Að það sé á annan bóginn skítkalt þegar hitastigið er í 2°C og það er ekki búið að snjóa, en það er bara milt og þægilegt þegar hitinn er sá sami, en það er búið að snjóa. Er rakin í alvörunni að fara svona illa með mann ? Maður er þó allavegana laus við þetta á klakanum, þar getur maður allavegana klætt af sér kuldann. Annars fyrst að það er nóg af snjó hérna í bili þá er ekki eins kalt eins og það hefur verið og maður kemst allavegana í göngutúra á kvöldin í myrkrinu, og sér hvert maður er að ganga.
Ókosturinn við snjóinn er að sjálfsögðu að það er ansi erfitt að æfa hundafimi almennilega þegar allt er á kafi í snjó. Væri allt í lagi ef við værum með smá snjó, en við höfum ekki verið með smá snjó hérna, heldur FULLT af snjó, það er svo mikill snjór hérna að hann myndi sóma sig vel í íslenskum vetri. Ég hefði alveg verið til í að þurfa ekki að taka pásu frá því sem við höfum verið að æfa en maður getur ekki alltaf stjórnað öllu, og ég efast ekki um að það sem hún hefur lært hingað til sitji sem fastast þangað til við náum að æfa næst. Ég held reyndar að flestir séu búnir að sjá þetta sem hafa haft áhuga á því en hérna er allavegana staðan eins og hún var áður en við "lentum" í pásu
Svo kíktum við um daginn á Nordisk Agility Mesterskap og það voru svona að hluta til smá blendnar tilfinningar að horfa á þessa geðveikt flottu og góðu hunda. Ég verð að segja að finnarnir áttu þetta mót nánast skuldlaust. Fyrirkomulagið var þannig að hlaupin var jumpers braut um morgunin og svo tvær agility brautir og var samanlagður árangur í öllum brautunum reiknaður til stiga í bæði liða og einstaklingskeppni. Það kom mér soldið á óvart hvað það voru margir hundar sem misstu kontakt á kontakt tækjunum og sumir fóru ranga braut. Flestir handlerarnir tóku því bara með kalda vatninu og héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér þótti mjög leiðinlegt að sjá handler með hund, sem gerði mistök í brautinni (sem eru jú ekki mistök hundsins heldur alltaf mistök stjórnandans) nánast labba útaf og ignora hundinn algjörlega. Mér fannst það mjög leiðinlegt að sjá enda var það ekki hundinum að kenna heldur handlernum.
Valdi tók upp eitthvað af hundunum á nýja símanum sínum og ef þið viljið kíkja á þau þá eru þau á youtube "stöðinni" minni http://www.youtube.com/user/hundaSilja
En það fer að styttast í annáls skrif... fjör :)
þriðjudagur, desember 07, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli