Eiga að vera mannréttindi. Þegar manni er kallt og maður er slappur og ómögulegur, þá er það ekkert eins að fara í einhverja bésvítans sturtu. Það bara lagar ekki mikið, allavegana ekki eins mikið og bað myndi gera ! Ég hef ávalt heitið mér því að næsti staður sem ég bý á skuli hafa baðkar, en nei, ég flakka á milli íbúða sem hafa því miður bara sturtu. Svindl.
En svona að öðru, það er farið að styttast allhressilega í fyrstu prófin á þessu ári, og það eru sko ekkert lítið próf, annar kúrsinn er 21 ESCT eining þ.a. það liggur mikið undir að ég standist hann. Annars hef ég ágætis tilfinningu fyrir honum og hef mikinn áhuga á þessu námsefni (reyndar báðum námsefnunum sem við erum að lesa þar sem að hinn kúrsinn er genatík) þ.a. mér leiðist sko ekki að liggja yfir bókunum.
Dísiskvís er á hálóðaríi núna og er ástleitin og athyglissjúk eftir því. Hún reyndar sýnir það yfirleitt ansi vel að henni finnast hundarnir sem við mætum í göngutúrunum bara ljótir og leiðinlegir þ.a. ég þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af því að það hoppi einhver óvart á bak og ég sitji uppi með einhverja kokteila. Annars erum við rosa duglegar að fara út og viðra okkur í skógjinum á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Það virðist svo vera að hafa einhver góð áhrif á vigtina á heimilinu, sem ég skil ekki alveg því þetta er það eina sem ég geri, en hey, ég er sko EKKI að kvarta !
Svo fékk ég alveg netta heimþrá á laugardaginn (eða reyndar pínu meira svona ég sakna Flugu minnar ógeðslega mikið þrá) þ.a. ég eyddi kvöldinu í að setja saman smá myndband af þeim tveimur saman, svona ef ykkur langar að kíkja.
þriðjudagur, október 13, 2009
fimmtudagur, október 08, 2009
Ég þarf að vera skemmtilegri
Já ég komst að þeirri undarlegu staðreynd í dag að ég þarf að vera skemmtilegri. Jájá ég má svosem alveg vera skemmtilegri í hinu daglega lífi, en ég er samt að tala um að ég þarf að vera skemmtilegri þegar ég er að þjálfa Dís (sorry mamma, annar hundapóstur en það er svosem ekki svo mikið annað sem ég get verið að blogga um). Við áttum smá "break through" í keppnihæls þjálfun í gær sem ég var rosa sátt við og svo kíktum við í göngutúr "með tilgangi" í dag, þar sem ég áttaði mig á þessu. Ég er ekki nógu skemmtileg. Ég er búin að vera að möndlast í þessu núna síðan við komum út því henni finnst skemmtilegra að vera aðeins of langt frá mér og tekur svona smalafjárhunda takta þar sem hún hleypur hringi í kringum mig í stað þess að stökkva á boltann og bíður eftir því að ég kasti.
Í gær tók ég góða gommu af nammi í vasann, klikker og hund og fór í göngutúr. Allan göngutúrinn verðlaunaði ég nákvæmlega rétta staðsetninu og ekkert annað, og bara þegar hún "óvart" lenti þar sjálf. Ég lokkaði hana aldrei á réttan stað. Hún var afar fljót að fatta þetta og ég var rosalega hamingjusöm með það í gær.
Svo fórum við í göngutúr í dag, og hún var aftur komin í sitt venjulega horf. Hún reyndar er farin að skilja og kunna "automatic sit" en er of langt frá og ekki á réttum stað. Ég settist niður og fór að ígrunda hvað væri málið, hún gerir allt sem ég bið hana um að gera, en það vantar drive og kraft og orku. Ég hef séð þessa orku, þetta drive og þennan kraft sem mig langar í hjá henni, ég hef séð hann þegar hún smalar hrossum, þ.a. ég veit að þetta er þarna. Ég er bara ekki búin að vera ná því fram eins og ég vill. Semsagt feillinn liggur hjá mér en ekki hundinum. Þannig er það reyndar alltaf, feillinn liggur hjá þjálfaranum, ekki hundinum/hestinum.
Þ.a. eftir góðan göngutúr ákvað ég að testa þessa kenningu mína, stoppaði seinna í göngutúrnum á góðum stað og tók aðra æfingu. Núna tók ég upp boltann og hagaði mér eins og meiri bjáni. Þeir sem þekkja til mín þegar ég þjálfa mína hunda vita að ég haga mér nú alveg nógu mikið eins og bjáni þegar ég þjálfa, þ.a. það hefði alveg verið þess virði fyrir fólk að sjá til mín þarna. En viti menn, Dís umturnaðist svona þetta líka að allt í einu var ég kominn með annan hund. Hún kom með miklu betra drive og svaka orku og kom með "behavior" sem ég gat verðlaunað og verðlaunað og verðlaunað. Snilld !
Ég þarf greinilega að fara að "æfa mig í þjálfun" aðeins, Fluga var svo ótrúlega þægilegur hundur í þjálfun að ég þurfti lítið að ýta undir áhuga hjá henni þegar hún var orðin fullorðin. Ég þarf klárlega að leggja mig meira fram við að þjálfa Dís en ég þurfti til að þjálfa Flugu undir hið síðasta, því þegar ég hugsa til baka þá var ég miklu orkumeiri og fíflaðist mun meira í gamla daga þegar Fluga var ung. Þ.a. núna þarf ég að haga mér meira eins og ég gerði í gamla daga ef ég ætla að ná eins miklu út úr múslunni minni og ég get.
Í gær tók ég góða gommu af nammi í vasann, klikker og hund og fór í göngutúr. Allan göngutúrinn verðlaunaði ég nákvæmlega rétta staðsetninu og ekkert annað, og bara þegar hún "óvart" lenti þar sjálf. Ég lokkaði hana aldrei á réttan stað. Hún var afar fljót að fatta þetta og ég var rosalega hamingjusöm með það í gær.
Svo fórum við í göngutúr í dag, og hún var aftur komin í sitt venjulega horf. Hún reyndar er farin að skilja og kunna "automatic sit" en er of langt frá og ekki á réttum stað. Ég settist niður og fór að ígrunda hvað væri málið, hún gerir allt sem ég bið hana um að gera, en það vantar drive og kraft og orku. Ég hef séð þessa orku, þetta drive og þennan kraft sem mig langar í hjá henni, ég hef séð hann þegar hún smalar hrossum, þ.a. ég veit að þetta er þarna. Ég er bara ekki búin að vera ná því fram eins og ég vill. Semsagt feillinn liggur hjá mér en ekki hundinum. Þannig er það reyndar alltaf, feillinn liggur hjá þjálfaranum, ekki hundinum/hestinum.
Þ.a. eftir góðan göngutúr ákvað ég að testa þessa kenningu mína, stoppaði seinna í göngutúrnum á góðum stað og tók aðra æfingu. Núna tók ég upp boltann og hagaði mér eins og meiri bjáni. Þeir sem þekkja til mín þegar ég þjálfa mína hunda vita að ég haga mér nú alveg nógu mikið eins og bjáni þegar ég þjálfa, þ.a. það hefði alveg verið þess virði fyrir fólk að sjá til mín þarna. En viti menn, Dís umturnaðist svona þetta líka að allt í einu var ég kominn með annan hund. Hún kom með miklu betra drive og svaka orku og kom með "behavior" sem ég gat verðlaunað og verðlaunað og verðlaunað. Snilld !
Ég þarf greinilega að fara að "æfa mig í þjálfun" aðeins, Fluga var svo ótrúlega þægilegur hundur í þjálfun að ég þurfti lítið að ýta undir áhuga hjá henni þegar hún var orðin fullorðin. Ég þarf klárlega að leggja mig meira fram við að þjálfa Dís en ég þurfti til að þjálfa Flugu undir hið síðasta, því þegar ég hugsa til baka þá var ég miklu orkumeiri og fíflaðist mun meira í gamla daga þegar Fluga var ung. Þ.a. núna þarf ég að haga mér meira eins og ég gerði í gamla daga ef ég ætla að ná eins miklu út úr múslunni minni og ég get.
mánudagur, október 05, 2009
Og þá kom október
Vá hvað mér finnst tíminn líða hratt, sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara í tvö próf í lok þessa mánaðar og svo aftur í janúar...
En haustið hefur farið vel með okkur hérna, sérstaklega þar sem við erum komin í stóra íbúð, búin að mála, pússa og hreinsa þá gömlu og skila henni. Nú er bara að bíða og sjá hvað ég fæ til baka af depositinu mínu því þeir eiga það alveg til að gera allann andskotann við íbúðirnar til að þurfa ekki að endurgreiða depositin, fjandans peningaplokk !
Við Dís skelltum okkur á Copenhagen Winner nú í mánuðinum og okkur gekk ansi vel saman hringnum í hringnum í fyrsta skiptið.
Hún endaði sem þriðja besta tík með fínan dóm (sem ég nenni ekki að standa upp og ná í til að pikka hérna inn, skal gera það seinna). En þetta var fyrsta sýningin okkar hérna úti og ekkert leiðinlegt að ganga svona fínt (í hausnum á mér var ég samt að fara að ná titli, en ég bý nú líka á bleiku skýi, alltaf soldið gaman á bleika skýinu mínu!). En við ætlum að rúlla til Herning í nóvember á síðustu sýningu ársins hjá DKK og hitta fullt af skemmtilegu fólki ! Sjáum til hvernig það fer.
En við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og VÁ hvað það er mikill munur, ég er komin með matreiðsluæði allt í einu, farin að baka og elda eins og hin besta húsmóðir. Reyndar kemur jólagjöfin frá mömmu núna síðustu jól sér ansi vel sem var stærsta matreiðslubók sem ég hef séð, með yfir 2000 ítölskum uppskriftum. Ég er svona að fletta í gegnum hana þegar ég gef mér tíma í það og ég er bara ekki frá því að hún kenni manni að matreiða ALLT ! Þ.a. núna ætla ég að læra að matreiða ítalskt. Er með nokkur tilraunardýr sem taka vel í þetta plan mitt.
Svo er næst á dagskrá að koma mér í gang í fiminni. Ég bjó mér til einfalt hopp í göngutúrnum okkar Dísar um daginn og er byrjuð að kenna henni Zik/Zak á vel staðsettu tré á túninu og svo enn í grunnþjálfun á öðru.
En jæja, þangað til næst (og við skulum sjá hvort ég afreki meira en eitt blogg í þessum mánuði, ég lofa engu samt... :Þ)
En haustið hefur farið vel með okkur hérna, sérstaklega þar sem við erum komin í stóra íbúð, búin að mála, pússa og hreinsa þá gömlu og skila henni. Nú er bara að bíða og sjá hvað ég fæ til baka af depositinu mínu því þeir eiga það alveg til að gera allann andskotann við íbúðirnar til að þurfa ekki að endurgreiða depositin, fjandans peningaplokk !
Við Dís skelltum okkur á Copenhagen Winner nú í mánuðinum og okkur gekk ansi vel saman hringnum í hringnum í fyrsta skiptið.
Hún endaði sem þriðja besta tík með fínan dóm (sem ég nenni ekki að standa upp og ná í til að pikka hérna inn, skal gera það seinna). En þetta var fyrsta sýningin okkar hérna úti og ekkert leiðinlegt að ganga svona fínt (í hausnum á mér var ég samt að fara að ná titli, en ég bý nú líka á bleiku skýi, alltaf soldið gaman á bleika skýinu mínu!). En við ætlum að rúlla til Herning í nóvember á síðustu sýningu ársins hjá DKK og hitta fullt af skemmtilegu fólki ! Sjáum til hvernig það fer.
En við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og VÁ hvað það er mikill munur, ég er komin með matreiðsluæði allt í einu, farin að baka og elda eins og hin besta húsmóðir. Reyndar kemur jólagjöfin frá mömmu núna síðustu jól sér ansi vel sem var stærsta matreiðslubók sem ég hef séð, með yfir 2000 ítölskum uppskriftum. Ég er svona að fletta í gegnum hana þegar ég gef mér tíma í það og ég er bara ekki frá því að hún kenni manni að matreiða ALLT ! Þ.a. núna ætla ég að læra að matreiða ítalskt. Er með nokkur tilraunardýr sem taka vel í þetta plan mitt.
Svo er næst á dagskrá að koma mér í gang í fiminni. Ég bjó mér til einfalt hopp í göngutúrnum okkar Dísar um daginn og er byrjuð að kenna henni Zik/Zak á vel staðsettu tré á túninu og svo enn í grunnþjálfun á öðru.
En jæja, þangað til næst (og við skulum sjá hvort ég afreki meira en eitt blogg í þessum mánuði, ég lofa engu samt... :Þ)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)