þriðjudagur, júní 01, 2010

Backwards dog

Einu sinni þegar ég var lítil las ég skemmtilega bók um furðulegann hund. Hann hafði verið taminn þannig að allar skipanir sem hann hafði lært þýddu fyrir hann akkúrat öfuga hegðun m.v. hvað fólkið var að leita eftir. Þegar fólk kallaði á hundinn og sagði "Snati komdu" þá labbaði hann í burtu, ef þú sagðir "farðu heim" þá elti hann þig, ef þú sagðir leggstu þá stóð hann upp... you see where im going with this hihi

Allavegana, mér finnst ég soldið vera með þennan hund á heimilinu í dag, í líki Orku. Hún er soldið gjörn á að vera svona andstæðu hundur. Ef ég vill ekki leyfa henni að fara fram þá er besti staðurinn í heimi að vera frami, en ef ég vill að hún fari þangað þá blívur það enganveginn. Henni finnst t.d. ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara í sturtununa til að skola af löppunum eftir göngutúra, og er yfirleitt eiginlega frekar treg við að fara þangað, en í gær þá hafði Dís velt sér upp úr einhverju sem ég vill eiginlega ekki hugsa um úr hverju kom því ég myndi fá áfall ef ég vissi svarið. Þannig að þegar við komum heim var Dís að sjálfsögðu dregin inn í sturtuna gegn hennar vilja (henni fannst alveg nóg að hún hefði synt í vatninu til að þvo þetta af sér og engin ástæða að skella í hana sjampói). Ég þurkaði hratt yfir Orku þ.a. hún var ready að fara fram, en nei, þá var það EKKERT skemmtilegt, svo kallaði ég á Dís og sagði henni að fara inn í sturtuna, Dís var treg við að fara en þá fannst Orku þetta klárlega vera staðurinn til að vera á því ég þurfti bókstaflega að draga hana út úr sturtunni því ég nennti ekki að hún yrði blaut aftur fyrst ég var búin að þurka hana. Svipurinn sem ég fékk þegar Orka fékk ekki leyfi til að fara aftur inn í sturtuna var algjörlega priceless !!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Hahaha. Ég er einmitt með svona öfughund hjá mér núna sem heitir Depill. Þau eru svo skemmtileg þessar skepnur!