Sá hræðilegi dagur var um helgina að frábær lítill félagi féll frá. Lítill töffari með stórt nafn. Hann var í eigu Dóru minnar, og var líklega ein af ástæðunum fyrir því að við urðum vinkonur. Hann var til staðar fyrir hana í gegnum súrt og sætt og veit ég að hún á um sárt að binda.
Alex var ótrúlega fjölhæfur hundur, brilleraði í hundafimi og sigursælasti smáhundurinn frá upphafi. Hann er einn af fáu vinum Flugu og hún var alltaf til í að tala við Alexinn sinn. Þau voru svipað gömul, hún fædd í júní og hann í ágúst. Hann átti frábæra æfi og fékk að prófa hluti sem margur hundurinn fær aldrei að upplifa.
Og núna sit ég hérna og reyni að koma tilfinningum mínum og hugsunum í orð, en einhverra hluta vegna næ ég aldrei að orða þetta betur en Dóra sjálf.
Ég gleymi ei fyrst er ég sá þig,
hvað augun þín horfðu blítt á mig.
Merki um ómælda tryggð,
sem sýndi sig í þinni dyggð.
Þú varst vinur minn besti,
þó grallari hinn mesti.
Veittir mér gleði og glaum,
glaðlindi prinsinn á baun.
Kveður í síðasta sinn,
fallegi vinurinn minn.
Allt hefur víst sinn endi
og þinn dagur kominn að kveldi.
Hrygg veg minn áfram ég geng,
en mynning þín
aldrei dvín,
um minn fyrsta ferfætta dreng.
Höf. Dóra
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æj, kallinn minn!
Falleg grein hjá þér Silja mín.
Hans er sko sárt saknað!
Hlakka til að sjá þig.
Kveðja Dóra
Skrifa ummæli