laugardagur, desember 18, 2010

Smalaeðlisprófið hennar Dísar

Ég kom mér loksins í að skella upptökunni sem ég átti af smalaeðlisprófinu hennar Dísar á tölvuna. Ég hélt að ég væri búin að týna upptökunni en ég fann hana og kættist mikið og píndi Valda til að skella því á tölvuna hjá sér. Allavegana, Dís var rúmlega 7 mánaða gömul í eðlis prófinu, það var haldið í fyrstu frívikunni sem ég hafði í dýralæknanáminu og ég var ekki búin að sjá hana í rúma 2 mánuði þegar við skelltum okkur í það. Planið mitt var að mæta með hana alveg hráa til að meta hvernig eðlið hennar væri. Hún hafði aldrei séð kindur áður og hafði aldrei fengið að djöflast eitthvað í þeim en hún hafði fengið að smá forsmekk af hestum. En hérna fáiði allavegana að sjá afraksturinn af fyrstu kynnum Dísar af kindum, en vonandi kemst ég í að þjálfa hana í smölun hérna úti, það er allavegana einn af draumunum sem eru í hausnum á mér núna.

Engin ummæli: