föstudagur, október 17, 2008
Góður félagsskapur
Sjáiði bara hvað ég fékk góðann félagsskap í heimsókn í gær !!
Íla píla kom í smá pössun, meira fyrir mig en hana reyndar en samt bara gaman. Íla er s.s. Briard tík sem er í uppeldi hjá Guðríði þangað til hún verður nógu stór til að flytja á klakann til Stellu, Imbirs og Cruize. Fyrir vikið herjar gæludýraleysið minna á mann því hvolpaskott eru rosalega gott meðal við svoleiðis veiki :D
Annars eyddum við Guðríður og Íla gærkveldi upp í sófa undir sæng að horfa á myndir í tölvunni sem var náttúrulega bara gaman, ekki oft sem maður eyðir kvöldum í svona "vitleysu" þessa dagana :P
En núna styttist óðum í prófin, ég tek próf í þremur kúrsum núna, sem er bara fínt því að það verður bara meira skemmtilegt námsefni í næstu blokk :D En að það styttist í prófin þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég skreppi heim á klakann, og mig hlakkar SVO TIL !!!!
Verð m.a.s. á klakanum í 10 daga, pæliði í því ! Ef þið viljið panta heimsókn þá er um að gera að flýta sér ;) Ég er allavegana komin með nokkra mjög mikilvæga hluti í hausinn á mér sem eru á dagskrá, kúra með Valda og hundana, kíkja í sveitina, leika mér eitthvað í hundafimi, kíkja á nokkra góða vini og fara á Uppskeruhátíð hestamanna. Nóg að gera !
En 1 nóvember verður fjörugur dagur hjá mér, ég var að fá bréf heim í gær þar sem ég fékk staðfest að ég fái lengri próftíma í prófunum (er útlendingur, þá er maður súkkulaði). Ég vissi alveg að síðasta prófið mitt væri á laugardeginum 1 nóvember. Jepps, laugardeginum. Nema hvað við Valdi fundum flug fyrir mig heim fyrir einhverju síðan og vorum ekkert að pæla í því nákvæmlega hvenær ég færi og ég í góðri trú um að ég væri pottþétt safe að fara með flugi á laugardegi pantaði það flug. Og svo kom próftaflan og síðasta prófið er á laugardegi... en það var í lagi því að ég fer með kvöldflugi (sem betur fer). En svo í bréfinu var nánari tímasetning á prófinu, og viti menn, prófið byrjar klukkan 13:30. Og það þýðir náttúrulega að ég verð að fara í prófið svona nánast tilbúin til að fara í flugvél og fara beint á völlinn eftir prófið ! Fjör, ekki nóg að maður verði stressaður fyrir prófið þá verður maður líka svo spenntur yfir því að fara heim að það kemur bara í ljós hvernig heilinn á mér á eftir að virka þá. Hef enn ekki prófað að fara stressuð og spennt í próf... That will be interesting !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
spennó spennó
Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur :D
Vá bíddu, er önnin bara búin 1 nov? Og er þá komið jólafrí? :o
Hundafimisleik hljómar æði, ég væri til í það! :)
Já, þessi önn er búin 1 nóv, en það eru í raun 4 annir en ekki 2 eins og heima. En þetta þýðir líka að ég fer í próf í janúar :S og er ekki búin fyrr en um miðjan júní....
En ég er alveg með það í hausnum að hundast eins mikið og ég mögulega get á meðan ég er heima, ég þarf svo á því að halda að það er ekkert venjulegt !! Og þér er auðvitað velkomið að koma að hundafimast með mér híhí ;)
Stefnum bara á að hundafimast eins og brjálað fólk þegar þú kemur heim!!! Ég hlakka svo ótrúlega til að fá þig heim aftur!!! Úfff... hefði eiginlega ekki trúað því hvað ég myndi sakna þess að hafa þig hérna á klakanum!!
En úfff... ég á eftir að sakna Dísar þegar þú tekur hana af mér :S
Þetta er svo frábær tík að það er ótrúlegt. Hún bræðir öll hjörtu og er svo skörp! Ég gæti ekki verið sáttari með skapgerðina í henni, akkúrat það sem ég vildi í stofntík!
Knúúúss!! Heyri í þér!
ohhh Íla mín er BARA sætust :o)
Gott að hún geti hjálpað ykkur báðum í hundaleysinu....
Gangi þér sem best í prófunum ;o)
fæ nú að hitta þig þegar þú kíkir heim og kíki kannski í smá hundafimi með Imbir hehe
Híhí ég verð greinilega að láta vita þegar ég fer að hundafimast :P En það er líka bara fínt :D
Skrifa ummæli