miðvikudagur, maí 27, 2009

Ég elska tækni


Sjáiði fína dótið mitt. Þar sem að gamla fartölvan mín dó í upphafi mánaðarins, megi hún hvíla í friði, þá fékk hún krufningu og svo fallega útför á klakanum. En eftir krufninguna náðist mikilvægur hlutur hennar út, sem reyndist ekki vera eins dauður og búist hafði verið við. Honum var skellt í boxið hérna á myndinni og fékk boxið flugferð aftur út til baunalandsins.

Ég er endalaust hamingjusöm með að harði diskurinn dó ekki, þar sem að ég var með allar mínar glósur og skóladót (nú ásamt myndum og tónlist og allskonar fíneríi) alveg án þess að hafa haft rænu á því að skella því inn á flakkarann minn (veit betur núna og núna á ég afrit af öllu mikilvægu á hinum ýmsustu stöðum híhí). En það sem ég var mest hissa á var hversu svakalega lítin tíma það tók fyrir pakkann minn að komast til mín. Valdi skellti honum í flug í lok dags á föstudaginn, og hann var kominn í mínar hendur um miðjan dag á mánudeginum. Er enn svo hissa á því að danir skuli í alvörunni hafa unnið um helgi.

Annars er sumarið klárlega komið í baunalandinu með viðeigandi þrumum og eldingum. Ég hef ekki áður upplifað þrumuveður sem lýsir upp allan himininn og herbergið þrátt fyrir að allar gardínur séu kyrfilega niðri til að halda birtunni úti. Regnið og þrumurnar einar og sér voru samt alveg nóg til að vekja mann og sjá til þess að lítið var sofið þessa nóttina, alveg sama hvern maður spurði.

En það er orðið ótrúlega stutt þangað til að Sól fer á klakann, ekki nemar tæpar tvær vikur... Það sem tíminn líður hratt er bara ótrúlegt. Eftir tvær vikur verð ég ekki lengur með lítinn hvítann "páfagauk" á öxlinni á meðan ég skottast á netinu, ekkert kríli til að henda dóti í kjöltuna á mér í tíma og ótíma og enginn til að rölta með mér í skóginum. En til að líta á björtu hliðarnar þá verður líka orðið ansi stutt í að ég komi heim.

En það þýðir líka að ég verð búin með fyrsta árið í dýralækninum, og ekki nema fimm ár eftir... sheize

Annars eyði ég orðið kanski ótæpilegum tíma í dagdrauma um sumarið á klakanum. Hlakka ótrúlega til og margt á prjónunum. Verð í sumar hjá Íshestum að hestast fyrir allan peninginn, hlakka rosalega til að eyða sumrinu úti og með hrossum (aðeins að bæta fyrir skortinn á hrossum eftir veturinn). Svo eru bústaðarferðir, göngur, hundaþjálfun, sýningar og allskonar skemmtilegheit á prjónunum. Ærin ástæða fyrir dagdraumum mínum :)

mánudagur, maí 18, 2009

Ofurhundurinn

Sól kom mér hressilega á óvart í dag, ég hef sjaldan verið svona ánægð að vera með myndavélina með mér í göngutúr eins og núna !

Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)


Sæti sæti skógurinn minn


Sæti sæti hundurinn :)




Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)


Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið


Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P


Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*


Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !


Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)




Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P

Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....

Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.


Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí






Blauti litli hundur híhí

Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P

Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !

laugardagur, maí 16, 2009

Ég er algjörlega ORÐLAUS !!!

Svona á bara ekki að passa saman, á bara ekki að geta farið saman í einum einstakling ! Að lýsa þessu eins og hundi sem mjálmar, passar eiginlega bara ágætlega, eða hvað fynnst ykkur ...


fimmtudagur, maí 14, 2009

sunnudagur, maí 10, 2009

Ég lýsi hér formlega eftir röddinni minni

Ef þið hafið rekist á hana, endilega sendið hana heim á leið. Grunur leikur á að hún hafi stungið af heim til Íslands, enda var hún mikið búin að röfla yfir heimþrá. Verðlaunum heitið ef þið komið henni aftur heim á leið, hennar er mikið saknað !

Núna er ég farin aftur í náttföt og upp í rúm og bíð þess að hún komi til baka...

föstudagur, maí 08, 2009

Sniglarnir eru komnir

Já, helvítis sniglarnir eru víst komnir aftur. Það er fátt eins ógeðslegt eins og að ganga um í sakleysi sínu, horfandi á stjörnurnar í að kvöldi til, og stíga á stórann og stæðilegan snigill. Með kuðungi og öllu. Ógleðistilfinningin sem hleypur upp og niður hrigginn á mér þegar ég stíg á eitt svona kvikindi.... ojjjj
*hljóp fram á klósett til að kúgast*

En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.

En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".

Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.

Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.

En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.


Sól ferðbúinn, búin að pakka


Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana




Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"




Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn


Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)




Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum


Göngugata Ålaborgar



En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.

Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P