á að skoða þá langar mig að sýna ykkur svona smá myndir af "mínu lífi" hérna úti, eða allavegana útsýnið mitt á leiðinni í og úr skólanum og svona sitthvað fleira.
Varúð, þetta verðu LAAAAANGT !!!
Svona er hjólastígurinn nánast alla leiðina, gert ráð fyrir hjólreiðarmönnum í umferðinni hérna. Hérna erum við frekar snemma á leiðinni úr skólanum og heim
Og á leiðinni er svona fallegt og stórt vatn
Takið eftir skugganum af nördinu sem stoppaði á miðjum hjólastígnum til að taka mynd
Og svo eru fuglar við vatnið, alveg eins og tjörnin heima
Og hérna er hægt að sjá "the friendly local IPO field" fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis ;)
Svo þegar ég er orðin soldið þreytt að hjóla þá er alltaf gaman að sjá þennan turn, hann þýðir að ég er alveg að verða komin heim
Og svo er það síðasti stígurinn, þá erum við komin á skemmtilegan hjólastíg sem einkennir Albertslund
Og svo erum við komin heim
Einhver svangur ?? Þetta hangir fyrir utan hjá mér !
Og svona lítur kollegiið mitt út - þessar myndir voru teknar í gær, í 12°C hita og sól.... svekkt ??
Garðurinn minn er skárri að hausti til, þá fela laufin skortinn á grasi...
En ef þið tolduð í gegnum þetta allt þá hef ég ekkert svo mikið að segja. Ekki í bili allavegana. Nema bara að það eru 6 dagar þangað til að ég kem heim, bara svona ef þið vilduð vita ;)
Annars er Valdi aðeins búinn að benda mér á að það gæti verið gaman að taka myndir af skólanum mínum fyrir fólkið heima. Og ég hef tekið myndavélina með mér í skólann nokkrum sinnum til þessa en gleymt því, eða þá að það rigni eldi og brennisteini eins og á föstudaginn. En allavegana, svona ef þið hafið áhuga á að skoða þá langar mig að sýna ykkur svona smá myndir af "mínu lífi" hérna úti, eða allavegana útsýnið mitt á leiðinni í og úr skólanum og svona sitthvað fleira.
Varúð, þetta verðu LAAAAANGT !!!
Svona er hjólastígurinn nánast alla leiðina, gert ráð fyrir hjólreiðarmönnum í umferðinni hérna. Hérna erum við frekar snemma á leiðinni úr skólanum og heim
Og á leiðinni er svona fallegt og stórt vatn
Takið eftir skugganum af nördinu sem stoppaði á miðjum hjólastígnum til að taka mynd
Og svo eru fuglar við vatnið, alveg eins og tjörnin heima
Og hérna er hægt að sjá "the friendly local IPO field" fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis ;)
Svo þegar ég er orðin soldið þreytt að hjóla þá er alltaf gaman að sjá þennan turn, hann þýðir að ég er alveg að verða komin heim
Og svo er það síðasti stígurinn, þá erum við komin á skemmtilegan hjólastíg sem einkennir Albertslund
Og svo erum við komin heim
Einhver svangur ?? Þetta hangir fyrir utan hjá mér !
Og svona lítur kollegiið mitt út - þessar myndir voru teknar í gær, í 12°C hita og sól.... svekkt ??
Garðurinn minn er skárri að hausti til, þá fela laufin skortinn á grasi...
En ef þið tolduð í gegnum þetta allt þá hef ég ekkert svo mikið að segja. Ekki í bili allavegana. Nema bara að það eru 6 dagar þangað til að ég kem heim, bara svona ef þið vilduð vita ;)
mánudagur, október 20, 2008
föstudagur, október 17, 2008
Góður félagsskapur
Sjáiði bara hvað ég fékk góðann félagsskap í heimsókn í gær !!
Íla píla kom í smá pössun, meira fyrir mig en hana reyndar en samt bara gaman. Íla er s.s. Briard tík sem er í uppeldi hjá Guðríði þangað til hún verður nógu stór til að flytja á klakann til Stellu, Imbirs og Cruize. Fyrir vikið herjar gæludýraleysið minna á mann því hvolpaskott eru rosalega gott meðal við svoleiðis veiki :D
Annars eyddum við Guðríður og Íla gærkveldi upp í sófa undir sæng að horfa á myndir í tölvunni sem var náttúrulega bara gaman, ekki oft sem maður eyðir kvöldum í svona "vitleysu" þessa dagana :P
En núna styttist óðum í prófin, ég tek próf í þremur kúrsum núna, sem er bara fínt því að það verður bara meira skemmtilegt námsefni í næstu blokk :D En að það styttist í prófin þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég skreppi heim á klakann, og mig hlakkar SVO TIL !!!!
Verð m.a.s. á klakanum í 10 daga, pæliði í því ! Ef þið viljið panta heimsókn þá er um að gera að flýta sér ;) Ég er allavegana komin með nokkra mjög mikilvæga hluti í hausinn á mér sem eru á dagskrá, kúra með Valda og hundana, kíkja í sveitina, leika mér eitthvað í hundafimi, kíkja á nokkra góða vini og fara á Uppskeruhátíð hestamanna. Nóg að gera !
En 1 nóvember verður fjörugur dagur hjá mér, ég var að fá bréf heim í gær þar sem ég fékk staðfest að ég fái lengri próftíma í prófunum (er útlendingur, þá er maður súkkulaði). Ég vissi alveg að síðasta prófið mitt væri á laugardeginum 1 nóvember. Jepps, laugardeginum. Nema hvað við Valdi fundum flug fyrir mig heim fyrir einhverju síðan og vorum ekkert að pæla í því nákvæmlega hvenær ég færi og ég í góðri trú um að ég væri pottþétt safe að fara með flugi á laugardegi pantaði það flug. Og svo kom próftaflan og síðasta prófið er á laugardegi... en það var í lagi því að ég fer með kvöldflugi (sem betur fer). En svo í bréfinu var nánari tímasetning á prófinu, og viti menn, prófið byrjar klukkan 13:30. Og það þýðir náttúrulega að ég verð að fara í prófið svona nánast tilbúin til að fara í flugvél og fara beint á völlinn eftir prófið ! Fjör, ekki nóg að maður verði stressaður fyrir prófið þá verður maður líka svo spenntur yfir því að fara heim að það kemur bara í ljós hvernig heilinn á mér á eftir að virka þá. Hef enn ekki prófað að fara stressuð og spennt í próf... That will be interesting !
föstudagur, október 10, 2008
~* Á maður ekki að vera bjartsýnn *~
Fékk þetta sent í pósti, og fannst alveg nauðsynlegt að sýna ykkur þetta :)
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu
ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650
krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500
kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa bjór fyrir einu ári
síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í
endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að
drekka stíft og endurvinna!
Always look on the Bright Side of Life !!!!
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu
ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650
krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500
kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa bjór fyrir einu ári
síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í
endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að
drekka stíft og endurvinna!
Always look on the Bright Side of Life !!!!
miðvikudagur, október 08, 2008
mánudagur, október 06, 2008
Jahérna
Það er allt hreinlega að verða vitlaust. Íslenska ríkið að fara á hausinn og krónan verðlaus...
Ekki gott að vera á klakanum í dag.
En annars virðist bloggleysisflugan hafa bitið mig, fyrir ykkur áhugasömu lesendur, þá er hálsinn minn kominn í gott lag og angrar mig ekkert lengur. Bara eins og nýr !
Það er samt hellingur sem ég hef getað bloggað um síðan síðast og ég skal svona reyna að stikla á stóru með það helsta.
Dís mætti á fyrstu sýninguna sína á haustsýningu HRFÍ sem var í lok september. Silja litla sat vitaskuld fréttaþyrst hérna í baunalandinu en fékk stöðugar upplýsingar um frumraun litla skottsins í sýningarhring. Það fór þannig að Elis sýndi hana þar sem að Dóra var með Djass í öðrum hring á sama tíma, og tapaði Dís skvís fyrir Kólu systur sinni. Hún fékk flottan dóm, en því miður, ekki heiðursverðlaun. En það var nú alveg við að búast þar sem að hún var svo rétt skriðin í eldir hvolpaflokk. En hún fékk s.s. eftirfarandi dóm :
Very good size. Good type. Feminen head. Dark eyes. Good ears. Soft back. Good bone + feet. Good angulation. The gate could be more free. Very good temperament. Promissing!
En svo sjáum við bara til hvað gerist næst, annars á hún jú að vera vinnuhundur :Þ
Svo er allt í sama gengi hérna úti, alltaf gott veður (eða svona næstum alltaf), dagarnir bara líða og styttist hratt í prófin. En það þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég komi heim :D En ég kem s.s. heim 1 nóvember, með kvöldflugi þ.a. mamma fær mig í afmælisgjöf. Spurning hvort ég nái að komast í bæinn fyrir miðnætti, hver veit.
Helgin er búin að vera alveg ferleg íslendingahelgi hjá mér núna, eyddi föstudagskveldinu með Sonju og Tinnu upp í sófa að horfa á DVD, og svo var íslendingapartý hjá Tinnu aftur á laugardagskveldinu, bara gaman. Annars erum við fyrsta árs nemarnir eiginlega bara lítil fjölskylda, sem er náttúrulega bara fínt :)
En þá er kominn tími á að halda áfram við lesturinn, ekki veitir af !
Ekki gott að vera á klakanum í dag.
En annars virðist bloggleysisflugan hafa bitið mig, fyrir ykkur áhugasömu lesendur, þá er hálsinn minn kominn í gott lag og angrar mig ekkert lengur. Bara eins og nýr !
Það er samt hellingur sem ég hef getað bloggað um síðan síðast og ég skal svona reyna að stikla á stóru með það helsta.
Dís mætti á fyrstu sýninguna sína á haustsýningu HRFÍ sem var í lok september. Silja litla sat vitaskuld fréttaþyrst hérna í baunalandinu en fékk stöðugar upplýsingar um frumraun litla skottsins í sýningarhring. Það fór þannig að Elis sýndi hana þar sem að Dóra var með Djass í öðrum hring á sama tíma, og tapaði Dís skvís fyrir Kólu systur sinni. Hún fékk flottan dóm, en því miður, ekki heiðursverðlaun. En það var nú alveg við að búast þar sem að hún var svo rétt skriðin í eldir hvolpaflokk. En hún fékk s.s. eftirfarandi dóm :
Very good size. Good type. Feminen head. Dark eyes. Good ears. Soft back. Good bone + feet. Good angulation. The gate could be more free. Very good temperament. Promissing!
En svo sjáum við bara til hvað gerist næst, annars á hún jú að vera vinnuhundur :Þ
Svo er allt í sama gengi hérna úti, alltaf gott veður (eða svona næstum alltaf), dagarnir bara líða og styttist hratt í prófin. En það þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég komi heim :D En ég kem s.s. heim 1 nóvember, með kvöldflugi þ.a. mamma fær mig í afmælisgjöf. Spurning hvort ég nái að komast í bæinn fyrir miðnætti, hver veit.
Helgin er búin að vera alveg ferleg íslendingahelgi hjá mér núna, eyddi föstudagskveldinu með Sonju og Tinnu upp í sófa að horfa á DVD, og svo var íslendingapartý hjá Tinnu aftur á laugardagskveldinu, bara gaman. Annars erum við fyrsta árs nemarnir eiginlega bara lítil fjölskylda, sem er náttúrulega bara fínt :)
En þá er kominn tími á að halda áfram við lesturinn, ekki veitir af !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)