mánudagur, október 06, 2008

Jahérna

Það er allt hreinlega að verða vitlaust. Íslenska ríkið að fara á hausinn og krónan verðlaus...

Ekki gott að vera á klakanum í dag.

En annars virðist bloggleysisflugan hafa bitið mig, fyrir ykkur áhugasömu lesendur, þá er hálsinn minn kominn í gott lag og angrar mig ekkert lengur. Bara eins og nýr !

Það er samt hellingur sem ég hef getað bloggað um síðan síðast og ég skal svona reyna að stikla á stóru með það helsta.

Dís mætti á fyrstu sýninguna sína á haustsýningu HRFÍ sem var í lok september. Silja litla sat vitaskuld fréttaþyrst hérna í baunalandinu en fékk stöðugar upplýsingar um frumraun litla skottsins í sýningarhring. Það fór þannig að Elis sýndi hana þar sem að Dóra var með Djass í öðrum hring á sama tíma, og tapaði Dís skvís fyrir Kólu systur sinni. Hún fékk flottan dóm, en því miður, ekki heiðursverðlaun. En það var nú alveg við að búast þar sem að hún var svo rétt skriðin í eldir hvolpaflokk. En hún fékk s.s. eftirfarandi dóm :

Very good size. Good type. Feminen head. Dark eyes. Good ears. Soft back. Good bone + feet. Good angulation. The gate could be more free. Very good temperament. Promissing!

En svo sjáum við bara til hvað gerist næst, annars á hún jú að vera vinnuhundur :Þ

Svo er allt í sama gengi hérna úti, alltaf gott veður (eða svona næstum alltaf), dagarnir bara líða og styttist hratt í prófin. En það þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég komi heim :D En ég kem s.s. heim 1 nóvember, með kvöldflugi þ.a. mamma fær mig í afmælisgjöf. Spurning hvort ég nái að komast í bæinn fyrir miðnætti, hver veit.

Helgin er búin að vera alveg ferleg íslendingahelgi hjá mér núna, eyddi föstudagskveldinu með Sonju og Tinnu upp í sófa að horfa á DVD, og svo var íslendingapartý hjá Tinnu aftur á laugardagskveldinu, bara gaman. Annars erum við fyrsta árs nemarnir eiginlega bara lítil fjölskylda, sem er náttúrulega bara fínt :)

En þá er kominn tími á að halda áfram við lesturinn, ekki veitir af !

Engin ummæli: