Já þið lásuð rétt, ég upplifði mig sem alvöru CSI rannsóknarstelpu á föstudaginn. Ég var í verklegri efnafræði, tilraunin gekk út á að hreinsa lífrænt efni (tilraunin hjá mér og félaganum mínum gekk eiginlega ekkert rosalega vel einhverra hluta vegna en við skulum ekkert fara nánar út í það). Allavegana, þá notuðum við svokallaða TLC plötu til að greina efnið og þegar TLC taflan var tilbúin þurftum við að fara með hana undir útfjólublátt ljós. Og þar kom CSI momentið híhí, gaman að vera í hvítum sloppum með verndargleraugu og hanska í dimmu herbergi að skoða TLC plötuna okkar með "handheld" UV ljósi, alveg eins og rannsóknarmennirnir sem eru að leita að líkamsvessum á morðstað ;)
Annars er Valdi aðeins búinn að benda mér á að það gæti verið gaman að taka myndir af skólanum mínum fyrir fólkið heima. Og ég hef tekið myndavélina með mér í skólann nokkrum sinnum til þessa en gleymt því, eða þá að það rigni eldi og brennisteini eins og á föstudaginn. En allavegana, svona ef þið hafið áhuga á að skoða þá langar mig að sýna ykkur svona smá myndir af "mínu lífi" hérna úti, eða allavegana útsýnið mitt á leiðinni í og úr skólanum og svona sitthvað fleira.
Varúð, þetta verðu LAAAAANGT !!!
Svona er hjólastígurinn nánast alla leiðina, gert ráð fyrir hjólreiðarmönnum í umferðinni hérna. Hérna erum við frekar snemma á leiðinni úr skólanum og heim
Og á leiðinni er svona fallegt og stórt vatn
Takið eftir skugganum af nördinu sem stoppaði á miðjum hjólastígnum til að taka mynd
Og svo eru fuglar við vatnið, alveg eins og tjörnin heima
Og hérna er hægt að sjá "the friendly local IPO field" fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis ;)
Svo þegar ég er orðin soldið þreytt að hjóla þá er alltaf gaman að sjá þennan turn, hann þýðir að ég er alveg að verða komin heim
Og svo er það síðasti stígurinn, þá erum við komin á skemmtilegan hjólastíg sem einkennir Albertslund
Og svo erum við komin heim
Einhver svangur ?? Þetta hangir fyrir utan hjá mér !
Og svona lítur kollegiið mitt út - þessar myndir voru teknar í gær, í 12°C hita og sól.... svekkt ??
Garðurinn minn er skárri að hausti til, þá fela laufin skortinn á grasi...
En ef þið tolduð í gegnum þetta allt þá hef ég ekkert svo mikið að segja. Ekki í bili allavegana. Nema bara að það eru 6 dagar þangað til að ég kem heim, bara svona ef þið vilduð vita ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
skoðaði og las allt saman :D
Fór reyndar svoldið hratt yfir IPO myndirnar. Þær vekja óhug híhí
En, ég segi eins og Valdi mig langar að sjá skólan líka :D
Bestu kveðjur Kata
IPO, IPO
mig langar í svona völl :)
Kv.
Karen
híhí mér datt það nú svosem í hug ;)
Annars er einhver hundaklúbbur sem á þetta svæði, veit ekki hvort það sé brukshundsklúbbur en það er ekki ólíklegt því að ef maður fer þarna framhjá á réttum tíma þá eru námskeið haldin þarna á túninu :D
Þetta var ekkert langt...ég fékk bara smá "heimþrá" við að skoða þetta. Get nú samt ekki sagt að ég sakni hjólerísins neitt svaðalega mikið hehe...
Já og smá öfund vegna veðursins líka!
Híhí nei ég væri svosem alveg til í að vera laus við hjóleríið, það að hjóla eitt og sér er bara fínt. En að þurfa að stoppa á rauðu ljós á hundrað metra fresti og hlýða umferðarreglum... Það mætti alveg missa sig
Skrifa ummæli